Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 18

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 18
NÝ FISKISKIP Hafsúlan SH 7 28. janúar s.l. afhenti Skipa- smíðastöðin Dröfn h.f. í Hafn- arfirði nýtt 37 rúmlesta eik- arfiskiskip, sem er nýsmíði nr. 36 hjá stöðinni, og hlaut skip- ið nafnið Hafsúlan SH 7. Eig- andi skipsins er Halldór S. Sveinsson, Reykjavík og er hann jafnframt skipstjóri. Fremst í skipinu, undir þil- fari, er lúkar en þar fyrir aft- an fiskiiest og vélarúm aftast. Fremst í fiskilest er fersk- vatnsgeymir og keðjukassi, en brennsluolíugeymar eru í véla- rúmi. Vélarreisn og þilfarshús, aftarlega á skipinu, eru úr áli. Aðalvél skipsins er Cater- pillar, gerð D 343 TA, sex strokka f jórgengisvél með forþjöppu og eftirkælingu, sem skilar 365 hö við 1800 sn/mín. Við vélina er niður- færslugír frá Twin Disc, gerð MG 514, niðurfærsla 4,5:1, og skrúfubúnaður frá Newage Engineers (Propulsion). Skrúfa er 4ra blaða með fastri stigningu (1016 mm), þver- mál 1270 mm. Framan á aðalvél er aflút- tak frá Marco, gerð DC 01-2-P H1-C2 (1:1) og við það tengd vökvaþrýstidæla frá Denison, sem er fyrir vindur skipsins. Dælan er af gerðinni TDCB 202206, þreföld, og skilar um 130 1/mín við 1000 sn/mín og 140 kp/cm2 þrýsting. Við að- alvél tengist einnig rafall frá Alternator h.f., gerð A0, 7.0 KW, 24 V. Hjálparvél er Bukh, gerð 2 G 105, 25 hö við 1500 sn/mín, og við hana teng- ist rafall frá Alternator h.f., gerð A0, 7.0 KW, 24 V. Á hjálparvél er einnig vökva- þrýstidæla fyrir færavindur. Stýrisvél er frá Scan Steering, gerð MT 1000, rafstýrð og vökvaknúin, snúningsvægi 1000 kpm. Fyrir vélarúm og loftnotk- un véla er einn rafdrifinn blásari. Rafkerfi skipsins er 24 V jafnstraumur fyrir flesta rafnotendur, þó ekki kælibúnað fyrir matvæli, sem er á 220 V riðstraum um straumbreyti. Upphitun er með olíukyntri miðstöð (elda- vél) í lúkar, en í þilfarshúsi eru rafmagnsofnar. Fyrir hreinlætisaðstöðu (salerni o. fl.) er vatnsþrýstikerfi frá Bryne Mek. Verksted af gerð- inni 1134. Fyrir fiskilest er kæliþjappa af gerðinni Bitzer III W, afköst 2580 kcal/klst við -10°C/—/ + 25°C, kæli- miðill er Freon 12. í lúkar eru sex hvílur og eldunaraðstaða, olíukynt Sólo eldavél, kæliskápur og frysti- skápur. Þilfarshús skiptist i stýrishús fremst en aftantil er skipstjóraklefi með einni hvílu og salernisklefi. Síður fiskilestar eru klædd- ar með vatnsþéttum krossviði, en lestin óeinangruð nema þil, sem eru einangruð vélarúms- og lúkarsmegin. Lestarstoðir eru úr stáli en stíu- og hillu- borð úr áli. Lestargólf er úr áli. Lestin er kæld með kæli- leiðslum í lofti lestar. Vindur eru vökvaknúnar (háþrýstikerfi) frá Vélaverk- stæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f. og er um að ræða tog- vindu, línuvindu, akkeris- og bómulyftivindu, losunarvindu og bómuvindu. Togvinda er af „7 t gerð“ með tveimur tog- tromlum (212 mm0x82O mm0x 500 mm) og kopp, knúin af Hágglunds hæggengum vökva- þrýstimótor, gerð 2165, með tveggja hraða ventli. Við lægra hraðastig er togátak vindu á miðja tromlu um 3.1 t og tilsvarandi vírahraði 50 m/ mín miðað við 140 kp/cm2 þrýsting og 125 1/mín oliu- streymi. Miðað við eðlilega tromlufyllingu taka togtroml- ur um 560 faðma af 1%" vír. Línuvinda er af gerðinni HN 200, 2.0 t; akkeris- og bómu- lyftivinda af gerðinni HL 200 K, 2.0 t, búin frákúplanlegri tromlu, keðjuskífu og kopp; losunarvinda er af gerðinni HL 200, 2.0 t og bómuvinda af gerðinni HB 50, 0.5 t. Færa- vindur eru vökvadrifnar af gerðinni Elektra Hydro, og eru 9 talsins. Helztu tæki í stýrishúsi eru: Ratsjá: Kelvin Hughes 18/12, 64 sml. Seguláttaviti: Lilley &Gillie. Sjálfstýring: Cetrek Pilot 701. Vegmælir: Emi. Miðunarstöð: Taiyo TD-A 130. Mesta lengd..................... 18.52 m Lengd milli lóðlína ............ 16.75 m Breidd (mótuð) .................. 4.64 m Dýpt (mótuð)..................... 2.20 m Brennsluolíugeymar ............... 4.0 m:! Ferskvatnsgeymir ................. 0.6 m:! Rúmlestatala ....................... 37 brl Skipaskrárnúmer ............... 1470 52 — Æ GIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.