Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Síða 35

Ægir - 01.01.1979, Síða 35
Gunnar Flóvenz: Markaðsmál Fiskiðnaðar- og tækni- nefnd hefir haft til umfjöll- unar erindi fjórðungsþings sambands fiskideilda í Aust- firðingafjórðungi varðandi markaðsmál sjávarafurða. Þar sem ekki lá alveg ljóst fyrir hvað að baki bjó fyrsta og öðrum lið tillögunnarfyrr en málið var tekið til af- greiðslu í nefnd okkar, og ekki síður vegna hinna miklu umræðna, sem tillaga þessi hratt af stað hér á þinginu s.l. miðvikudag, tel ég óhjá- kvæmilegt að fara nokkrum orðum um þingmál þetta áður en ég skýri frá ályktun nefndarinnar. A fyrsta fundi í nefndinni skýrðu fulltrúar frá Aust- fjörðum svo frá, að hér væri um að ræða ósk eins aðila úr umdæmi þeirra, þess efnis að fiskiþing taki afstöðu til hugsanlegrar breytingar á núverandi fyrirkomulagi á út- flutningi og sölumálum fiskafurða á þann hátt að ein- stökum framleiðendum verði heimilt að selja og flytja ut tiltekna fiskafurð án milligöngu viðkomandi sölusam- taka. Mun hér vera um svipuð viðhorf að ræða og fram komu hjá einunr fulltrúa Vestfirðinga i umræðunum um tnarkaðsmálin. A fundum í fiskiðnaðar- og tækninefnd komu fram mismunandi viðhorf til þessa máls en þó náðist sam- komulag um eftirfarandi ályktun: -.1. Fiskiþing telur að ekki sé fært að kveða á um eitt allsherjarfyrirkomulag í sölu- og markaðsmálum þar sem um margar og ólíkar afurðir er að ræða. enda hyggi- legast að framleiðendur í hverri framleiðslugrein komi sér sjaltir saman um það sölufyrirkomulag sem þeir telja æskilegast. -■ Þingið er þeirrar skoðunar að góð samstaða og samvinna fiskframleiðendg innbyrðis sé höfuðforsenda Vr>r góðum árangri í sölu- og markaðsmálum og hvetur því framleiðendur til að gera sitt ítrasta til að 'eysa hugsanleg ágreiningsmál innan viðkomandi fram- leiðslugreina hverju sinni." hví er ekki að neita að sölufyrirkomulagi því, sem við búum við að því er snertir ýmsar stærstu og við- kvæmustu framleiðslugreinarnar fylgja bæði kostir og gallar. Þó ætla ég að kostirnir séu mun fleiri og þyngri á metunum en gallarnir auk þess sem úr göllunum má draga með virkari þátttöku og samstöðu framleiðenda innan sölusamtakanna og með eðlilegu aðhaldi. Annað það mál, sem fiskiðnaðar- og tækninefnd var falið að gera tillögur um, fjallar um hugsanlega frestun á gildistöku tollalækkanna hér vegna samninga okkar við Fríverslunarbandalag Evrópu og Efnahagsbandalag Evrópu. Nefndin varð sammála um eftirfarandi tillögu: „Fiskiþing varar við frestun á fyrirhuguðum lækkunum á tollum samkvæmt samningum íslands við Fríversl- unarbandalagið og Efnahagsbandalag Evrópu. þar sem hætta er á að slík frestun geti valdið íslenskum sjávar- útvegi og fiskiðnaði alvarlegu tjóni.“ Þriðja málið, sem fiskiðnaðar- og tækninefnd hefir haft til umfjöllunar varðar upplýsingastarfsemi um markaðsmál sjávarútvegsins, sbr. þriðju grein ellefta liðar í samþykktum fjórðungsþings sambands fiskideilda í Austfirðingafjórðungi. Nefndin varð sammála um eftir- farandi ályktun: ..Fiskiþing hvetur alla þá aðila, sem annast markaðs- og sölumál sjávarafurða til að halda uppi sem víðtækastri upplýsingastarfsemi, enda telur þingið að framleiðendur fiskafurða og aðrir þeir. sem beinna hagsmuna eiga að gæta í þessu sambandi. eigi rétt á að fylgjast stöðugt með þróun þessara mála og ástandinu hverju sinni." Ég er ekki í neinum vafa um, að ítarleg upplýsinga- starfsemi á þessu sviði er bæði nauðsynleg og gagnleg. Hinu ber þó ekki að neita, að þetta er að sumu leyti vandmeðfarið mál, m.a. af eftirfarandi þrem ástæðum og vona ég að þingfulltrúar virði það til betri vegar þótt ég vísi lítilsháttar til eigin reynslu á þessu sviði ef það mætti verða að einhverju gagni. I fyrsta lagi þarf hver stofnun að gera það upp við sig hvaða aðilum skuli senda umræddar upplýsingar, því fleiri eiga oft hlut að máli en framleiðendur viðkom- andi afurða. Ég hefi valið þá leið. í stofnun þeirri, sem ég starfa fyrir, að senda sérstök fjölrituð upplýsingabréf til allra framleiðenda auk bréfa og símskeyta varðandi ýmis sérmál. Upplýsingabréfin eru einnig send forsvarsmönnum samtaka útvegsmanna og sjómanna svo og viðkomandi ráðuneytum. bankastjórum og ýmsum öðrum aðilum, sem óskað hafa sérstaklega eftir að fá umræddar upp- lýsingar. Vegna sífelldra óska fjölmiðja um upplýsingar og fréttaefni og mikillar vinnutafar af þeim sökum. hefi ég gripið til þess ráðs, að senda út tvennskonar upplýs- ingabréf. Annars vegar almenn bréf, sem einnig eru send fjölmiðlum og hins vegar bréf, þar sem tekið er fram, að um trúnaðarmál sé að ræða vegna markaðsaðstöðunn- ar og keppinautanna erlendis og eru trúnaðarbréfin miklu fleiri en hin almennu. Með fáum undantekningum hafa ÆGIR — 23

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.