Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 7

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 7
RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 68. ÁRG. 5. TBL. 15. MARZ 1975 EFNISYFIRLIT: Varasamur farmur 77 • Haf- 0g fiskirann- sóknir Gunnar Jónsson fiskifr.: Sjaldséðir fiskar árið 1974 78 • íjtgerð og- aflabrögð 80 • Utfluttar sjávarafurðir janúar 1975 og 1974 85 • Fiskaflinn í nóv. og jan—nóv. 1974 og 1973 86 • Fiskispjall: Sjávarútvegurinn og fjölmiðlarnir 88 Fiskikortagerð 89 • Fiskverð: Verð á rækju 91 Verð á loðnu til frystingar 91 Bolfiskverð 91 • Ný fiskiskip: Trausti ÍS 300 94 Sólrún EA 251 95 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG (slands nöFN. INGÓLFSSTRÆTl SÍMI 10500 RITSTJÓRN: ^ÁR ELfSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR: GUÐMUNDUR INGIMARSSON UMBROT: GÍSLI ÓLAFSSON PRENTUN: (SAFOLD ÁSKRIFTARVERÐ 1000 KR ÁRGANGURINN KEMUR ÚT HÁLFSMÁNAÐARLEGA Varasamur farmur Loðnan er mjög varasamur farmur eins og alkunna er af þeim slysum sem orðið hafa. Skip okkar eru traust og vel- búin en lestar margra skip- anna eru þó ekki innréttaðar fyrir þennan slæma farm, sem loðnan verður ef sjór er mik- ill i henni. Hin hefðbundna fiskilestarinnrétting fæst ekki nægjanlega þétt eða traust til að halda sjónum í skefjum. Farmurinn nær með einhverj- um hætti að renna til milli borða. Orsakirnar geta verið margar. Ef það gleymist að skorða af efstu lestarborðin, þá geta þau ýtzt upp og farið úr fölsunum. Ef ekki er bak fyrir innan þau, eins og þó á alls staðar að vera, getur einn- ig runnið yfir þau, þar sem þau ná ekki alveg uppí dekk. Varasamast er þó máski að lestarborðin geti verið aðeins of stutt í sumum bilunum milli stoða. Ef lestarborðin hafa verið sniðin öll af sömu lengd má ekki miklu muna á bili milli stytta til þess borð verði einhversstaðar full stutt. Þetta ættu menn að athuga, hvort borðin séu einhvers- staðar rúm, þvi að það getur hæglega hafa skeð að ein- hverju smáræði muni á styttu- bilunum. Ef borð gengur stutt inní fals þá þarf það ekki mikið að svigna til að hrökkva úr falsinu. Það er greinilegt af öllum þeim sköðum sem orðið hafa og áföllum sem skip hafa fengið með loðnufarm að fulla gát verður að hafa við lestun, gæta þess vel að rétt sé stillt upp og helzt dæla sem hægast, ef því verður við- komið, því að með þeim hætti hefur lensikerfi skipsins frem- ur undan og minni sjór fer niður í lestina. Áríðandi er einnig, að rista- kerfi skipsins sé í góðu lagi, ekki sízt lóðréttu ristarnar. ’Loðnan vill gjarnan setjast yfir botnristarnar, þannig að sjórinn verður ofan á henni og nær þá ekki að renna nið- ur nema gegnum lóðréttu rist- arnar. Það er því mikilsvert að hafa þær sem víðast og halda þeim vel hreinum. Mikill vandi hvílir á herð- um skipshafnarinnar að fara með gát með þennan vonda farm, þegar um er að ræða hefðbundinn fiskilestaútbún- að og allra veðra er von eins og er á vetrum.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.