Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1974, Blaðsíða 26

Ægir - 01.07.1974, Blaðsíða 26
hitastigi miðað við 22° C sjáv- arhita og +25° C lofthita. — Kælileiðslur eru í lofti lestar, kælimiðill Freon 12. Kæli- þjappa fyrir lest er frá Sab- roe, gerð CMO 14, afköst ca. 26000 kcal/klst (—10/15/25° C). Ibúðir: Á neðra þilfari eru fremst 8 2ja manna klefar, en þar fyrir aftan er vélarreisn fyrir miðju, en bakborðsmegin við vélarreisn er borðsalur, eldhús og kæld matvælageymsla. — Stjórnborðsmegin við vélar- reisn eru 2 2ja manna klefar, 2 eins manns klefar og aftast þvottahús, þurrkklefi o. fl. — Aftan við vélarreisn er salerni og þvottaherbergi. Á vinnuþil- fari stjórnborðsmegin er mat- vælageymsla (ókæld) og frystigeymsla fyrir matvæli. Á efra þilfari (í þilfarshúsi) er íbúð skipstjóra, sem saman- stendur af svefnklefa, setu- stofu og snyrtingu; klefi 1. vélstjóra með sér snyrtingu og 2 eins manns klefar fyrir stýri- menn. Auk þess sjúkraklefi og snyrting. I brú er klefi loftskeyta- manns. í svefnklefum eru samtals hvílur fyrir 27, auk þess ein hvíla í sjúkraklefa. Ibúðir eru allar hitaðar upp með raf- magnsofnum og loftræstar með rafdrifnum blásurum. Rafeindatæki; Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Raytheon, gerð 1245/9xB, 64 sml. Ratsjá: Raytheon, gerð 1660/12S, 64 sml. Miðunarstöð: Koden KS 500. Loran: Mieco 6811. Gyroáttaviti: Anschútz. Sjálfstýring: Anschútz 200 — Æ GIR Vegmælir: Jungner Sallog, Sal-24. Dýptarmælir: Atlas-Fisch- finder 780 (með sjálfrita og myndsjá). Asdik: Simrad SK 3. Netsjá: Atlas Polynetzsonde 860 (kapaltæki). Örbylgjustöð: Elektrome- kano, SM 63. Veðurkortamóttakari: Taiyo, TF-786. Sjálfrita fyrir netsjártæki er hægt að tengja inn á sér- stakt botnstykki, þannig að mögulegt er að nota hann sem dýptarmæli. Af öðrum tækj- um í stýrishúsi má nefna tvo dýpisteljara, Atlas Filia 520, og Atlas Alarm 525. í klefa loftskeytamanns eru öll þau fjarskiptatæki, sem krafizt er í skipum yfir 500 brl. Tækin eru frá Elektroma- kano. — Talstöð (fyrir lang- bylgju og miðbylgju) er hins vegar frá Kelvin Hughes, gerð Pentland Alpha, 400 W, S.S.B. Skipstjóri á Engey RE er Arinbjörn Sigurðsson og 1. vélstjóri Róbert V. Hafsteins- son. Framkvæmdastjóri fyrir ísfell hf. er Þórhallur Helga- son. Forsíðumyndin er af Engey RE 1. Hrönn RE 10 7. apríl s.l. bættist annar nýr skuttogari í flota Reyk- víkinga með tilkomu skuttog- arans Hrannar RE 10. Hrönn RE 10 er systurskip Engeyjar RE, sem lýst er hér að framan, og er allur véla- og tækjabúnaður eins í þess- um tveimur skuttogurum. — Hrönn er 2. skuttogarinn í röð- inni af þeim 5 togurum, sem samið var um í Póllandi á eft- ir Ögurvíkur-skuttogurunum. Skipstjóri á Hrönn RE er Lög um breyting á lögum nr. 80 16. sept. 1971, um aflatrygg- ingasjóð sjávarútvegsins. Handhafar valds forseta ls- lands samkvæmt 8. gr. stjórn- arskrárinnar, forsætisráðherra forseti sameinaðs Alþingis og forseti hæstaréttar gjöra kunnugt: Alþingi hefur fall- ist á lög þessi og vér staðfest þau með samþykki voru: 1. gr. í stað orðanna ,,151 brúttó- rúmlest að stærð“ í a-lið og b-lið 17. gr. laganna komi orð- in: 131 brúttórúmlest að stærð. Fjárhæðir 17. gr. laganna breytast þannig, að í a-lið 1- mgr. komi 320 krónur í stað 120 króna, í b-lið l.mgr. komi 240 krónur í stað 100 króna og í 2. og 3. mgr. komi 150 krónur í stað 85 króna. Síðasta málsgrein 17. gr. laganna orðist svo: Fjárhæðir þær, sem fram koma í a-lið og b-lið 1. mgr. og 2. og 3. mgr. skulu greiðast frá 1. janúar 1974 og skulu breytast í samræmi við fæðis- lið framfærsluvísitölu frá 1- júní 1974. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört í Reykjavík 20. maí 1974. Ólafur Jóhannesson Eysteinn Jónsson (L.S.) Benedikt Sigurjónsson Magnús Kjartansson Halldór Halldórsson og 1. vél- stjóri Einar Jóhannsson. Eig- andi skuttogarans er Hrönn hf., en framkvæmdastjóri er Þórhallur Helgason.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.