Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 44

Ægir - 01.01.1979, Blaðsíða 44
Nor-Fishing var nú haldin í Oslo, og er það í fyrsta sinn sem hún er haldin þar. Þetta var sjöunda alþjóðlega fiskveiðisýningin sem Norðmenn standa fyrir en þær fyrstu voru haldnar í Bergen og síðan í Þrándheimi. Mjög voru skiptar skoðanir um hvort það væri heppilegt að halda sýningu sem þessa í Oslo, þar sem enginn sjávarútvegur eða fisk- framleiðsla á sér stað í borginni, en hin góða aðstaða sem fyrir hendi er þar hvað varðar samgöngur, hótel- rými svo og hin stóra sýningarhöll, Sjölyst miðstöðin, reið baggamuninn, og Oslo varð fyrir valinu. Sýningin var geysiyfirgripsmikil, og voru í allt 155 sýningaraðilar frá 15 löndum, en vörurnar frá 334 fram- leiðendum. Frá því að fyrsta sýningin var haldin 1960 hefur tækniþróunin verið ör, og má segja að á mörgum sviðum sjávarútvegs hafi orðið gjörbylting. Er nú svo komið að eitt af meginmarkmiðunum í dag er að vernda fiskstofnana fyrir ofveiði og er þörfin orðin mest fyrir að þróa og framleiða veiðarfæri, sem gætu valið úr fisk- inum, þannig að ungfiskur sleppi og nái að vaxa upp. Það er einnig augljóst, að eitt af aðalmarkmiðunum sem að verður keppt í framtíðinni er að aflinn verði nýttur til hins ýtrasta og á sem hagkvæmastan hátt. Hvort þörf er á sýningu sem þessari annað hvert ár cr erfitt að segja til um og varla er við því að búast, að margt nýtt komi fram á sjónarsviðið á svo stuttum tíma. Eru skoðanir Norðmanna mjög skiptar um þetta atriði. Þeir, sem eru því fylgjandi að svo verði, benda á, að sýningunni sé ekki eingöngu ætlað að kynna fram- leiðslu hinna ýmsu fyrirtækja. heldur sé hún hugsuð til að auka útflutning þeirra. Um þessar mundir binda Norðmenn miklar vonir við að þróunarlöndin, sem mörg hver hafa nú yfir að ráða stórum hafsvæðum með gjöf- ulum fiskimiðum, komi til með að hefja umfangsmikil viðskipti við þá á þessu sviði. Mættum við íslendingar taka þetta til athugunar og e.t.v. blanda okkur í slaginn. Sem dæmi má nefna að hin ríku Arabalönd eru núgreini- lega að hugsa sér til hreyfings hvað varðar sjávarútveg og vantar allt til alls. I69f þeirra sem sýninguna sóttu voru útlendingar frá um 60 löndum, og voru allmargir þeirra frá þróunarlöndunum. og \oru þeir að kynna sér hvað Norðmenn væru færir um að hjóða þeim. nteð tilliti til þeirra eigin fiskveiða. Alls sáu um 10.000 manns sýninguna og cr það ekki nema þriðjungur þess fjölda scm komu á hana í Þrándheimi fyrir tveimur árum. Vilja forráðamenn sýningarinnar halda því fram að flest allir þeir sem sýninguna sáu að þessu sinni, hafi verið at- vinnumenn í sjávarútvegi, en aftur á móti hafi verið mikið um að ferðamenn sæktu hinar sýningarnar, Mjög vel var að þessari sýningu staðið á allan hátt og var hún Norðmönnum til hins mesta sóma. Að lokum má geta þess. að Simrad fyrirtækið sýndi þá rausn að bjóða hátt á annað hundrað manns, framámönnum í ís- lenskum sjávarútvegi og aflaskipstjórum, á sýninguna og var sú för öll hin ánægjulegasta. f nvútkomnuni „Sambandsfréttum" er sagt frá. að veruleg aukning hafi orðið í frystingu hjá frvstihúsunum innan Fél. Sambandsframleiðenda á árinu 1977. oghefur aukningin haldið áfram á þessu ári. Frá I. jan. til októ- berloka, frystu Sambandsfrystihúsin 23.043 tonn af bol- fiskafurðum á móti 19.363 á sama tímabili á síðasta ári. Nemur aukningin þannig 3.680 tonnum eða 19%. Það vekur sérstaka athvgli, að þetta hefur gerst á sama tíma og botnfiskaflinn hefur nánast staðið í stað. Samkvæmt aflaskýrslum Fiskifélags Islands varð botnfiskafli ís- lenskra veiðiskipa 394.300 tonn Ivrstu níu mánuði þessa árs. á móti 396.000 tonnum á sama tímabili á síðasta ári. Jafnframt er þess getið að talsverður útflutningur hafi orðið á frystum þorskllökum með roði til Bretlands á síðasta ári. eti nokkuð dró þó úr þessum sölum á s.l. sumri. Var því spáð. að markaðurinn mvndi glæðast þegar kæmi fram á haustið. og hefur þetta nú gcngið eftir. I sept. og okt. hefur Sjávarafurðadeild afskipað til Bretlands um 500 tonnum af frystum þorsk- og ýsu- nökum með roði. Markaðshorfur þar eru góðar lyrir þessar vörur. og er þess að vænta, að afskipanir geti gengið eðlilega fvrir sig næstu mánuði. • Um þessar mundir er að opnast fyrir öðrurn þjóðum hinn japanski risamarkaður fyrir fiskafurðir og er orsökin sú að fiskimenn þcirra hafa hrakist af mörgum hinna hefðbundnu fiskimiða sem þeir hafa stundað áratugum saman undan ströndum Norður Ameríku og Sovét- ríkjanna. og anna þvi ekki lengur eftirspurninni. Japanir eru einhverjar mestu fiskætur heims, og sem dæmi má nefna, að hver Japani neytir tvisvar sinnum meira af sjávarafurðum en hver Norðmaður. Norðmenn flytja út 32 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.