Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 20

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 20
Og á enn öðrum stað segir Gunnar: „Út- gáfa svokallaðra fiskikorta er krafa íslenzkra fiskimanna, en fram að þessu hefur ekki verið hægt að sinna þessu verkefni sem skyldi, vegna mannfæðar við kortagerð og skorts á upplýsingum um sjávarbotninn.“ Þetta er að vísu ritað 1971, sem fyrr segir, en þá vioru sjómælingarnar á hrakhólum með skip, því að þær misstu skip sitt Tý 1961. Hann var dæmdur ónýtur. Nú hefur stofnun- in einn 25 eða 30 tonna bát til umráða, sem Bandaríkjamenn lána henni. Það starfa nú 4 menn að mælingum og af þeim tveir við hafn- armælingar og þá ekki nema tveir við mæl- ingar úti á fiskislóðunum. Fjárveiting til stofnunarinnar mun áætluð nú í fjárlögum 15—16 milljónir og tekjur hennar af útgáfu- starfseminni eru um 4 milljónir og hún hefur því alls um 20 milljónir til afnota, eða sem svarar andvirði tveggja loðnunóta. Það er ekki að furða þótt mælingastarfið sækist seint og það er ómögulegt að neita því, að þessi stofnun er mjög vanhaldin að mann- afla, fjármagni og skipakosti, ef miðað er við hversu starf hennar er nauðsynlegt og að- kallandi. Ef það á að stunda þorskfisksveið- amar að verulegu leyti með nýtízku botn- vörpuskipum, þá er það umhendis fyrir fiski- menn okkar að notast við kort frá aldamót- um. Nú er mælitæknin orðin miklu betri en áður var, þegar flest þau kort, sem við enn búum við voru gerð. íslenzku sjómælingarnar hafa lokið við gerð nýrra korta af Reykja- neshryggnum, Faxaflóasvæðinu og djúpmið- um Vestfirðinga. Það er reginmunur á ná- kvæmni og dýptartölum þessara korta og hinna eldri. Nú eru sjómælingarnar að vinna að gerð korts yfir Kolbeinseyjarsvæðið. Þetta eru þó ekki eiginleg fiskikort, þó að þau nýtist sem slík, vegna þess hve nákvæm þau eru og dýpistölur þéttar. Fiskikort eru þau kort, sem beinlínis miðast við fiskveiðarnar, og eru með ýmsum upplýsingum fyrir fiski- mennina í starfi, svo sem um botnlag og ýms- ar festur, bæði náttúrlegar og af mannavöld- um. Æ fleiri skip nota nú orðið Lóran C stað- setningarkerfið og það er ekki vafa undir- orpið að það verður ríkjandi staðarákvörðun- arkerfi hér við land. Það eru til Lóran C kort í King Fisheries, kortagerðinni brezku og við þau notast líkast til flestir íslenzku fiski- mannanna. Þessi kort byggjast á gömlum mælingum, og eru ekki eins nákvæm og fiski- kort gætu verið nú og þyrftu að vera. Þau leysa því ekki til fulls vandamálið og við get- um ekki skotið okkur framhjá því, að það verður að efla starfsemi íslenzku sjómæling- anna svo, að þær geti hraðað útgáfu ÍLóran C fiskikorta fyrir alla okkar fiskislóð. Fiskimennirnir gætu létt sjómælingunum þetta starf. Ég sá einhversstaðar á prenti, að danskir fiskimenn gerðu nú mikið að því að færa sjálfir inná sín Lóran C kort, og þá sennilega ekki síður Dekkakort, ýmsar upp- lýsingar um festur og fyrirstöður, sem þeir yrðu varir við á veiðunum. Ef íslenzkir fiski- menn tækju upp þennan sið líka, þá myndu safnast miklar upplýsingar, sem kæmu að haldi við gerð fiskikorta. Nú er það rétt og satt, að þegar togskip lendir í festu hefur skipstjórinn meira en nóg fyrir stafni, og annað en að hripa niður athuganir. Hann þyrfti þó ekki annað en hripa niður aflesning- una af Lóranmóttkaranum og dýpistölu. Aðr- ar upplýsingar gæti hann fært inn síðar svo sem togstefnu og, hvað mikið hafi verið úti af vírum, sem þó er ekki nauðsynlegt, þar sem geta má sér til um það, ef dýpið er þekkt. Nákvæmni Lóran C kerfisins er sögð geta verið 15—60 metrar á 500 sjóm. vegalengd og það ætti því ekki að vera ýkjamikil hætta á því, að skip, tvö eða fleiri, færðu sömu festuna með mismunandi staðarákvörðunum, þannig að hún gæti orðið að tveimur eða fleiri festum í kortinu. Þetta atriði ætti að liggja nokkuð ljóst fyrir í reynd, þegar upp- lýsingar söfnuðust saman, og í versta tilviki væri þá ekki annað en sjómælingamennirnii- færu sjálfir á hina tilteknu staði. Það myndi samt auðvelda þeim starf sitt að geta leitað á tiltölulega litlu svæði að slæmri festu og mælt hana upp. Það hefur verið alltof lítil pressa frá ís- lenzkum fiskimönnum í því efni, sem að ofan greinir og af því hefur leitt að sjómæling- unum er ekki séð fyrir nægjanlegu fjármagni- Krafa okkar um 200 sjóm. efnahagslögsögu virðist ekki nægja, þó að henni fylgi náttúr- lega nauðsyn á þekkingu á landgrunninu. Sjó- mannasamtökin verða sennilega að skerast í leikinn, enda málið skyldast. Asgeir Jakobsson. 90 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.