Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 20

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 20
verra en það, að enn virðist hægt að auka afi- ann á þessu hafsvæði með aukinni sókn. En þá fyrst eru málin komin í verulegt óefni, þegar heildarafli er hættur að aukast með aukinni sókn. (Ath. þýðanda). Aflinn á Atlantshafi jókst um 0,9 milljónir lesta eða 3,8%. 1 Indlandshafi minnkaði aflinn um 0,2 millj. lesta eða 7,4%, þrátt fyrir aukna sókn og í Kyrrahafi um 4,8 millj. lesta eða 14% (sjá þó enn kaflann um Kína) — og veldur þeim samdrætti á því hafsvæði aflabresturinn í Perú. Tafla II Aflinn í einstökum liöfum (í milljónum lesta). 1970 1971 1972 Heimsaflinn . . 69.5 69.7 65.6 Innhöf og vötn 8.9 9.4 9.4 Atlantshafið og aðliggjandi höf .. .. . . 23.5 23.3 24.2 Indlandshafið og aðliggjandi höf . . 2.4 2.7 2.5 Kyrrahafið og aðliggjandi höf .. .. . . 34.6 34.3 29.5 Skipting sjávarafla eftir tegundum. Það, sem helzt er athyglisverðast um þenn- an þátt heimsveiðanna, er hin mikla rýrnun uppsjávaraflans (síld, ansjósa, sardínur). Aflinn á uppsjávarfiski rýrnaði um 30% og að magni um 5,89 milljónir lesta. Þetta er þsim mun ískyggilegra, þegar þess er gætt, að aflamagn uppsjávarfiska hefur verið að minnka í 4 ár og nemur sú aflarýrnun á ár- unum 1969—1972 7,8 milljónum lesta, en það er í hundraðs hlutum 37% rýrnun. Enn er það Perúaflinn, sem veldur mestu um, en þó blasir það við, að uppsjávarafli hef- ur víða minnkað, sumstaðar á síld, annars staðar á ansjósu og á enn öðrum stöðum á sardínu: 1 Perú og Chile er þessi aflabrestur af náttúrlegum orsökum, en sumstaðar, einkum á Norður-Atlantshafi er talið að aflarýrnunin á uppsjávarfiski stafi af ofnotkun stórvirkra veiðarfæra. Þegar stórvirk og hagkvæm veið- arfæri eru tekin í notkun væri eðlilegt að skip- um væri fækkað í sókninni, en því er yfir- leitt ekki að heilsa. (ath. þýðanda). Afli hefur einnig dregizt saman víða á tún- fiski, makríl og flatfiski, en aukizt á þorsk- fiski (þorski, lýsingi og ýsu). Tafla III (Afli í milljónum lesta. Löndunartölur. Bráðabirgðatölur fyrir árið 1972). (afli í millj. lesta): 1970 1971 1972 Heildarafli í heiminum 69.50 69.70 65.60 Vatnafiskar Laxfiskar (lax, sjó- 8.06 8.57 8.58 birtingur, o. fl.) .... Flatfiskur 3.05 3.11 3.37 (lúða, koli o. fl.) .... 1.30 1.38 1.29 Þorskfiskur (þorskur, lýsingur, ýsa) Síldfiskur (síld, 10.53 10.68 11.47 ansjósa, sardínur) . . 21.37 19.43 13.54 Túnfiskur og makríll . . Ýmiskonar beinfiskur 4.76 4.88 4.72 (karfi, steinbítur o.fl.) Skelfiskur (skel, 6.13 6.75 6.64 ostrur, smokkfiskur) . Krabbafiskur 1.63 1.68 1.67 (humar, rækja o.fl.) 3.31 3.21 3.52 Hákarl og skötufiskur . Ýmsar fisktegundir 0.48 0.48 0.47 ótilgreindar 7.92 8.45 9.30 Sjávarjurtir 1.01 1.05 1.03 Afli lielztu fiskveiðiþjóða. Heildaraflinn í einstökum heimshlutum sýn- ir, að Afríkulöndin hafa aukið afla sinn mest á árinu 1972 eða um 10.6%. Þess er þó að gæta, að á árinu 1971 féll aflinn verulega í þessum heimshluta frá því á árinu 1970 eða um 370 þús. lestir. Nú var hann eins og tafl- an sýnir, 20 þús. lestum meiri en 1970 og 390 þús. lestum meiri en 1971. Ástæðan til aflaaukningar Afríkumanna er náttúrlega mikil aukning sóknar með sístækkandi fiski- flota. með erlendri aðstoð. Af einstökum Afríkuríkjum hefur Angóla aukið afla sinn langmest á árinu 1972 eða um. hvorki meira né minna en 90%, það er úr rúmum 300 þús. lestum í tæpar 600 þús. lestir. Næst mesta aflaaukningin var hjá Suð- vestur-Afríku eða 61.8% og þar næst hjá Ghana, 27.5%, enda hafa Ghanamenn aukið fiskiflota sinn mikið á undanförnum árum. 174 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.