Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1979, Qupperneq 27

Ægir - 01.01.1979, Qupperneq 27
Þorsteinn Gíslason: Stjórnun fískveiða og fískvinnslu Á seinni árum hefur stjóm- un fiskveiða farið ört vax- andi með auknum afskiptum þess opinbera. Þessi afskipti má að sjálfsögðu gagnrýna, en eitt er þó víst að margt hefur orðið til lausnar til- fallandi vandamála. öruggt er, að hvergi í heiminum hefur svo umfangsmikið kerfi hlaðist utan um jafnfáa fiski- menn og við eigum. Fiski- þing undanfarinna ára hafa ályktað og gert samþykktir um stjórnun fiskveiða. Þessum málum hefur verið fylgt eftir og vissulega hafa mörg hlotið verðskuldaða meðferð og orðið til bóta. Frá fjórðungsþingum fiskideildanna liggja hér frammi margar athyglisverðar og ágætar tillögur og verða þær hér til umræðu í dag. Ég ætla nú að leyfa mér. með leyfi forseta, að fara yfir þessar tillögur. I. Tillögur Austfirðinga !• Takmörkun þorskveiða. ..Fjórðungsþing F.D.A. haldið á Hornafirði 15.-16. sept. 1978 ályktar að þar sem ráðstafanir sem gerðar hafa verið á undanförnum árum. til að halda þorskveiðum mnan þeirra marka sem fiskifræðingar telja æskilegt, hafi ekki borið tilætlaðan árangur, og veiðarnar farið verulega fram úr þeim mörkum, þá telur þingið að skipu- 'ag veiðanna verði að taka til endurskoðunar, í fyrsta 'agi verði komið á kvótaskiptingu milli skipa. sem telja verður æskilegast, eða að veiðarnar verði stöðvaðar þegar hámarksafla er náð. Þó verði að taka fullt tillit til smá- háta sem stunda þorskveiðar takmarkaðan tíma úr árinu, en mörg smærri byggðarlög byggja lífsafkomu sína á þessum veiðum. Þingið telur það algera óhæfu að hluti 'ú þeim þorski sem veiddur er. fari til mjölvinnslu og ‘úítur að koma megi í veg fyrir það með skipulagningu a löndun aflans, eða að útivistartími skipanna verði styttur." 2. Humarveiðar. ..Fjórðungsþing F.D.A. haldið á Hornafirði 15.-16. sept. 1978 bendir á eftirfarandi atriði varðandi humar- veiðar: 1. Það ástand virðist vera að skapast í humarveiðum, að hlutur smáhumars hefur farið vaxandi ár frá ári. Vill þingið benda á hvort ekki beri að auka eftirlit með veiðunum, t.d. með því að hafa eftirlitsmann um borð í bátunum, sem hafi vald til að loka svæðum fyrirvaralaust, ef um óeðlilega mikinn smáhumar væri að ræða. Þingið telur að þetta sé eina leiðin til að koma í veg fyrir að þeir atburðir endurtaki sig er áttu sér stað s.l. sumar, þegar óhemju magni af smáhumri var mokað í sjóinn með ófyrirsjáanlegum afleiðingum varðandi framhald þessara veiða. 2. Þingið telur að einnig komi til greina að veiða ákveðið magn á hverju svæði og loka því síðan. Þetta er gert með skel og rækjuveiðar og virðist gefa góða raun. Um ákvarðanatöku í þessu sambandi skal fara eftir veiði- skýrslum undanfarin ár. 3. Þingið bendir á að takmarka beri lengd veiðiferða, þannig að hver veiðiferð sé ekki lengri en 5 sólarhringar. Með núverandi geymsluaðferðum um borð í bátum telur þingið að geymsluþol humarsins sé ekki lengra." 3. Síldveiðar. ..Fjórðungsþing F.D.A. haldið á Hornafirði 15.-16. sept. 1978, beinir þeim tilmælum til Fiskiþings að komið verði á framfæri við rétta aðila: 1. Síldveiðar verði ekki leyfðar á haustin. fyrr en síldin er orðin það feit að hún sé söluhæf vara. 2. Verðlagsráð ákvarði verð á úrgangssíld til bræðslu. 3. Þingið telur æskilegt að gæðamat fari fram á síld eins og öðrum fiski." 4. Seiðadráp. ..Fjórðungsþing F.D.A. haldið á Hornafirði 15.-16. sept. 1978, beinir því til Fiskiþings, vegna þráláts orð- róms um seiðadráp í ýmis veiðarfæri: Að Hafrannsóknastofnuninni verði gert kleift að fylgjast betur með afla, sem veiðist í spærlings-, humar- og rækjutroll, en verið hefur hingað til.“ 5. Sandsílaveiðar. ..Fjórðungsþing F.D.A. haldið á Hornafirði 15.-16. sept. 1978, beinir því til Fiskiþings að sandsílaveiðar verði ekki leyfðar. Greinargerð: Það er vitað að sandsílið heldur sig á grunnsævi og takmörkuðu svæði við Suðausturland og hætt við að alls- konar fiskseiði veiðist með sílinu. Einnig er vitað að sandsílið er mikilvægur hlekkur í fæðukeðju helstu nytja- fiska okkar." ÆGIR — 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.