Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1974, Blaðsíða 8

Ægir - 01.07.1974, Blaðsíða 8
Björn Dagbjartsson, Ph. D., Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins: Fiskur sem næringarefni Fyrir þjóð, sem neytir eins mikils af fiski og við íslendingar hlýtur það að vera nokkuð forvitnilegt að vita hvaða næringarefni fisk- ur inniheldur. Raunar ætti hver maður að gefa því dálítinn gaum hvað hann borðar. Áður en vikið verður að næringarefnainni- haldi helztu íslenzkra fisktegunda skal gerð stutt grein fyrir helztu næringarefnum og næringarþörf mannsins. Fyrstu 20 ár mannsævinnar tvítugfaldast líkamsþyngdin og sú þyngdaraukning (60-80 kg) er unnin úr fæðunni. Það er því ekki óeðlilegt að taka nokkurt mið af samsetningu mannslíkamans til að gera sér grein fyrir því, hvaða efni þurfa að vera í fæðunni. Þó er rétt að hafa það í huga, að orkuefnin „elds- neytið“ fyrir líkamsstarfsemina, t. d. kolvetni, brenna jafnharðan og er mjög lítið af þeim í vefjum líkamans hverju sinni. Hér er e. t. v. rétt að lýsa því stuttlega, hvernig aðalefnaflokkar fæðu og einnig vefja líkamans eru efnafræðilega ákvarðaðir. Vatn finnst með því að þurrka við 100- 105°C í 3-4 klst. og ákvarða léttun. Fita er þvegin úr með eter eða öðrum leysi, leysirinn síðan látin gufa upp og fitan, sem eftir verður, vegin. Hvíta (prótein) er eina efnið af aðalefna- flokkum fæðu og dýravefja, sem inniheldur köfnunarefni.. Því er köfnunarefnið ákvarðað með suðu í brennisteinssýru, eimingu amm- oníaksins úr brennisteinssýrusoðinu ofan í ákveðið magn af 0,1 mólin sýru og títrað hve miklu ammoníakið eyðir af þessari sýru. Þar sem flest hvítusambönd innihalda svipað magn köfnunarefna eða um 16%, þá er köfn- unarefnismagnið margfaldað með 100/16 = 6,25 til að fá út hvítuna. Steinefni (aska) eru ákvörðuð með því að eyða öllum lífrænum efnum úr með bruna við hátt hitastig (5-800°C) og vigta það sem eftir verður. Kolvetni eru yfirleitt talin vera það sem á vantar 100% þegar vatn, fita, hvíta og stein- efni eru frá talin. í töflu 1 er gefið upp það magn af lífs- nauðsynlegum næringarefnum, sem talið er að fullorðinn „venjulegur" maður þurfi dag- lega. 1 þessari töflu er heldur ekki nefnt að maðurinn þurfi neina fitu né kolvetni. Mat- seðill, sem byði aðeins upp á þau efni og það magn, sem upp er talið í töflu 1, mundi ekki fullnægja nema um það bil 1/10 af daglegri orkuþörf mannsins, sem er 2-3000 hitaeining- ar. Það sem á vantar af „eldsneyti" verður hann að bæta sér upp með kolvetnum, fitu eða aukinr.i hvítu, sem er þó langdýrasta brennsluefnið. Hér verður ekki farið nánar út í það að lýsa orkuþörf mannsins eða hvernig hann full- nægir henni, en hvítan, sem er aðalnæringar- efnið í flestum matfiskum tekin til nokkru nánari meðferðar. Hvíta eða prótein eru langar keðjur af svo- kölluðum amínósýrum, sem eru tengdar sam- an með peptíðtengjum". Amínósýrur innihalda allar köfnunarefni, oftast sem „amínóhóp, -NH2“, en sumar hafa auk þess brennistein, joð eða önnur frumefni. Þessar amínósýru- keðjur eru svo fléttaðar saman í flóknar risa- sameindir. Líkaminn getur ekki notað sér þessar hvítusameindir sem slíkar, heldur eru þær brotnar niður í amínósýrur, sem eru síð- an notaðar til byggingar eigin eggjahvítu- efna líkamans eftir því sem þörf krefur. Sum- ar amínósýrur geta myndast í líkamanum, en aðrar ekki. Þær amínósýrur, sem við verðum að fá í fæðunni, eru kallaðar „lífsnauðsyn- 182 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.