Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 24

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 24
NÝ FISKISKIP Trausti ÍS 300 I þessu blaði birtist lýsing af skuttogaranum. Trausta ÍS, sem keyptur var notaður til lands- ins á s.l. ári og Sólrúnu EA 251, sem er nýsmíði nr. 107 hjá Skipasmíðastöð KEA. Æg- ir óskar eigendum svo og áhöfn- um skipanna til hamingju. Súgfirðingar hafa eignast sinn fyrsta skuttogara með til- komu Trausta ÍS 300, sem kom í fyrsta sinn til heima- hafnar sinnar 29. september á s.l. ári. Skuttogari þessi er eign Útgerðarfélagsins Freyju h.f. Súgandafirði. Skipið sem áður hét Nord Rollnes, var keypt frá Noregi og er smíðað hjá Sterkoder Mek. Verksted A/S Kristian- sund árið 1968 og er nýbygg- ing nr. 8 hjá stöðinni. Almenn lýsing. Skipið er byggt skv. reglum Det Norske Veritas og flokk- að +1A1, Stern Trawler, Ice C, +MV. Skipið er skuttogari með tveimur þilförum stafna á milli og skutrennu upp á efra þilfar. Undir neðra þilfari eru fjög- ur vatnsþétt þil. Fremst í skip- inu, er stafnhylki og geymar (sjókjölfesta), en þar fyrir aftan fiskilest, vélarúm og geymar fyrir ferskvatn aftast. Botngeymar fyrir brennslu- olíu eru undir lest. Fremst á neðra þilfari eru keðjukassar en þar fyrir aftan íbúðir. Vinnuþilfar er aftan við íbúðir með fiskmóttöku aftast. Aftan við fiskmóttöku er stýrisvélarrúm, b.b.-megin við hana er netageymsla og s.b.-megin er klefi fyrir lifrar- bræðslu. Á efra þilfari er fremst lokaður hvalbakur, en í hval- bak eru geymslur, íbúðir og klefi fyrir vindumótor. Aftan við hvalbak er togþilfarið. Aft- ast á hvalbaksþilfari er brú (stýrishús) skipsins. Vélabúnaður. Aðalvél skipsins er Deutz, gerð SBV 8 M 545, 1500 hö við 380 sn/mín, sem tengist skiptiskrúfubúnaði frá Liaaen, gerð CS 63. Skrúfa skipsins er 3ja blaða, þvermál 2100 mm- Framan á aðalvél er bein- tengdur 195 KW REM jafn- straumsrafall, sem er fyrir togvindumótor. Hjálparvélar eru tvær Deutz, gerð F6M—716, 150 hö við 1500 sn/mín. Við hvora vél er 125 KVA, 3x380 V, 50 Hz REM riðstraumsrafall. Fyrir smurolíu- og brennslu- olíukerfið eru DeLaval skil- vindur. í skipinu er fersk- vatnsframleiðslutæki frá Atl- as, gerð AFGU 0.5, afköst 1— IV2 t á sólarhring. Hydrofor- kerfi er frá Bryne Mek. Verk- sted. Pælikerfi er frá Peiio Teknikk. Stýrisvél er frá Ten- fjord, gerð H—155 ESG. Rúmlestatala ...................... 299 brl. Mesta lengd ..................... 44.40 m Lengd milli lóðlína.............. 38.00 m Breidd ........................... 9.16 m Dýpt að efra þilfari.............. 6.50 m Dýpt að neðra þilfari ............ 4.30 m Lestarrými ........................ 295 m3 Brennsluolíugeymar ................ 103 m3 Ferskvatnsgeymar ................... 36 m3 94 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.