Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 10

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 10
Útgerð og aflabrögð SUÐUR- OG SUÐVESTURLAND í febrúar 1975. Gæftir voru víðast mjög stirðar framan af mánuðinum en bötnuðu seinni partinn. Afli bátaflotans varð alls 10.026 (9.646) lestir af bolfiski 136 (153) lestir hörpudiskur og 4 (14) lestir rækja, auk þessa lönduðu togar- amir 6.137 (1.083) lestum. Allur afli er mið- aður við óslægðan fisk. Tölur innan sviga eru frá árinu 1974. Aflinn í einstökum verstöðvum. Hornafjörður. Þar stunduðu 9 (7) bátar veiðar. 3 með línu, 4 með net og 2 með botnvörpu og öfluðu alls 419 (221) lestir í 56 (72) sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Vestmannaeyjar. Þar stunduðu 43 (28) bát- ar veiðar. 1 með línu 18 með net og 24 með botnvörpu, og öfluðu alls 1.914 (1.507) lest- ir i 331 (244) sjóferðum. Auk þess landaði togarinn Vestmannaey 190 lestum úr 2 veiði- ferðum. Gæftir voru mjög stirðar. Stokkseyri. Þar landaði einn bátur 1 lest af fiski úr 2 veiðiferðum. Eyrarbakki. Þar stunduðu 4 (1) bátar veið- ar með net og öfluðu 23 (6) lestir. Gæftir voru slæmar. Þorláksliöfn. Þar stunduðu 31 (15) bátur veiðar, 28 með net og 38 með botnvörpu og öfluðu alls 1981 (1.360) lest í 223 (103) sjó- ferðum. Gæftir voru stirðar. Grindavík. Þar stunduðu 36 (35) bátar veiðar, 9 með línu, 20 með net og 7 með botn- vörpu. Aflinn alls varð 803 (1.412) lestir í 192 (274) sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Sandgerði. Þar stunduðu 21 (27) bátur veiðar, 5 með línu 8 með net og 8 með botn- vörpu og öfluðu alls 865 (889) lestir í 183 (191) sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Keflavík. Þar stunduðu 42 (28) bátar veið- ar, 11 með línu, 31 með net og öfluðu alls 1.019 (773) lestir í 232 (160) sjóferðum. Auk þess lönduðu 4 skuttogarar 1.110 (0) lesturn úr 9 veiðiferðum. Gæftir voru slæmar. Vogar. Þar stunduðu 2 (2) bátar veiðar með net og öfluðu 122 (131) lestir í 36 (30) sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Hafnarfjörður. Þar stunduðu 5 (4) bátar veiðar, 1 með línu 3 með net og 1 með botn- vörpu og öfluðu alls 135 (37) lestir í 18 (11) sjóferöum. Auk þess lönduðu 6 (3) togarai' 1.567 (455) lestum úr 1 (4) veiðiferðum- Gæftir voru stirðar. Reykjavík. Þar stunduðu 10 (6) bátar veið- ar með net og troll og öfluðu alls 344 (466) lestir í 33 (7) sjóferðum. Auk þess lönduðu 1 (6) togarar 2.224 (541) lestir úr 11 (6) veiðiferðum. Gæftir voru slæmar. Akranes. Þar stunduðu 8 (6) bátar veiðar með línu og öfluðu 397 (253) lestir í 94 (60) veiðiferðum. Auk þess lönduðu 3 (1) togarar 820 (87) lestum úr 6 (1) veiðiferðum. Gæftir voru stirðar. Rif. Þar stunduðu 25 (11) bátar veiðar, 8 með línu og 17 með net og öfluðu alls 723 (691) lestir í 205 (82) sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Ólafsvík. Þar stunduðu 19 (16) bátar veið- ar með net og öfluðu alls 828 (1.214) lestir í 226 (212) sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Grundarfjörður. Þar stunduðu 13 (10) bát- ar veiðar, 7 með net og 6 með rækjutroll og öfluðu 299 (344) lestir af bolfiski og 4 (14) lestir af rækju í 127 (274) sjóferðum. AuK þess landaði togarinn Runólfur 226 lestum úr 2 veiðiferðum. Gæftir voru stirðar. Stykkisliólmur. Þar stunduðu 8 (7) bátai’ veiðar, 3 með skelplóg og 5 með net og öfluðu 153 (160) lestir bolfisk úr 39 (12) veiðif. og 136 (153) lestir hörpudisk úr 34 (46) veiði' ferðum. Gæftir voru stirðar. 80 — Æ G IR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.