Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.1974, Blaðsíða 24

Ægir - 01.07.1974, Blaðsíða 24
NÝ FISKISKIP Hér birtist lýsing ú tveimur skuttogurum, byggðum í Pól- landi, sem nýlega bættust í flota Reykvíkinga. Ægir óskar eigendum svo og áhöfn til hamingju nieð skipin. Engey RE 1 10. marz s. 1. kom skuttog- arinn Engey RE 1 til heima- hafnar sinnar í fyrsta sinn. Skuttogari þessi er byggöur hjá Gdynia Shipyard, Gdynia Póllandi og er 3. skuttogarinn, sem þar er smíðaður fyrir Is- lendinga. Tveir þeir fyrstu voru sem kunnugt er smíðaðir fyrir Ögurvík h.f., en Engey RE er sá 1. í röðinni af 5 skuttogurum, sem samið var um á eftir Ögurvíkur-skut- togurunum, og hafa verið gerðar nokkrar breytingar á umræddum 5 skuttogurum frá fyrstu tveimur. Engey RE er eign ísfells h.f. Almenn lýsing: Skipið er byggt skv. reglum ,,Lloyds Register of Shipping" og flokkað +100 Al, Stern Trawler, ICE Class 3, + LMC. Skipið er skuttogari með tveimur þilförum stafna á milli og skutrennu upp á efra þilfar. Undir neðra þilfari er skipinu skipt með 6 vatns- þéttum þilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki fyrir sjókjölfestu; brennslu- olíugeymir (hágeymir); véla- rúm; fiskilest; lifrargeymir og aftast 2 geymar (skiptigeym- ar) fyrir brensluolíu eða sjókjölfestu. Keðjukassar ganga niður í stafnhylki, en fremst i véla- rúmi er stjórnklefi (kontrol- rum), verkstæði og asdikklefi. í vélarúmi eru boíngeymar fyrir brennsluolíu, en undir fiskilest eru botngeymar (3x2), s.b,- og b.b.-megin við öxulgöng, sem liggja eftir miðju skipinu. Tveir fremstu geymarnir eru fyrir ferskvatn, en fjórir öftustu eru skipti- geymar fyrir brennsluolíu eða sjókjölfestu. Fremst á neðra þilfari er geymsla með lúgu frá aðal- þilfari, en þar fyrir aftan íbúðir áhafnar, vélarreisn o. fl. Aftan við íbúðir tekur við vinnuþilfar (fiskaðgerð), fisk- móttaka og stýrisvélarrúm aftast fyrir miðju. Úti við síð- ur á vinnuþilfari eru klefar, m. a. fyrir hafnarljósavél, mat- væli og varahluti. Til hliðar við fiskmóttöku og stýrisvélar- rúm, s.b.- og b.b. megin eru netagjymslur. Á efra þilfari, framskips, er þilfarshús, sem nær út að síð- um, en þar fyrir aftan er tog- þilfarið. I þilfarshúsi eru íbúðir yfirmanna, klefi fyrir togvindumótor og fleira. Yfir þilfarshúsi er brú skipsins, en þar er stýrishús, klefi loftskeytamanns og sal- erni. Vélabúnaður: Aðalvél er Zcoda-Sulzer, gerð 6ZB 40/48, 3000 hö. við 485 sn/mín. Vélin tengist nið- urfærslugir frá Renk, gerð AUS 80-SO-6, niðurfærsla 2.85:1. Skrúfubúnaður er frá Liaaen, gerð E95/4-F280, skrúfan er 4-ra blaða skipti- skrúfa, þvermál 3400 mm, snúningshraði 170 sn/mín. Tveir rafalar frá Emit tengjast niðurfærslugír gegn- um kúpplingu, snúningshraði 1000 sn/mín. Fyrir rafkerfi skipsins er 400 KVA, 3x400 V, 50 Hz riðstraumsrafall, en fyrir togvindumótor er 350 KW, 320 V, jafnstraumsrafall. Hjálparvél er frá Caterpill- ar, gerð D 379, 475 hö við 1000 sn/mín., en við hana tengjast Rúmlestatala ...................... 742 brl. Mesta lengd ..................... 60,60 m Lengd milli lóðlína ............. 53,00 m Breidd .......................... 11,30 m Dýpt að efra þilfari.............. 7,30 m Dýpt að neðra þilfari ............ 5,00 m Djúprista (KVL) .................. 4,60 m Særými (djúprista 4.85 m) ........ 1542 t Burðarmagn ( “ ) ........ 500 t Lestarrými ........................ 530 m3 Brennsluolíugeymar ................ 145 m3 Brennsluolíu- eða sjókjölfestu- geymar ............................ 137 m3 Kjölfestugeymar (stafnhylki) . . 14 m3 Ferskvatnsgeymar ................... 57 m3 Ganghraði (reynslusigling) .... 16,2 hn. 198 — Æ GI R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.