Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 26

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 26
Vikan frá 23. jan. til 29. jan. Góð veiði var mánudaginn 24. jan., en þá fengu um 50 skip góðan afla um 70 sml. NA af Glettinganesi, samtals um 17.070 lestir. Mjög slæmt veður var dagana 25. og 26. jan. og öll skip í höfn. Þá urðu stórfelldar raf- magnstruflanir á Austfjörðum og stöðvaðist öll bræðsla á svæðinu frá Neskaupstað til Djúpavogs í allt að tvo sólarhringa. 1 vikunni var hafin móttaka á loðnu hjá Hafsíld h/f á Seyðisfirði og búist var við að bræðsla hæfist þar eftir nokkra daga, því þá yrði uppsetningu á nýjum gufukatli lokið. En eins og áður hefur verið sagt frá sprakk gufuketill verksmiðjunnar í desembermánuði sl. Seinnipart vikunnar brældi aftur, og laug- ardaginn 29. jan. voru öll skip í landvari og enginn afli tilkynntur þann dag. Verðlagsráð tilkynnti verð á loðnu til fryst- ingar 26.00 kr. pr. kg. og ennfremur 12.00 kr. á loðnu til beitu. í vikulokin voru allar þrær fullar á Austfjörðum og nokkur löndunarbið. í vikulokin var fyrsta loðnugangan um 60— 70 sml. austur af Norðfjarðarhorni og gekk hægt suður með landinu. Á miðnætti laugardaginn 29. jan. var vitað um 61 skip er fengið höfðu einhvern afla. Vikuaflinn varð samtals 30.966 lestir og heild- araflinn frá vertíðarbyrjun samtals um 105.810 lestir. Á sama tíma í fyrra var vitað um 61 skip er fengið hafði afla og þá var heildaraflinn samtals 54.809 lestir. Aflahæstu skipin frá vertíðarbyrjun voru í vikulokin: 1. Grindvíkingur GK 606, með 4.806 lestir. Skipstjóri Björgvin Gunnarsson. 2. Guðmundur RE 29 með 4.686 lestir. Skip- stjóri Hrólfur Gunnarsson. 3. Sigurður RE 4 með 4.593 lestir. Skip- stjórar: Haraldur Ágústsson og Kristbjörn Árnason. 4. Börkur NK 122 með 4.539 lestir. Skip- stjórar: Sigurjón Valdimarsson, Magni Krist- jánsson. 5. Eldborg GK 13 með 4.390 lestir. Skip- stjóri: Gunnar Hermannsson. 6. Pétur Jónsson RE 69 með 4.305 lestir. Skipstjóri: Pétur Stefánsson. 7. Gísli Árni RE 375 með 4.243 lestir. Skip- stjórar: Sigurður Sigurðsson, Eggert Gíslason. 8. Hilmir SU 171 með 4.016 lestir. Skip- stjóri: Þorsteinn Erlingsson. Frá byrjun vertíðar til miðnættis laugar- daginn 29. jan. hafði loðnu verið landað á 14 stöðum og mest landað á eftirtöldum höfnum: Samtals lestir 1. Seyðisfirði 18.875 2. Siglufirði 17.420 3. Neskaupstað 13.750 4. Raufarhöfn 13.716 5. Vopnafirði 13.271 6. Eskifirði 9.035 Það skal tekið fram að allar tölur er hér birtast eru bráðabirgðatölur. — G.I. 60 Æ G IR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.