Ægir - 15.05.1976, Side 18
F R É T T I R . . .
LÓFÓTVEIÐARNAR.
Það er margt líkt með Lófótveiðum Norð-
manna og vertíðarsókninni hjá okkur sunnan-
og suðvestanlands. Sóknin er í hrygningarfisk
og veitt er með hinum hefðbundnu veiðarfær-
um, handfæri, línu og neti. Togveiðar eru al-
veg bannaðar og eins nótaveiðar og dragnót-
in illa séð og mjög umdeild þar sem hér. Hún
hefur þó ekki verið svo afkastamikil, að það
hafi enn leitt til algers banns á það veiðar-
færi, líkt og gerðist með nótina 1959. I vetur
var eitt nótaskip að veiðum við Lófót og var
það rannsóknarskip á vegum Hafrannsókna-
stofnunarinnar og fiskinum er sleppt eftir að
hafa verið merktur.
Skipting veiðisvæðisins.
Veiðisvæðinu er skipt í 11 eftirlitssvæði og
eru þau á svæðinu Kanstadsfjörður—Röst.
Hverju eftirlitssvæði er skipt í teiga milli línu
og neta. Dragnótabátarnir fá að nota hluta af
svæðum þessum, þegar hin veiðarfærin eru
ekki í sjó, eða á tímabilinu frá kl. 10 að morgni
og þar til síðara hluta dagsins. Ákvæðunum
um róðrartíma er mjög fast fylgt eftir, en
hann er kl. 6 á morgnana. Fyrir þann tíma má
enginn róa eða fara yfir ,,startlínuna“. Það
má heldur ekki róa um helgar og atvinnu-
veiðimenn hafa fengið því framgengt að frí-
stundaveiðimenn fá ekki heldur að róa um
helgar.
Hefðbundnu veiðarfærin endurbætt
Hin hefðbundnu veiðarfæri hafa verið gerð
lítið eitt virkari og afkastameiri en þau voru
um aldaraðir. Þeir hafa levft sér að taka upp
gerviefnanotkun í net sín, og Helge Hansen,
sem þarna er „utvalgsformann", sem senni-
lega merkir einhvers konar yfireftirlitsmann,
var sjálfur fiskimaður og einn af þeim fyrstu,
sem hóf að nota gerviefni í net sín, segir að
netin úr gerviefnunum hafi reynzt sér svo
miklu veiðnari en úr bómullinni eða hampin-
um, að hann hafi fengið sem svaraði 12 þorsk-
um í net á móti tveimur áður. Ekki nota þeir
handfæravindur almennt við Lófót, heldur
skaka upp á gamla mátann, en hafa þó fleiri
öngla en áður gerðist á færinu. Úti af Væröy
og Röst eru menn aftur á móti með hand-
færavindur og hafa þær gefið góða raun, en
samt eru Lófótfiskimennirnir tregir til að
taka þær almennt í notkun, að því er virðist-
Dragnótin umdeild.
Dragnótin er lang-afkastamesta veiðarfæ1’'
ið í notkun við Lófót. Henni er þó mikið
bölvað af línu- og netamönnunum, sem segla
hana alltof afkastamikið veiðarfæri og haf1
dragnótamenn komizt upp á lag meö að nota
hana sem eins konar flotvörpu. Helge Han'
sen, sem á viðtal það við Fiskaren, sem hel
er endursagt, vill ekkert um það mál segJa
nema það eitt, að dragnótamenn séu orðm1
mjög „flinkir" við að veiða með dragnót.
Dragnótin var leyfð við Lófót í þann mund'
sem nótin var bönnuð eða laust fyrir
og voru það fiskimenn frá Finnmörk, sen?
fengu þá leyfi til að prófa þessar veiðar a
veiðiteig í Henningsværstraumnum. Dragn°
in hefur verið viðurkennt veiðarfæri í L°í0
síðan 1966.
Lítill hrygningafiskur. .
Hrygingastofn norska íshafsþorsksins ne ^
ur undanfarin ár verið lítill vegna lélegra aI^
ganga og mikilla veiða ungfisks í Barents
hafi. Afleiðingin af þessu hvorutveggja er ®
lítill fiskur á hrygningasvæðunum við Lot° _
Þrátt fyrir afkastameiri veiðarfæri en ae
gerðist, þá helzt heildaraflinn við algert la^
mark ár eftir ár og svo virðist að muni e^
verða þetta árið sem tvö undanfarin ar>
heildaraflinn verði ekki nema um 30 P
tonn. Þarna er því um sömu þróun að ræ
og annarsstaðar, þótt hægar fari, að veI
tæknin eykst en samt eykst ekki aflinn leng
Olían hættulegust.
Helge Hansen telur að það séu ekki verð^u.
ar, sem reynast muni þorskstofnunum hæ .
legastar við Lófót heldur olían. Hann se8 ’
að mikil hætta geti stafað af olíuvinnslu
norðan 62. gráðu, því að ef olía missist ^
þá geti hún drepið heilan klakárgang, r-
ef þorskseiðin í Vesturfirði koma upp a 1
borðið í olíubrák. „Þetta getur riðið þ°r
J
168 — Æ GIR