Ægir

Árgangur

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 26

Ægir - 15.06.1974, Blaðsíða 26
NÝ FISKISKIP Guðbjörg ÍS 46 20 marz s.l. kom skuttog- arinn Guðbjörg ÍS 46 til heimahafnar sinnar, Isafjarð- ar. Skipið er 6. skuttogarinn, sem Flekkefjord Slipp og Maskinfabrikk smíðar fyrir íslendinga, og jafnframt sá síðasti af þeim 6 skuttogurum, sem samið var um á sínum tíma. Eigandi togarans er Hrönn h.f. ísafirði. 1 8. tbl. Ægis 1973 birtist lýsing af skuttogaranum Guð- bjarti ÍS 16, sem var annar í röðinni af „Flekkefjord" - skuttogurunum. Sú lýsing á einnig við Guðbjörgu ÍS, þó með ákveðnum undantekn- ingum, og verður hér minnst á helztu atriði sem frábrugðin eru. Skipið er 6 bandabilum eða 3,30 m lengra en hinir 5 skut- togararnir frá ,,Flekkefjord“. Undir neðra þilfari kemur stækkun þessi aðallega fram í lest skipsins, sem er 5 banda- bilum lengri, en vélarúm stækkar um 1 bandabil. Aðalvél skipsins er frá MAK, gerð 8M 452 AK, 1780 hö. við 375 sn/mín, sem teng- ist gegnum kúpplingu við skiptiskrúfubúnað frá Hjelset, gerð RKT 60/260. Skrúfa skipsins er 3ja blaða, þvermál 2150 mm. í hinum 5 „Flekke- fjord“- skuttogurunum var Wichmann aðalvél, 1750 hö. við 375 sn/mín. Breytingar hafa verið gerð- ar á grandaravindum, þ. e. tromlur stækkaðar; settur stærri losunarkrani (3% t) og einnig hefur verið bætt við 2 t. kapstan, sem er staðsettur á hvalbaksþilfari. Ofangreindar breytingar á vindu- og losunarbúnaði voru einnig gerðar á Framnesi I ÍS og Björgvin EA, sem voru nr. 4 og 5 af „Flekkefjord“- skuttogurunum. ísframleiðsluvél, ísklefi og ísdreifikerfi (í lest) er frá Finsam eins og í þeim fyrri, en ísvélin er afkastameiri en í fyrstu fjórum skuttogurun- um. ísvélin er af gerðinni FIP- 10 IM 22 S, samsvarandi og í Björgvin EA, og afkastar um 10 t á sólarhring. ísklefi hef- ur verið stækkaður. Tækjabúnaður í brú er tals- vert frábrugðinn tækjum þeim, sem eru í Guðbjarti ÍS. Helztu tæki eru: Ratsjár: Decca RM 926 með 60 sml. langdrægni og Furuno FRD-50 með 100 sml. langdrægni. Miðunarstöð: Taiyo TD-A 130 Loran: Simrad LC, sjálfvirkur Loran C Gyroáttaviti: Sirius Sjálfstýring: Decca, gerð 450 G Rafmagnslogg: Bergen Nautik, FDU-2 Dýptarmælir: Simrad EK 50 Dýptarmælir: Simrad EK 38 Fisksjá: Simrad CB 3 Asdik: Simrad SB 2 Netsjá: Simrad FB 2 með EX sjálfrita og FI „trálvakt". Talstöð: Sailor T 122/R 105, 400 W S.S.B. Örbylgjustöð: Simrad VHFon, PC 3, 25 W. Skipstjóri á Guðbjörgu ÍS er Ásgeir Guðbjartsson og 1- vélstjóri Steinþór Steinþórs- son. Framkvæmdastjóri út- gerðarinnar er Guðmundur Guðmundsson. Ægir óskar eigendum svo og áhöfn til hamingju með skipið. Forsíðumynd er af Guðbjörgu ÍS. Rúmlestatala ....................... 436 brl. Mesta lengd ...................... 49.85 m Lengd milli lóðlína .............. 44,00 m Breidd ............................ 9,50 m Dýpt að efra þilfari............... 6,60 m Dýpt að neðra þilfari ............. 4,35 m Lestarrými.......................... 435 m3 Brennsluolíugeymar.................. 112 m3 Brennsluolíu eða ballestgeymar . . 28 m3 Ferskvatnsgeymar .................... 37 m3 Ganghraði (reynslusigling) ....... 14,5 hn. 180 — ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.