Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1974, Blaðsíða 13

Ægir - 01.07.1974, Blaðsíða 13
HafnarjörSur. Þar lönduðu 4 bátar 29 lest- um af bolfiski. Auk þess lönduðu 5 togarar 1064 lestum. Reykjavík. Þar lönduðu 23 bátar 199 lest- um af bolfiski og ennfremur 8 togarar 3088 lestum. Akranes. Þar lönduðu 10 (8) þilfarsbátar auk nokkurra opinna vélbáta 264 (370) lest- um af bolfiski og auk þess lönduðu 2 togar- ar 309 lestum. Rif. Þar stunduðu 2 (16) bátar veiðar, 2 (4) með línu, 5 (5) með net og 14 (6) með færi. Aflinn varð alls 288 (317) lestir af bolfiski. Ólafsvík. Þar stunduðu 24 (27) bátar veið- ar; 6 (12) með net, 2 með botnvörpu og 16 (15) með færi og öfluðu alls 247 (267) lestir. Grundarfjörður. Þar stunduðu 14 (15) bát- ar veiðar; 4 (5) með net, 1 (1) með hand- færi og 9 (9) með rækjutroll. Aflinn varð ails 131 (79) lestir af bolfiski og 90 (92) lcstir af rækju. Stykkisliólmur. Þar stundaði 1 bátur neta- veiðár og aflaði 13 lestir af bolfiski. vestfirðingafjórðungur á vetrarvertíð 1974. __________________ V ertíðarlok. Vertíðaraflinn á vetrarvertíðinni 1974 varð 22.935 lestir, sem er 1.116 lestum meira en i fyrra. Er þetta nálega sami afli og meðal- íal síðustu fimm ára. Nokkur aflaaukning hefur orðið í öllum verstöðvunum, nema Tálknafirði, Flateyri og Suðureyri. Mest er aukningin í Súðavík og á Þingeyri, þar sem aflamagnið rúmlega tvöfaldaðist. Ógæftir voru miklar fyrri hluta vetrar, þó að sjór væri sóttur af miklu kappi, en síðari hluta vertíðarinnar voru ágætar gæftir. Afli línubáta var nokkuð jafn alla vertíðina. Steinbíturinn stóð lengur fram eftir vertíð- inni, heldur en undanfarna vetur, og eins fengu margir bátanna ágætan þorskafla sein- nstu daga vertíðarinnar. Netabátarnir fengu ágætan afla í marz, en þegar kom fram í apríl tregaðist aflinn mjög og tók alveg undan um mánaðamótin. Afli togbátanna var góður framan af, en brást að verulegu leyti í apríl. Á þessari vertíð stunduðu 42 bátar bol- fiskveiðar frá Vestfjörðum lengst af vetrar, réru 23 (22) þeirra alfarið með línu, 11 (7) með línu og net og 8 (3) með botnvörpu. Heildaraflinn á vertíðinni varð 22.935 lest- ir, en var í fyrra 21.819 lestir. Af vertíðar- af'lanum er línuaflinn 11.541 lest eða rösk- lega helmingur, og afli skuttogaranna 6.905 lestir eÆa 30%. Aflahæstur skuttogaranna var Bessi frá Súðavík með 1.552,6 lestir í 16 róðrum, en í fyrra var Júlíus Geirmundsson frá ísafirði með 1.183,3 lestir í 14 róðrum. Af netabát- unum var Vestri frá Patreksfirði aflahæstur með 851,3 lestir, en í fyrra var Tálknfirðingur frá Tálknafirði aflahæstur með 949,8 lestir á línu og í net. Guðmundur Féturs, Bolungavik varð Garðar Gunnarsson Grundarfirði Árssell Egilsson Tálknafirði Gestur Kristinsson Suðureyri Jón E. Sigurgeirsson Bolungavík Æ G I R — 187

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.