Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1974, Blaðsíða 21

Ægir - 01.07.1974, Blaðsíða 21
artilfinningar og samviskusemi gagnvarí s]alfum sér og þjóðfélaginu í heild.“ Um prófin segir meðal annars: .,Til að standast próf skal meðaltal loka- einkunna eigi vera lægra en 5 og eigi lægra en 3 í neinni grein........Til að flytjast i næsta stig fyrir ofan þarf nemandi að hafa hlotið meðaleinkunn 6 hið lægsta og enga lokaeinkunn lægri en 4. Hafi nemandi eigi náð tilskilinni einkunn á prófi, á hann rétt á því að endurtaka próf, í einni til þremur grein- uni að hausti. Hið sama gildir um nemanda sem staðist hefur próf, en eigi náð framhalds- einkunn. Enginn hefur þó rétt til að endur- taka próf oftar en tvisvar. Haustpróf skal halda á tímanum 1.—15. september.“ Um deildir skólans úti á landi er það að Segja, að þær starfa nú í nánum tengslum við iðnskólana. Á hausti komanda byrjar starfsemin aftur í Vestmannaeyjum. Gamla ahaldahúsi bæjarins verður breytt í vélasal, smíðastofu og rafsuðu- og gassuðusal; í góðri hyggingu Iðnskólans sem er áföst áhaldahús mu verður starfsemi þriggja skóla, það er iðn- skólans, vélskólans og stýrimannaskólans Forstöðumaður véldeildar er Kristján Jóhann- esson. Á ísafirði er deild vélskólans á vegum ’ðnskóla staðarins og er sú starfsemi í örum vexti undir stjórn skólastjóra iðnskólans Áage Steinssonar. A Akureyri er vélskólinn í húsnæðishraki, vélasalurinn er í gömlum skúr, og smíðsalur í leiguhúsnæði úti í bæ. Nú er í athugun að kyggja við iðnskólann á staðnum og vélskólinn íái aðstöðu þar fyrir verklega kennslu. For- stöðumaður deildarinnar er Björn Kristinsson. Deildum vélskólans á Akureyri og ísafirði hefur verið slitið. Á Akureyri gengust 9 nem- endur undir próf í 1. stigi, 8 stóðust prófið og ? hlutu framhaldseinkunn. í 2. stigi gengust 9 undir próf, 8 stóðust prófið og 7 hlutu fram- haldseinkunn. A Isafirði gengust 9 nemendur undir próf f; stigs og stóðust prófið 8 með framhalds- emkunn. í 2. stigi gengust 6 nemendur undir Pnófið, 5 stóðust með framhaldseinkunn, 1 á eftir ólokið prófi. Uer í Reykjavík voru innritaðir 96 nemend- Ur_í 1. stigi, 14 hættu námi, 82 gengust undir Próf, 66 stóðust prófið þar af 52 með fram- aldseinkunn. í 2. stigi hófu 83 nám, 4 hættu, 79 gengust undir próf, 68 stóðust prófið, þar af 55 með framhaldseinkunn. í 3. stigi hófu 75 nám, 2 hættu, 73 gengust undir próf, 53 stóðust prófið þar af 34 með framhaldseinkunn. 1 4. stigi hófu 57 nám og gengu allir undir próf, tveir stóðust ekki prófið. 1 upphafi þessa skólaárs voru nemendur í Vélskóla íslands sem hér segir: í Reykjavík 311 á Akureyri 18 á ísafirði 18 Samtals 347 nemendur. Fjöldi útskrifaðra vélstjóra er þessi: R.vík Ak.eyri ísaf. Samt. úr 1. stigi .... 57 8 9 69 úr 2. stigi .... 55 8 6 69 úr 3. stigi .... 34 34 úr 4. stigi .... 57 57 Samtals .... 198 16 15 229 Samtals hafa því 229 nýir vélstjórar bæst í hópinn. Skólastjóri afhenti síðan prófskírteini og verðlaun. Farandbikar Fjalars hf. hlaut Helgi Bergmann Ingólfsson fyrir bestan árangur í vélfræði 3. stigs. Bókaverðlaun frá sendiráði Dana fyrir bezta frammistöðu í dönsku hlutu Björn G. Kristinsson úr 1. stigi og Ásgeir Al- bertsson úr 2. stigi. Þá gat hann þess, að vélstjórar útskrifaðir 1953 hefðu stofnað sjóð til minningar um Steingrím Pálsson cand. mag., sem var kenn- ari við skólann óslitið frá 1943 þar til hann lézt 1958. Verðlaun úr þessum sjóði fyrir að skara fram úr í íslenzkukunnáttu og málanámi hlutu: Guðlaugur Pálsson úr 1. stigi Kristján Magni Jóhannesson úr 2. stigi Þorfinnur Snorrason úr 3. stigi Ámundi Jökull Játvarðsson úr 4. stigi Loks aíhenti skólastjóri heiðursverðlaun Vélskóla íslands fyrir frábæran árangur í öllum greinum Unnsteini Emilssyni úr 4. stigi. Verðlaunin eru Handbók vélstjóra (á dönsku). Að lokum ávarpaði skólastjórinn hina braut- skráðu vélstóra og sagði skólanum slitið. ÆGIR — 195

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.