Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 8

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 8
Þorsteinn Gíslason: Heimsókn í norskar og danskar fiskmjölsverksmiðjur Á stjórnarfundi Fiskifélags íslands á s.l. vori, kom til umræðu rekstrargrundvöllur út- gerðar á bræðslufisk, orsakir þess mismunar er ríkti á verði hráefnisins hér á landi og á Norðurlöndum og afleiðingar hans fyrir hinar ýmsu gerðir skipa, er stunda fiskveiðar til bræðslu. Var ákveðið að fá mann til að kanna í Dan- mörku og Noregi hvaða orsakir væru lielztar fyrir bessum mismun, ef sannur reyndist og ef verða mætti til að leiðrétta og minnka þá óánægju, sem ríkt hefur með verðlagninguna. Þorsteinn Gíslason var um þetta leyti á för- um. til Norðurlandanna. Var hann beðinn að talca þessa athugun að sér með tilliti til þess m..a. a.ð hann tilheyrir í raun báðum aðilum, þ.e. sem fiskimaður og stjórnarmeðlimur hjá Síldarverksmiðjum ríkisins. Við heimkomu sína í byrjun september skil- aði Þorsteinn skýrslu um. för sína og flutti stjórn Fiskifélagsins ýtarlega frásögn um at- huganir sínar. Var hann beðinn að draga helstu þættina saman í greinarform og birt- ast þeir liér á eftir. Ritstj. I-Ieimsóttar voru sjö fiskmjölsverksmiðj- ur í Danmörku og Noregi. Hafður var við- ræðufundur með stjórnum og stjórnendum verksmiðjanna og dvalið daglang í hverri verk- smiðju. Viðtökur voru ágætar og fengust skýr og greinagóð svör. Það, sem fer hér á eftir er ekki eftir opin- berum skýrslum, heldur það, sem skrifað var niður eftir stjórnendum verksmiðjanna og það, sem gestsaugað sá. Þegar verðlag á hrá- efni, rafmagni, olíu og kaupi er nefnt, þá er viðmiðunin eins og það var í júní-júlí og er d. kr. reiknuð á ísl. kr. 30,00 og n. kr. á ísl. kr. 33,00. Kannað var sérstaklega: 1. Uppbygging og aldur verksmiðjanna. 2. Stjórnun og daglegur rekstur. 3. Fisktegundir, afköst og árlegur starfstími- 4. Endurnýjun og viðhald. 5. Verð og verðlagning hráefnis. 6. Löndun og löndunaraðferðir. 7. Mönnun: a) við stjórnun, b) í verksmiðju- 8. Sjálfvirkni. 9. Kaupgjald. 10. Verðlag á orku: a) olíu, b) rafmagni. 11. Nýting: a) mjöl, b) lýsi. 12. Geymsla hráefnis. 13. Geymsla og afhending á mjöli. 14. Meðferð og varðveisla hráefnis. 15. Mat á hráefni. 16. Þurrkunaraðferðir mjöls. Laust, sekkjað og kögglað mjöl. Danmörk Fyrsta verksmiðjan, sem var heimsótt, var Andelsildoljefabrik í Esbjerg, og má nota hana fyrir samnefnara margra annarra 1 Danmörku. Verksmiðja þessi er 27 ára gömul- Eigendur eru um 200 útgerðarmenn og skip' stjórar. Stjórnarformaður er Aage Fris SörenseU skipstjóri, verksmiðjustjóri K. Korsager, verkfræðingur, og framkvæmdastjóri J. JeU' sen. Þessir þrír menn vinna á staðnum og fylgjast náið með hinum daglega rekstri- Sögðust þeir kanna hag verksmiðjanna ná- kvæmlega hvern mánuð og lægi uppgjör frammi þrem dögum eftir mánaðamót. Starfs- tími er allt árið og afköst þessarar verk- smiðju 3000 tonn á sólarhring. Tóku þeir á 42 — Æ G IR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.