Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 12

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 12
opinber afskipti og stjórnun er miklu meiri þar, bæði á veiði og vinnslu. Stjórnendur verksmiðja þverneituðu að þeir hefðu ríkisstyrk, heldur væri þar verðjöfnun- arsjóður, sem ríkið hjálpaði í slæmu árferði. T.d. hefðu þeir eytt sjóðnum í fyrra og í ár fengið 50 millj. n. kr. lán til að halda verðinu uppi. Þó viðurkenndu þeir að ríkisstyrkur kæmi í flutningasjóð. Vetrarverð á loðnu var s.l. vetur í Noregi um 9,00 ísl. kr. pr. kg. miðað við 6% fitu. Fyr- ir sumarloðnuna voru greiddar 12,60 ísl. kr. miðað við 12% fitu. Fyrir hvert viðbótarpró- sent í fitu voru greiddar um 0,50 ísl. kr. Af þessu þurfti svo að greiða löndunar- kostnað, sem var í ákvæðisvinnu, ísl. kr. 1150 pr. tonn, en kr. 11.000 pr. klst. fyrir 6 manna löndunarflokk þegar unnin var tíma- vinna. 1 Noregi er öllum bræðslufiski landað með gröbbum (kjöftum) og framkvæma það starfs- menn verksmiðjanna. Mjög ríkt er gengið eft- ir því að öllum sjó sé lensað úr lestum fyrir lönaun. Rík áhersla er lögð á að lestar veiði- skipa séu vel þrifnar. Gæða- og fitumat er framkvæmt af opinberum starfsmönnum. Sjálfvirkni er greinilega minni en í Dan- mörku. Þó virðist mannafjöldi vera svipaður, en vaktir eru þrískiptar. Mannakaup er svipað og í Danmörku. Rotvörn fer fram þegar vetrarloðnu er landað og eru þar strangar reglur. Notaðir eru 350 millil. af nitrit rotvarnarefni í hvern hl. Á sumrin er rotvarið um leið og aflinn fer í lest, og er mikið lagt upp úr því að ná sjó sem allra best úr fiskinum. Þá eru notaðir 300 millil. í hvern hl. Byrjað er á að dæla aflanum í stóra kassa á þilfari og sjór látinn síga úr. Erfiðleikar hafa myndast að sumarlagi þeg- ar mikil áta er í fiskinum og fita að myndast. Voru veiðarnar stöðvaðar fyrirvaralaust um tíma sl. sumar af þessum sökum. Það, sem vakti mesta athygli var hvernig Norðmenn birgja sig upp með hráefni að vetrarlagi og jafnvel tvöfalda með því vinnslu- timann, oft um tvo mánuði. Á eyjunni Kjötta, sem er skammt sunnan við Tromsö var verið að vinna loðnu úr tank 20. júní, en þeirri loðnu var landað 6. og 11. mars. Útlit fisksins var mjög gott. Þegar loðnunni var landað var hún 6% feit, hitastig úr lest 3—4°C. Fitusýra í lýsi reynd- ist um 6% úr þessu óvenju gamla hráefni. Þetta lýsi sögðust þeir blanda með sumar- framleiðslunni, sem hefði mikil gæði því þá væri loðnan unnin fljótlega eftir löndun. Allar verksmiðjur geta nú afhent laust mjöl. Með því að selja og afhenda laust mjöl á móti sekkjuðu telja Norðmenn sig græða 100.000 kr. n. eða 3,3 millj ísl. kr. við að af- henda 1000 tonna farm. Þeir aðilar, sem könn- unin náði til, afhenda 30—50% af sínu mjöli laust og fer það vaxandi. Norðmenn fara nú meira yfir í gufuþurrk- un á mjöli. Hjá eldri verksmiðjum á þetta sér stað við endurnýjun. Gufuþurrkun í stað eldþurrkunar er miklu aýrari i uppbyggingu. Aðspurðir, hvers vegna þeir færu út í þenn- an meiri kostnað, svöruðu þeir: 1. Minni mengun. 2. Meiri nýting hráefnis. 3. Betri afurðir (meira eggjahvítuinnihald). 4. Færri eldsvoðar. 5. Minna af brunnu og ó- nýtu mjöli vegna rafmagnstruflana. 6. Minni hætta með afurðir úr hráefni, sem hefur verið rotvarið lengi. Bæði Danir og Norðmenn einangra nú meira en áður sérstaklega lagnir og stóra hitafleti þar sem því verður komið við. Þeir sögðu einangrun dýra, en með tímanum borgaði sú fjárfesting sig með verulegum olíusparnaði. Hráefni er geymt í tönkum og lokuðum þróm. Samhljóða álit stjórnenda verksmiðjanna var, að aðalforsenda velgengni væri vant og vel þjálfað starfslið, og með lengingu vinnslu- tímans hefði þeim tekist að halda góðum starfskröftum lengur en áður. Samanburður og niðurstöður Tilgangur þessara athugana var að reyna að gera samanburð milli landa á verðlagi hrá- efnis og rekstri fiskmjölsverksmiðja. Þegar niðurstöður eru dregnar verður út- koman harla óhagstæð okkur og kemur þar margt til. í rekstri og endurnýjun íslensku síldarverk- smiðjanna hefur orðið stöðnun eftir að síldin hvarf. Á sama tíma hafa hinir haft þróun í uppbyggingu og aðlögun að þeim fisktegund- um, sem þeir vinna úr. Það er ólík aðstaða að vinna e.t.v. loðnu í 2 mánuði að vetrarlagi eða í 7—8 mánuði eins og í Noregi og bræða allt árið eins og Danir. 46 — Æ G I R

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.