Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 8

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 8
Gunnar Jónsson, fiskifræðingur: HAF- OG FISKIRANNSÓKNIR Sjaldséðir fiskar árið 1974 Eftirfarandi sjaldséðir fiskar bárust Haf- rannsóknastofnuninni árið 1974: 1. Trjónufiskur — Rhinochimaera atlantica Holt & Byme mars—apríl, suður af Selvogsbanka (?), 128 cm, b/v Bjarni Benediktsson RE. Fisk- urinn kom á Hafrannsóknastofnunina 9. apríl. 9. apríl, suður af Selvogsbankakantinum, 659 m dýpi, 125 cm, b/v Ingólfur Amarson RE. Fiskurinn kom á Hafrannsóknastofnun- ina 16. apríl; 17. apríl Grindavíkurdjúp, 586—622 m dýpi, 127 cm, b/v Rauðinúpur ÞH; 9. sept., VSV af Surtsey, 494 m dýpi, 130 cm, b/v Bjarni Benediktsson RE. Trjónufiskur fékkst fyrst á íslandsmiðum árið 1957. Síðan hafa nokkrir veiðst á djúp- miðum S—SV—lands einkum á síðustu árum. Heimkynni trjónufisks eru í N-Atlantshafi undan vesturströnd írlands, sunnan og suð- vestan íslands og við austurströnd Ameríku undan Nýjaskotlandi og í hlíðum Georgs- banka. Trjónufiskur er skyldur geirnyt, en hún hefur verið talin óæt og jafnvel eitmð af sumum. Það virðist ekki eiga við um trjónu- fiskinn því að tveir ofangreindra fiska vom matreiddir í tilraunaeldhúsi Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins, annar hakkaður í fars og fiskstauta, hinn soðinn og steiktur og brögðuðust þeir vel og varð engum meint af. 2 Stóra geirsíli — Paralepis coregonoides borealis Reinhardt 10. febr., undan sunnanverðum Austfjörð- um (64°41’N — 11°46’V) dýpi 400 m (tog- dýpi 150—200 m), r/s Árni Friðriksson, 5 fiskar veiddust 16—23 cm. Stóra geirsíli er eitt þriggja geirsílisteg' unda sem fundist hafa hér við land. Hin eru litla geirsíli og digra geirsíli. Alls þekkjast um 40—50 tegundir geirsíla í heimshöfunuh1 og þar af munu vera um 15 í NV-Atlantshafi- Stóra geirsíli hefur auk þess fundist við V' Grænland, austurströnd N-Ameríku, Noreg. SV-Bretlandseyja, í Biskayaflóa og undan V-Afríku. Geirsíli em miðsjávar- og úthafS' fiskar, sem finnast víða í miklu magni, eink- um í hitabeltinu. 3 Álsnípa — Nemichthys scolopaceus Ric' hardson 10. febr., undan sunnanverðum Austfjörð- um (64°40’N — 11°46’V), dýpi 400 m (tog' dýpi 150—250 m), r/s Árni Friðriksson. Fisk- urinn var skemmdur, vantaði framan á trjónu og aftan á sporð. En það sem náðist var 68 cm langt. Álsnípa þekkist á íslandsmiðum síðan 1 desomber 1952 að ein veiddist djúpt undan SA-ströndinni. Árið 1956 veiddist önnur og þá í Víkurál. Síðan hafa nokkrar veiðst við S—SA—ströndina. Álsnípa hefur auk þess fengist undan ströndum N-Ameríku, við AS' óreyjar, Kap-Verdeeyjar, undan V-Afríku, 1 S-Atlantshafi og í Kyrrahafi við Nýju-GuineU- 4 Broddabakur — Notacanthus chemnitz11 Bloch apríl, 95 cm, b/v Vestmannaey VE. Engar frekari upplýsingar. Broddbakur fannst fyrst hér rekinn á Eyja' fjallasand árið 1835. Árið 1909 rak annau við Vestmannaeyjar. Síðan hafa nokkrir veiðst undan S—SA—ströndinni. Heimkynni broddabaks em frá íslandsmið' um til V-írlands, við S-Grænland og á Stóra' banka við Nýfundnaland. 78 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.