Ægir

Árgangur

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 18

Ægir - 15.03.1975, Blaðsíða 18
FISKISPJALL S j ávarútvegurinn og fjölmiðlarnir Það hefur nokkuð verið fjallað um það meðal sjávarútvegsmanna, og einnig gerðar einhverjar samþykktir trúi ég þar að lútandi, að sjávarútveginum væri ekki gerð nægjan- leg skil í fjölmiðlum þjóðarinnar í fréttum og almennum frásögnum. Okkur, sem lifðum í frumstæðu þjóðfélagi fyrir mannsaldri síð- an, gengur misjafnlega að skilja þá breyt- ingu sem orðin er á þjóðháttum okkar. Það var ekki um annað hugsað en hvernig áraði til lands og sjávar, um tíðarfarið til til heyskapar eða sjósóknar og aflabrögð og grassprettu. Þetta var okkur eitt og allt. Þeg- ar menn spurðu tíðinda eða sögðu tíðindi snerust þau um þetta efni fyrst og fremst. Þó að atvinnuvegirnir séu öllum þjóðum mikilvægastir, þá eru þeir ekki lengur frétt- næmir nema efnahagslega og þjóðhagslega, enda eru þeir flestir orðnir svo sérhæfðir tæknilega að frásagnir af þeim hverjum um sig eiga takmarkað erindi til almennings. Af þessu leiðir, að fjölmiðlar, sem eiga að miðla almenningi fréttaefni, leggja orðið megin- áherzlu á það efni, sem kallazt getur sam- neyzluefni, það er t. d. stjórnmálin, félags- málin, efnahagsmálin, samgöngumál, menntamál, rafmagnsmál og húsnæðismál og heilbrigðismál og eins og áður segir atvinnu- málin eftir því, sem þau taka til allrar þjóð- arinnar, það er heildarafkoma atvinnuveg- anna. Við verðum einnig að gera okkur þá stað- reynd ljósa, að þó sjávarútvegurinn sé þjóð- inni mikilsverðasti atvinnuvegurinn vegna gjaldeyrisöflunarinnar og atvinnunnar sem honum fýlgir í landi, þá er hann sjálfur fá- mennasti atvinnuvegurinn og hann er orðinn mjög sérhæfður og almenningi framandi tæknilega, öfugt við það sem áður var, að all- ir landsmenn vissu einhver deili á sjósókn og sjóvinnubrögðum. Það er því erfitt fyrir fjöl- 88 — Æ GI R miðla að koma faglegu fréttaefni úr sjósókn- inni sjálfri til skila, þannig að almennur hlustandi leggi við eyrun. Þessi þjóð, svo sem flestar aðrar þróaðar þjóðir, skiptist orðið upp í fagstéttir, þar sem hver hefur nóg með sitt og því takmarkaðan áhuga fyrir bolloki annarra fagstétta. Ef miðað er við fréttaefni úr atvinnuveg- unum, þá efast ég um að hlutur sjávarútvegs- ins sé rýr og hann er áreiðanlega meiri í okk- ar fjölmiðlum en nokkursstaðar annars stað- ar gerist á jarðkringlunni, sem við er að bú- ast svo mikilsverð sem afkoma hans er þess- ari þjóð. Ég veit ekki til að nein úttekt hafi verið gerð, en rétt væri að aðilar í sjávarútvegi létu gera úttekt á þessu máli. Sjávarútvegurinn þarf á kynningu að halda sökum þess, hvað menn leita lítið orðið í atvinnuveginn. Mér finnst sjálfum — og ég vil ítreka að mér finnst það — en veit það ekki að fréttir úr sjávarútvegi séu helzt til einhliða og frétta- menn taki of mikið á stundum það sem að þeim er rétt. Fréttirnar eru aðallega afla- fréttir, sem vigtarmenn láta fréttamönnum í té, fréttir af nýjum skipum, sem eigendur eða skipasmíðastöðvarnar senda fréttastofum, ýmsar hagtölur og samtíningur frá stofnun- um sjávarútvegsins, sem sendar eru fjölmiðl- um, og allt er þetta gott og blessað þó að stundum sé lesturinn tilbreytingalítill. En svo kemur það fyrir að áróðursmenn og hávaða- menn ýmsir, ryðjast inná fréttastofnanir með áhugamál sín. Og þá er nú máski komið að veikasta punktinum í fréttamiðluninni. Þegar einhver slíkur röggsamur spekingur kemur með fangið fullt af patentlausnum, þá taka fréttamenn honum fagnandi vegna ókunnug- leika síns á málinu og eins vegna þess, að slíkur maður hefur fréttir að færa, sem lík- legt sé að hlustað verði á, og fyrir slíku eru fréttamenn eðlilega dálítið veikir. Þeir eru jú fréttamenn og hver hefur ekki löngun til að flytja landsmönnum frétt, sem eitthvert bragð er að. Ég hef einhversstaðar lagt til að fjölmiðl- arnir, a. m. k. ríkisfjölmiðlarnir, reyndu í fá- tækt sinni, að hafa í starfsliði sínu sérfróða fréttamenn í sjávarútvegi, svo að þeir brenndu sig ekki á því að flytja þjóðinni fréttir sem ættu sér misjafnt hald í veruleikanum. Slíkur fréttaflutningur veldur oft miklum úlfaþyt og er atvinnuveginum stundum skaðlegur. Mik-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.