Ægir

Árgangur

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 16

Ægir - 15.02.1977, Blaðsíða 16
en árið áður eða brúttó (án tapa) 57.57%. Vítamíninnihaldið var svipað eða 900-1000 einingar A-vítamín í grammi. Er athyglisvert að verulega meira vítamín var í Vestmannaeyjum þar sem lýsið stóðst yfir 2000 einingar A í grammi. Lýsisherslan var rekin á svipaðan hátt og undanfarin ár. Lítið er nú orðið notað af þorskalýsi til herslunnar en meir af loðnu- og karfalýsi. Á árinu 1976 voru seld 733 tonn til bökunar og smjörlíkisgerðar og er það magn nokkuð yfir meðallag. Vilhelm Þorsteinsson: Útgerð stærri togaranna 1976 Það er eftir ákveð- inni ósk ritstjóra Ægis, að ég rita þetta ágrip um út- gerð og afkomu mikils minni hluta togaraflotans, en nú eru togarar af stærri gerð, þ. e. yf- ir 500 brúttólestir, aðeins 19 talsins, þegar minni togarar eru orðnir 50. En það er gömul hefð, að Formaður Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda riti slíkt ágrip, hefð sem skapaðist, er allir íslenzkir togara- eigendur voru meðlimir í félaginu. Fyrrver- andi formaður F.I.B., Valdimar Indriðason, gerði á sl. ári á þessum vettvangi grein fyrir því hverjar ástæður liggja helzt til þess, að eigendur hinna minni togara eiga ekki aðild að F.Í.B. Hinir stærri togarar eru nú 19 talsins, en voru 22 í ársbyrjun 1976. Harðbak var lagt í ársbyrjun 1976 og Júpiter um mitt ár. Þá var hafizt handa um að breyta Víkingi í nótaskip. Harðbakur var einn af yngri nýsköpunartog- 50 — Æ G I R urunum, sem voru 1 upphafi 43 talsins, og sá seinasti úr þeim fríða flota, sem veiðar stund- aði. Nú eru eftir aðeins 2 síðutogarar, Maí og Þormóður goði, og ríkir mikil óvissa um framtíð þeirra sem hefðbundinna togskipa, ekki sízt vegna þess að þeir njóta nú einskis opinbers rekstrarstuðnings, nema e.t.v. bóta úr Aflatrvggingasjóði og sitja eigendur þeirra í því efni við sama borð og aðrir útgerðarmenn. Skuttogararnir eru 17 að tölu að meðtöldum Sólbak, sem frá upphafi hefir verið í hópi skipa meðlima F.I.B. eins og önnur skip Út- gerðarfélags Akureyringa h.f. Rekstrarvandamál stærri togaranna hafa verið mikil sem fyrr, enda hefir svo verið um flestar megingreinar útgerðarinnar hin síðari ár, þótt vandamál hinna stærri togara í heild hafi áreiðanlega verið hvað mest. Býr þar enn að miklum byrjunarörðugleikum hjá mörgum skipanna vegna bilana og þar með mikiilar skuldasöfnunar strax í upphafi, auk þriggja verkfalla, 1971, 1973 og 1975, sem öll stóðu að vetri til, þegar vænta má góðra aflabragða. Vandi einstakra útgerða virðist vera mjög mismikill og virðist það eiga ræt- ur að rekja m.a. til þess, að aflamagnsmunur er óvenjulega mikill, talsvert meiri en var fyrr á árum. Launahækkanir, sem samið var um í lok verkfallsins 1975, voru mjög miklar, meiri en togaraútgerðin gat í raun risið undir, ein- mitt er hún var um það bil að komast yfir fyrrgreinda byrjunarörðugleika. Þetta er þó ekki sagt til að mikla kjör fiskimanna, en sem betur fer er nú svo komið, að laun þeirra, þ.e. háseta, eru orðin talsvert hærri en iðn- aðarmanna og um hálfu hærri en landverka- manna svo sem vera ber vegna erfiora og áhættusamra starfa og langvarandi fjarvista þeirra frá heimilum sínum. Vegna þessarar stöðu ákvað ríkisstjórnin að hlaupa undir bagga með nokkrum fjár- framlögum, en mest munaði þó um, að ákveð- ið var að lengja greiðslutíma stofnlána af skipunum og minnkaði greiðslubyrðin þar með um %. Þessar ráðstafanir eiga að leiða til þess, að fram til 15. maí 1977 a.m.k. verði greiðslustaða togaranna í heild í jafnvægi- En meðan ekki verður lengra komizt, er aug- ljóst að engir möguleikar eru fyrir eigendur a.m.k. þeirra skipa, sem hafa afkomu í með- allagi eða lakari, að standa straum af þeirri skuldasöfnun, sem átt hafði sér stað áður en J

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.