Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 24

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 24
Loðnuveiðarnar 1977 Tímabilið frá 2. jan.—29. jan. Vikan frá 2. jan. til 8. jan. Rannsóknaskipin m/s Bjarni Sæmundsson, leiðangursstjóri Hjálmar Vilhjálmsson, og m/s Árni Friðriksson, leiðangursstjóri Eyjólf- ur Friðgeirsson, héldu til loðnuleitar frá Reykjavík 2. jan. M/s Árni Friðriksson hélt á miðin við Kolbeinsey og leitaði þar loðnu- göngunnar, sem loðnuskipin voru að veiða úr fyrir jól og síðan leitaði skipið austur og suður með landinu. M/s Bjarni Sæmundsson hélt hins vegar á miðin úti af norðanverðum Vestfjörðum og mun leita þar og reyna að fá úr því skorið hvort loðnan gengur þaðan og suður með Vest- fjörðum til hrygningar við Snæfellsnes og Faxaflóa, áður en loðnuveiðar hefjast almennt á þeim slóðum úr þeim göngum er komnar eru austan að. Nokkur loðnuskip héldu samtímis rannsókn- arskipunum á miðin og vitað var um að mjög mörg veiðiskip voru tilbúin til að láta úr höfn strax og fréttist af loðnu. Aðfaranótt hins 4. jan. fann aflaskipið Gísli Árni RE 375 fyrstu loðnutorfu vertíðar- innar 40 sml. NA af Kolbeinsey. Ekki tókst að veiða loðnuna vegna þess að hún stóð mjög djúpt og eins vegna þess að mjög bjart var af tunglsljósi. Nokkur skip er komin voru á miðin og voru þarna að leit ásamt rannsókn- arskipinu Árna Friðrikssyni komu þegar á vettvang. Að kveldi hins 4. jan. fékk Sæbjörg VE 56 fyrstu loðnu vertíðarinnar eða um 100 tonna kast um 40 sml. NNA af Kolbeinsey. Aðfara- nótt hins 5. jan. íengu svo Eldborg GK 13, Hilmir SU 171, Gísli Árni RE 375 og Sæbjörg VE 56 flest íullfermi, er þau lönduðu hinn 5. jan. á Siglufirði og Raufarhöfn. En fyrstu loðnuna í fyrra fékk Eldborg GK 13 þ. 16. jan. í flotvörpu, um 30 tonn, 50 sjó- mílur norður af Langanesi. Fyrstu loðnunni 58 — ÆGIR var þá landað á Raufarhöfn þann 17. janúar. Verolagsráð sjávarútvegsins ákvað hinn 5. jan. verð á loðnu til bræðslu og gildir það til 30. apríl n.k. Verðið var ákveðið 6.00 kr. pr. kíló rniðað við 8% fituinnihald og 16% fitu- frítt þurrefni. Verðið breytist um 52 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald breytist frá viðmiðun og hlut- fallslega fj'rir hvert 0.1%. Verðið breytist um 60 aura til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1% sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Auk þess greiðir kaupandi 18 aura per kíló í loðnu- flutningasjóð. Fituinnihald og fitufrítt þurrefnismagn hvers loðnufarms skal ákveðið af Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins eftir sýnum sem tek- in skulu sameiginlega af fulltrúa veiðiskips og fulltrúa verksmiðju, eftir nánari fyrirmsel- um Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins. Loðnuverðið var ákveðið af oddamanni og fulltrúum kaupenda í verðlagsráði gegn at- kvæðum seljanda. í vikulokin þ. 18. jan. höfðu 19 skip fengið afla samtals 9.620 lestir og veiðisvæðið var um 40 sml. NA af Kolbeinsey, en á sama tíma í fyrra hafði engin loðna veiðst. Engar fregnii' bárust frá rannsóknarskipinu Bjarna Sse- mundssyni af loðnuleit úti af Vestfjörðum- Loðnunefnd tók til starfa strax upp úr ára- mótum. í nefndinni eru nú Gylfi Þórðarson forrnaður, Andrés Finnbogason og Björgvin Torfason. Vikan frá 9. jan. til 15. jan. I byrjun vikunnar var vitað um 30 skip ei’ komin voru á miðin. Loðnugangan gekk hægt austur á við og veiðisvæðið 40—80 sml- NA af Kolbeinsey, og samkvæmt frétt frá rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni virtist J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.