Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 28
Auglýsing
Breytt ákvæði varðandi möskvastærð botnvörpu,
flotvörpu og dragnótar.
Sjávarútvegsráðuneytið vekur athygli hlutaðeigandi á því, að það hefur fyrir nokkru
gefið út tvær nýjar reglugerðir sem breyta eldri reglum um möskvastærðir botnvörpu,
flotvörpu og dragnótar.
Samkvæmt 1. gr. reglugerðar nr. 393 31. desember 1974, um möskvastærðir botnvörpu
og flotvörpu og um lágmarksstærðir fisktegunda, eru möskvastærðir botn- og flot-
varpna eftirfarandi:
1. Botnvarpa 135 min
2. Flotvarpa 135 mm
3. Humarvarpa 80 mm
4. Rækjuvarpa 45 mm í vængjum, aftur að
fremsta horni neðra byrðis.
Rækjuvarpa 36 mm í vængjum, aftan við
fremsta horn neðra byrðis, í efra byrði,
neðra byrði og poka.
Samkvæmt 2. gr. reglugerð,ar nr. 278 9. september 1974, um dragnótaveiðar er lág-
marksmöskvastærð dragnótar nú 135 mm.
I áðurgreindum reglugerðum eru bráðabirgðaákvæði, sem veita tímabundna heimild til
þess að nýta þær vörpur og voðir, sem gerðar eru í samiæmi við þær reglur, er giltu
fyrir gildistöku áðurgreindra regiugerða.
Þessi tímabundna heimild gildir til þess tíma er hér greinir:
1. Botnvörpunet til 16. maí 1976
2. Flotvörpunet til 16. maí 1977
3. Dragnótarnet til 1. desember 1975.
Hins vegar skal það ítrekað, að nú er algerlega óheimilt að gera nokkrar ráðstafanir
til þess að afla erlendis frá eða framleiða hér aðrar vörpur og voðir en þær, sem
gerðar eru í samræmi við ákvæði reglugerða 393/1974 um möskvastærðir botnvörpu og
flotvörpu og 278/1974 um dragnótaveiðar. Mun ráðuneytið nú taka upp eftirlit með
innflutningi á neturn og netagerð innanlands.
Ráðuneytið væntir samvinnu þeirra, sem hlut eiga að máli og er reiðubúið að veita
þær upplýsingai-, sem það getur varðandi þessi mál.
Sj ávamtvegsnáðuney tið
24. mars 1975.