Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1979, Qupperneq 36

Ægir - 01.01.1979, Qupperneq 36
móttakendur bréfanna ekki brugðist þessum trúnaði á þeim tveim áratugum, sem bréfin hafa komið út. Ég hefi oft á undanförnum árum velt því fyrir mér hvort ekki væri æskilegt að senda fleiri aðilum, t.d. öllum skipstjórum síldveiðiskipanna, eintök af bréfunum, en af því hefir þó ennþá ekki orðið. í öðru lagi fylgir sú hætta uppiýsinga og frétta- miðluninni, að hún verði túlkuð sem áróður fyrir ágæti viðkomandi samtaka eða stofnunar og að aðeins sé birt það sem útgefendum telst hagstætt en hitt látið kyrrt liggja sem óhagstætt virðist. Hér ber því að reyna að fara hinn gullna meðalveg sem á öðrum sviðum. f þriðja lagi eru því takmörk sett hvað hyggilegt er að birta með tilliti til markaðs- og samkeppnisstöð- unnar hverju sinni. Við höfum það t.d. yfirleitt sem fasta reglu að birta aldrei í upplýsingabréfum söluverð það, sem næst hverju sinni í hinum einstöku markaðs- löndum fyrir hinar ýmsu tegundir til þess að reyna í lengstu lög að koma í veg fyrir að kaupendur og/eða keppinaut- arnir geti notað þær upplýsingar til að veikja samnings- stöðu okkar. Aftur á móti eiga fulltrúar allra viðkomandi aðila í Verðlagsráði sjávarútvegsins aðgang að þessum verð- upplýsingum þegar þeir óska. Varðandi miðlun upplýsinga til framleiðenda og ann- arra viðkomandi aðila með fundahöldum er reynsla mín sú, að nauðsynlegt sé að halda slíka fundi, en umfram allt ekki of marga, því flestir framleiðendur eru með- limir í það mörgum samtökum, stjórnum, nefndum og ráðum, að fundahöldin eru orðin þeim hrein plága. Ég tel því að aukin kynninga og upplýsingastarfsemi sé að öðru jöfnu heppilegri með bréfum en miklum funda- höldum Að lokum vil ég leyfa mér að víkja nokkrum orðum að útgáfu Ægis, tímarits Fiskifélags íslands. Ég hefi í áratugi verið þeirrar skoðunar, að efla beri áhrif og út- breiðslu þess rits og aðlaga það breyttum tímum. Nokkur bót hefir nýlega verið gerð á ritinu. en að mínum dómi ekki fullnægjandi. f rauninni hefi ég lengi talið, að Ægir sé tilvalinn vettvangur til að miðla a.m.k. hluta af þeim upplýsingum, sem hér er um að ræða. Ég vil því beina þeim tilmælum til fiskimálastjóra og stjórnar Fiskifélagsins, að þetta mál verði skoðað nánar og það sem fyrst, svo og að stefnt verði að því að gera Ægi að öflugu málgagni allra þeirra. sem starfa að hagsmunamálum sjávarút- vegsins. Um leið og ég lýk máli mínu vil ég færa fram þá ósk og von, að þeim ólíku samtökum og einstaklingum, sem að sjávarútvegi starfa, megi auðnast að snúa bökum saman í því varnarstríði, sem sjávarútvegurinn á nú, í stað þess að skaða málstaðinn með sífelldum innbyrðis erjum og ósamlyndi. Ég bið þingfulltrúa þess sérstak- lega að skoða þessi orð mín ekki sem venjulegan fundar- frasa, heldur sem brýna aðvörun að marggefnum tilefnum. Ingólfur Stefánsson: • • Oryggismál Enn einu sinni ræðum við við um öryggismál hér á fiskiþingi. öryggismálin verða vonandi einn þeirra mála- flokka, sem alltaf eiga sér dygga málsvara innan Fiski- félags Islands, margt er enn ógert í þeim málum sem við í daglega talinu nefnum ör- yggismál. Mér þykir rétt að minnast á nokkur þau málefni, sem Rannsóknarnefnd sjóslysa hefur unnið að síðustu misserin. Rek gúmbáta Nefndinni var falið að láta fara fram könnun á reki gúmbáta. Ekki var þetta frumraun í þessum efnum, þar sem rekathuganir höfðu farið fram annarsstaðar, en mönnum þótti þó ástæða til að kanna þetta hér við land, sökum þess að menn álitu að þærtilraunirsem fram hefðu farið, hefðu ekki verið gerðar við þann veðurofsa, sem hér er algengur við landið. Rannsóknir þessar fóru fram undir umsjón til þess kjörinna manna, sem að mínu áliti eru allir valinkunnir og þekktir fyrir störf sín. hver á sínum vettvangi. Erfiðleikar voru allmiklir á framkvæmd þessa verk- elnis. meðal annars þurfti að sækja undir annan aðila um skipakost, en eins og oft er þá samþykkjum við að gera eitt og annað án þess að leggja fram nægilegt fjármagn til þess sem gera skal. Landhelgisgæslan hefur í mörg horn að líta og getur ekki alltaf helgað sig öðrum verkefnum en þeim, sem henni eru ætluð. Fljótlega kom í ljós þegar farið var að athuga rek bátanna að kannski voru aðrir þættir í notkun bátanna eins athyglisverðir og rek þeirra og beindist athygli manna meira að því hvernig duga þessir bátar í mjög slæmum veðrum? Vegna þess, eins og áður hefur verið sagt, að nefndin hafði ekki algjör umráð yfir skipi því sem í það og það skiptið fékkst til tilraunanna dróst þessi athugun úr hófi. 24 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.