Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 14

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 14
ar líkur á Færevjamiðum. Meðan þeir hafa leyfi til að veiða í okkar lögsögu ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fá að sækja í þeirra. í júní og fram eftir árinu eigum við mikla möguleika á okkar eigin miðum. Þeir togarar okkar, sem hafa flotvörpubún- að þyrftu aðeins að bæta við sig fiskidælu og sjóskilju. Til að veiða með flotvörpu, þeirri sem reyndist best við kolmunnaveiðarnar, þarf skip með a.m.k. 1200 hestafla vél. Nokkur stærstu nótaskip okkar hafa til þess afl og útbúnað. Miklar líkur eru á, að allmörg 150—300 tonna nóta- og togskip okkar gætu verið saman tvö með flotvörpu. Oft þéttir kolmunninn sig í torfur í ágúst- sept. út af Austfjörðum. Þá er hægt að veiða hann í hringnætur. Kolmunninn veiðist yfirleitt í flotvörpu á miklu dýpi. Sl. vor sást ekkert af öðru ung- viði í aflanum og sama er að segja um það, sem veiðst hefur í nætur. Lokaorð í greinarkorni sem þessu verður könnun minni hvergi nærri gerð næg skil. Hafi ein- hverjir áhuga, er ég reiðubúinn að veita frek- ari upplýsingar. Eitt vil ég undirstrika. Ég var þarna aðeins leikmaður á ferð, og reyndi að nota augu og eyru. Sérfræðiþekkingu skorti mig. Trú mín er sú, að enn einu sinni eigi fisk- mjölsiðnaðurinn eftir að hlaupa verulega und- ir bagga með þjóðarskútunni, og verða næsta björgin í sjávarútveginum, sem ennþá er for- senda búsetunnar. Það má ekki henda oftar að þær verk- smiðjur, sem hafa malað þjóðinni mest gull með útflutningi sínum á undanförnum áratug- um, drabbist niður og verði að heldur illa séð- um bónbjargarfyrirtækjum, eins og skeði á niðurlægingatímabili aflaleysisáranna. Verk- smiðjukostur okkar verður að komast í sam- keppnisfært ástand við nágrannaþjóðir okkar. Þar á eftir eygjum við marga möguleika eins og í jarðgufu og einangrun með perlu- steini, svo eitthvað sé nefnt. En mestir eru möguleikarnir í manninum sjálfum. Það hafa sjómenn okkar sannað og einnig okkar ágætu sérfræðingar. Þar á ég við starfsemi Hafrannsóknastofnunar og Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins, sem á seinustu árum hefur svo mjög sannað ágæti sitt með þörfum ábendinum til handa mjöliðnaðinum, sem því miður of lítið hefur verið hlýtt á. Ég óska svo sjómönnum okkar góðrar veiði á komandi ári og vona að augu og eyru manna fari að opnast fyrir brýnni þörf. 15. nóvember 1976. Þorsteinn Gíslason. TILKYNNING frá Aflatryggingasjóði Fœðispeningar Áhafnadeildar Aflatryggingasjóðs á tímabilinu frá 1. jan. til 15. maí 1977 eru sem hér segir: Á skipum 1 31 rúml. og stœrri kr. 836.00 Á skipum 1 2—1 30 rúml. kr. 627.00 Á skipum undir 1 2 rúml. kr. 392.00 48 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.