Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1979, Qupperneq 28

Ægir - 01.01.1979, Qupperneq 28
6. Grásleppuveiðar. „Fjórðungsþing F.D.A. haldið á Hornafirði 15.-16. sept. 1978, beinir því til Fiskiþings að fylgja þvi eftir. að reglugerð nr. 135 frá 2. mars 1977 um grásleppu- veiðar verði felld niður, en reglugerð nr. 66 frá 14. janúar 1977 um grásleppuveiðar verði áfram í gildi óbreytt og leggur þingið sérstaka áherslu á að ákvæði 2. gr. og 4. gr. reglugerðar nr. 66 verði haldið." 7. Kolaveiðar. „Fjórðungsþing F.D.A. haldið á Hornafirði 15.-16. sept. 1978, samþykkir eftirfarandi varðandi veiðar á kola: 1. Að kolastofninn verði nýttur þar sem það spillir ekki öðrum veiðum. 2. Að möskvi dragnóta verði 170 mm í allri nótinni. 3. Að samráð verði haít við Fiskifélag íslands um fram- kvæmd veiðanna." II. Tillögur Norðlendinga A. „Haldið verði áfram þeim óbeinu þorskverndunar- aðgerðum, sem í gildi hafa verið.“ Samþykkt með öllum atkvæðum. B. „Þorskveiðibann verði 15 dagar á tímabilinu 10. desember 1978 til 10. janúar 1979.“ Samþykkt með 10 atkv. gegn 2. C. „Bönnuð verði veiði með flotvörpu á tímabilinu 1. júlí til 30. ágúst á árinu 1979, enda komi þessi sam- þykkt í stað tillögu frá síðasta Fiskiþingi um takmörkun þorskveiða togskipa tímabilið 10/6. til 30/9." Samþykkt með 10 atkv. gegn 2. D. „Komið verði á fljótvirkari aðgerðum í sambandi við lokun og opnun veiðisvæða, þar sem smáfiskur er.“ Samþykkt með öllum atkvæðum. E. „Bannaðar verði veiðar frá 10. desember til 10. janúar ár hver með þorsknetum." Samþykkt með samhljóða atkvæðum. III. Tillögur Sunnlendinga 1. Fjórðungsþing Sunnlendinga vill vekja athygli 37. Fiskiþings á þeim árangri, sem eftirlitsmenn sjávarút- vegsráðuneytisins um borð í fiskiskipum hafa náð. Þingið álítur að þeim verði að fjölga verulega frá því sem nú er og eftirlitið verði gert víðtækara og nái til fleiri veiða, svo sem spærlings- og humarveiða. 2. Fjórðungsþing Sunnlendinga beinir því til 37. Fiski- þings að friðunarsvæðið á Selvogsbanka, svokallað „Frí- merki" verði óbreytt, en togveiðar verði bannaðar utan þess allt út á fiskveiðilandhelgismörk. 3. Fjórðungsþing Sunnlendinga ítrekar fyrri samþykktir varðandi: 1. að togveiðar verði bannaðar frá áramótum til 15. maí á svæði frá 22. lengdarbaug að Þjórsárósum, 10 mílur frá landi, enda er slíkt bann forsenda þess að línuveiðar megi stunda með árangri á þessu svæði. 2. Ennfremur að leitað verði að rækjumiðum á djúp- slóðum undan Suðurlandi þar sem í ljós hefur komið að tekist hefur að veiða rækju á meira dýpi og á verri botni en áður með bættum tækjakosti. 4. Fjórðungsþing Sunnlendinga beinir því til 37. Fiski- þings að endurskoðuð verði ákvæði að því er varðar dýptarmörk spærlingsveiða. 5. Fjórðungsþing Sunnlendinga ályktar að þar sem ekki hefir verið farið eftir samþykktum Fiskiþings. fiski- fræðinga og annara aðila um 280 þús. tonna hámarks- afla við strendur landsins, verði ekki hjá því komist að deila niður heildarþorskaflanum á milli fiskiskipa lands- manna. Því leggur þingið til að hverjum togara verði heimilt að afla 1600 tonn af þorski á næsta ári og bátaflotanum verði heimilaðar veiðar á um það bil 150 þús. tonnum. 6. Fjórðungsþing Sunnlendinga ályktar, þar sem ástand fiskstofna er í því lágmarki. sem aflabrögð og álit fiski- fræðinga vitna um beri nauðsyn til. að nú þegar verði öllum veiðiheimildum annarra þjóða sagt upp. Ennfremur ályktar þingið að nota beri heimild laga um 200 sjómílur milli Jan Mayen og íslands og fyllstu hagsmuna íslands sé gætt á Rockall hafsvæðinu. 7. Fjórðungsþing Sunnlendinga beinir því til 37. Fiski- þings að tekin verði upp kvótaskipting milli báta á rek- netum, þar sem heildarkvóti er ákveðinn á hverju ári. Sýnist eðlilegt að hver bátur hafi kvóta vegna þess að síldin virðist staðbundin og allt að 20-26 tima stím er til löndunarhafna ýmissa báta. Virðist því eðlilegt að kvótaskipting verði milli reknetabáta jafnt sem hringnóta- báta. 8. Fjóðrungsþing Sunnlendinga samþykkir að mótmæla því að þorskanetaveiðar séu háðar leyfurn frekar en aðrar þorskveiðar. 9. Fjórðungsþing Sunnlendinga varar þing og ríkisstjórn við því að fella úr gildi síðasta lið laga (I3.gr.) unt veiðar í Fiskveiðilandhelgi íslands nr. 81, 31. maí 1976. IV. Tillögur Vestfirðinga Takmörkun sóknar í þorskstofninn. 38. Fjórðungsþing fiskideildann á Vestfjörðum haldið á ísafirði 5. nóv. 1978 telur Ijóst. að þorskaflinn á líðandi ári muni, svo sem árið 1977, fara nokkuð fram úr því marki, sem miðað var við í ársbyrjun, þrátt fyrir veiði- stöðvanir og takmörkun á magni þorsks í afla togara um viss veiðitímabil. Fjórðungsþingið minnir á fyrri ábendingar sínar um að þær samdráttaraðgerðir, er beitt hefir verið og beitt verður, séu neyðarráðstafanir, sem hvað þyngst koma niður á íbúum þeirra framleiðslubvggðarlaga. er fyrst og fremst byggja afkomu sína á aflafeng og vinnslu. Þingið telur ljóst að beita þurfi verulegum aflatak- 16 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.