Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1977, Síða 8

Ægir - 01.09.1977, Síða 8
Lúðvík Kristjánsson: Veiðimannaþjóðfélag - bændaþjóðfélag i. Ekkert mánaðar- eða hálfsmánaðarrit hefur komið jafn- lengi út á íslandi og Ægir, sem um þess- ar mundir er sjötug- ur. Árið 1959 birtist sérstakt hefti af honum, mjög mynd- arlegt og var það helgað hálfrar aldar afmæli ritsins. Ég sendi því þá örstutta árnaðarkveðju, og verða þau orð ekki endurtekin hér. — En þeg- ar ég nú minnist merkra tímaskila í ævi Ægis, verður mér á að horfa um öxl, minna m. a. á atburði rösklega tveggja alda gamla. Tími upplýsingarstefnu 18. aldar snertir ís- lenzkan sjávarútveg. Margir atburðir vitna um það, þótt hér verði ekki til tíndir. Sú eik upp- lýsingarstefnu 18. aldar hér á landi, sem ræt- ur átti mestar og bezt laufgaðist, stóð vestur í Hrappsey á Breiðafirði. Flestir kannast. við Olaf Olavius, frá Eyri í Seyðisfirði við Djúp, vegna Ferðabókar hans, sem fyrst kom út á dönsku 1780, en var ekki þýdd né gefin út á íslenzku fyrr en 1964. — Ef við bregðum okkur vestur til Hrappseyjar sumarið 1773, kann að hittast svo á, að við rekumst þar á Olavius, manninn, sem þrem árum fvrr hafði samið bækling á íslenzku um fiskveiðar og fiskinet og fengið prentaðan í Kaupmannahöfn. Einnig munum við þá líta þar Magnús Ketilsson, sýslumann Dalamanna, og sjálfan bóndann í Hrappsey, Boga Bene- diktsson. Fyrir þeirra atbeina er þá komin prentsmiðja til Hrappseyjar ásamt dönskum prentara og sænskum stílsetjara. Þeir þre- menningarnir íslenzku eru að ráða við sig að gefa út tímarit, sem komi út mánaðarlega. Jafnframt er ákveðið, að það skuli prentast a dönsku og heita „Islandske Maanedstidener • — Ástæðan til þess var ekki sú, að þeir væru sérlega dansksinnaðir, heldur hafði Olavius útvegað 200 áskrifendur í Danmörku. Fyrsta hefti þessa rits kom út í október 1773. Olavius var skamma hríð viðriðinn Hrappseyjarprentsmiðju, eða einungis eitt ar- En starfi prentsmiðjunnar var þar með ekKi lokið og eigi heldur útgáfu Mánaðartíðind- anna, því að þau komu út í fjcgur ár. En áhugi Olaviusar á íslenzkum sjávarútvegi kjmnumst við fyrst og fremst í ferðabók hans og ritgerðum í „Riti þess íslenzka Lærdoms- listafélags", er byrjaði að koma út í KauP' mannahöfn 1781. Olavius mun aldrei hafa ritað neitt í Man aðartíðindin, þótt hann ætti mestan þátt í a hleypa þeim af stokkunum. Magnús Ketilsson var ritstjóri þeirra alla tíð. Þótt hann værl miklu hlynntari eflingu íslenzks landbúnaðar en sjávarútvegs, er býsna mikill fróðleikur ritinu um sjávarútveg, sem með engu nno verður gengið fram hjá, þegar saga íslenzK sjávarútvegs verður skráð. — Ástæðan þess, að Mánaðartíðindin létu sig skipta þesS1 mál var sprottin af þeirri nýsköpun, sem um það leyti var verið að reyna hér á landi í Þ®*! ari atvinnugrein. ■— „Islandske Maanedsti ^ ender“ varð því fyrsti fréttamiðillinn, sem _ lendingar og Danir áttu kost á varðandi sjav arútveg á íslandi. En svo ég vendi kvæði mínu í kross og k° að öðru, sem ætíð hefur farið býsna lágt, Þe& ar rætt hefur verið um íslenzkar fiskveiðar sjómennsku, og kunna að liggja til þess marB ar ástæður. Sú skoðun hefur verið almenn, e er enn, að íslendingar hafi í röskar tíu at verið landbúnaðarþjóðfélag. Ég tel þessa s greiningu ekki alls kostar rétta. Nær s 278 — Æ GIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.