Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 7

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 7
EFNISYFIRLIT: Bstt hafnarskilyrði á Hornafirði • . Þorsteinn Gíslason: einisókn í norskar og danskar fiskmjöls- verksmiðjur ^i'ívarútvegurinn 1976: Pétur Pétursson: °rskalýsisframleiðslan v 1976 uhehn Þorsteinsson: Utgerð stærri togaranna 1976 • Ný fiskiskip: Hafsúlan SH 7 • Vki ^^jamarkaðnum: °kvakrani frá Marco k'iskaflinn í október og Jan.-okt. 1976 og 1975 skaflinn í nóvember og Jan.-nóv. 1976 og 1975 41 42 49 50 52 53 54 Tí>}J°J>.V'uvei^ornar 1977: ^abilið frá 2.-29. jan. 58 F - ® ^flatryggingasjóði sjávarútvegsins: -leðalveiðimagn á haustvertíð 1976 63 ÚTGEFANDI: FISKIFÉLAG íslands h°fn. ingólfsstræti SÍMI 10500 RITSTJÓRN: m^R ELÍSSON (ábm.) JÓNAS BLÖNDAL AUGLÝSINGAR : guðmundur ingimarsson UMBROT: GÍSLI ólafsson PRENTUN: ÍSAFOLD n ASKRIFTARVERÐ 2000 KR. PR. ÁRG u(| r , KEMUR ÚT •JALFSMÁNAÐARLEGA RIT FISKIFÉLAGS ÍSLANDS 70. ÁRG. 3 TBL. 15. FEBRÚAR 1977 Bætt hafnarskilyrði í Hornafirði Fiskiflotinn safnast mikið saman til veiða fyrir suðaust- urhorni landsins allt árið um kring. Úti fyrir þessum lands- hluta sækir hann til sild- veiða, humarveiða, loðnu- veiða og þorskveiða. Af þessu leiðir, að flotinn þarf að eiga kost góðrar hafnar á þessum slóðum. Það er þó eitthvað annað en að svo sé. í hafátt- um (suðlægum áttum) er hafnleysa frá Djúpavogi til Vestmannaeyja. Hornafjörð tekur enginn í hafróti. Jafnvel heimamenn þaulkunnugir, taka heldur þann kost að and- æfa upp á von og óvon úti fyrir heldur en leita heima- hafnar. Ókunnugir leiða ekki hugann að því að fara inn á Hornafjörð í slæmu veðri, heldur annað hvort halda sjó eða baksa alla leið til Vest- mannaeyja. Það er ekkert gamanspaug að halda sjó á misjafnlega fyrirkölluðum bátum úti fyr- ir suðausturhorninu, þar sem eru straumamót og sjólag oft slæmt. Þrátt fyrir þessi slæmu hafnarskilyrði er Hornafjörð- ur orðin ein af stærstu fiski- höfnum landsins. Þaðan sækja flestir reknetabátanna í síld- ina á haustin, humarbátarnir í humarinn á sumrum, loðnu- bátarnir landa í bræðsluna þar meðan kostur er, á vetrarver- tíðum ganga þaðan margir bátar til neta- og línuveiða og þaðan er nú gerður út togari. Þetta er því orðið mikið at- hafnapláss, Höfn í Hornafirði. Og þetta er vaxandi pláss. Það mælir því allt með því að hafnarskilyrði séu þar sem bezt. Fiskiþing hefur gert margar samþykktir um bætt hafnar- skilyrði í Hornafirði og einn’g síðasta Fiskiþing (35.). Síð- asta samþykkt hljóðaði upp á það, að nú þegar færi fram rannsókn hjá Straumfræði- stofnuninni um svæðið utan við Hornafjarðarós, með tilliti til möguleika á byggingu varnargarða utan við Hvann- ey. Þeim varnargarði væri þá ætlað að skýla höfninni fyrir verstu áttinni, suðvestan átt- inni. Það er ekki einasta hag- kvæmt til að stytta leiðir fyr- ir fiskiflotann, að hafa góða höfn í Hornafirði, heldur er það stórhættulegt og hefur valdið mörgum slysum, að fiskiflotinn skuli ekki eiga kost á höfn til að flýja í und- an veðri á mörg hundruð sjómílna strandlengju. Vonandi verður hafizt handa um að fylgja eftir samþykkt- um Fiskiþinga í þessu efni.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.