Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 17

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 17
bessi fyrirgreiðsla hófst, og takmörkuð hjá estum hinna, en þessum lausaskuldum var um svipað levti breytt í föst skammtímalán, raunar í öllum sjávarútveginum. Greiðslubyrð- m af þessum lánum fer nú að segja mjög til Sln og virðist augljóst, að sérstakra ráðstaf- ana se þörf hennar vegna. Eins og fyrr greinir var aflamagnsmunur einstakra skipa mjög mikill á seinasta ári. En a þvi er þó sú bjarta hlið að 5 af 17 hinna stærri togara öfluðu meira en 4 þús. tonn og sa hæsti, Ögri, hafði þó farið 4 söluferðir til retlands og Þýzkalands og þar með hafa Veiðidagar hans skerzt um allt að 1/12. Síðan skuttogararnir komu til landsins hefir það e^ki fyrr gerzt, að afli neins þeirra næði 4 P^s. tonnum, nema einu sinni, er Ögri fékk rum 4700 tonn, en í þessu sambandi verður P° að ha.fa verkföllin í huga. Þetta er svo sem enginn mokafli, þegar litið er til hinnar miklu atkastagetu þessara stóru og vel búnu skipa. Meðalafli stærri skuttogaranna á úthalds- ag 1976 nam 10,4 tonnum, en hinna minni skuttogara 8,4 tonnum og er það nánast hið sama og 1975. Samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskifélags slands nam afli stóru togaranna 1976 um •500 tcnnum, ef miðað er við óslægðan fisk. , f þessu aflamagni voru 21.800 tonn karfi, I ar af var tæplega 1300 tonnum landað er- endis, en hitt fór til vinnslu í frystihúsum "er heima. Landað magn ísfisks erlendis jókst talsvert 'Laianu> enda hafði löndunarbann í Þýzkalandi , m leitt til þess, að enginn fiskur var seldur . r þuð ár fyrr en kom fram í nóvember, en a sama hátt var engum fiski landað í Bret- ^anrl1 frá 5. nóvember 1975 þar til 7. október 6 vegna löndunarstöðvunar hafnarverka- anna þar. Og ísfisklöndunum var hætt 1. ^esember þar eð ekki þótti á þær hættandi Sna brottfarar allra brezkra togara úr ís- enzku fiskveiðilandhelginni þann dag. iq7 ls. ^nru stóru togararnir 27 söluferðir 6 til Bretlands og Þýzkalands og seldu þar 4,263,9 tonn (1.912,4 tonn 1975) fyrir 446 millj. kr. Er hér um að ræða slægðan fisk með haus, nema karfa, sem ætíð er óslægður. í Bretlandi voru seldir 4 farmar, alls 571,5 tonn fyrir 87,5 millj. kr. í V-Þýzkalandi voru seldir 23 farmar, alls 3.692,4 tonn fyrir 358,5 millj. kr. Þá seldi einn togari fiskfarm í Færeyjum seint í febrúarmánuði, vegna verkfalla hér ú landi, alls 140,1 tonn fyrir 8,1 millj. kr. Allur samanburður á verði á erlendu mörk- uðunum er mjög torveldur vegna löndunar- banna, gengishreyfinga og einnig þess, að nokkrar söluferðir voru farnar í neyð vegna verkfalla, sem ella hefðu ekki verið farnar, þar sem markaður var fyrirsjáanlega mjög slak- ur, þó ber þess að geta, að verðlag í Þýzka- landi hækkaði talsvert seinustu tvo mánuði ársins og verðlag í Bretlandi stórhækkaði frá því sem áður hafði verið. Horfur á árinu 1977 eru afar tvísýnar. Ráð- stafanir ríkisstjórnarinnar vegna stóru tog- aranna, sem áður er getið, gilda til 15. maí. Það er alls óvíst, hvað þá tekur við, en eitt- hvað verður að koma í stað framlengingar stofnlána og áður var minnst á vandann, sem bundinn er við greiðslur á skammtímalánum þeim, sem lausaskuldum var breytt í. Loks ber að geta þess, að kjarasamningum sjó- manna, jafnt háseta sem yfirmanna, hefir nú verið sagt upp. Engar viðræður hafa enn far- ið fram, en það verður að vona að farsæl lausn fáist á hugsanlegum kjaradeilum svo og hin- um öðrum vandamálum, sem við blasa. Leiðrétting: Línudeilan vestra 1 fréttayfirlitinu í nóvember í haust um lausn á línudeilunni vestra átti frásögnin um skiptakjörin aðeins við um eina verstöð. Reyndin mun hafa orðið sú, að menn leystu deiluna með mismunandi hætti í verstöðvun- um. ÆGIR — 51

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.