Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1979, Síða 66

Ægir - 01.01.1979, Síða 66
Tilkynning frá Fiskveiðasjóði íslands Samkvæmt reglugerð frá 5. september 1978, um ráðstöfun gengis- hagnaðar til að greiða fyrir hagræðingu í fiskiðnaði, hefur verið ákveðið að veita lán til fiskvinnslufyrirtækja. Við veitingu lánanna skal við það miðað, að þau stuðli að betri nýt- ingu hráefnis m.a. með endurnýjun á vélum og vinnslurásum, hag- kvæmni í rekstri, stjórnunarlegum umbótum og samræmi milli veiða og vinnslu, þ.á.m. einnig að greiða fyrir því að fyrirtæki geti lagt niður óhagkvæmar rekstrareiningar. Umsóknir um lán þessi sendist Fiskveiðasjóði íslands fyrir 25. janúar 1979 og fylgi þeim eftirtalin gögn: 1. Rekstrarreikningur fyrir árið 1977 og fyrir 3 fyrstu árs- fjórðunga ársins 1978. 2. Efnahagsreikningur pr. 31. desember 1977 og 30. sept- ember 1978. 3. Skýrslur á eyðublöðum þeim, sem send voru til frysti- húsa frá Þjóðhagsstofnun í nóvember sl. merkt fskj. 1.-6. um framlegðarútreikning, greiðslubyrði vaxta og afborg- ana, veltufjárstöðu, framleiðsluskýrslu, tæknibúnað og hráefnisöflun. Þessi eyðublöð eru einnig fáanleg á skrif- stofu Fiskveiðasjóðs. Við veitingu lánanna verður metinn rekstrarárangur fyrirtækjanna og þar sem fram kemur, að nýting er léleg og framlegð lág getur sjóðs- stjórnin skipt hagræðingarláni í tvo hluta og bundið afgreiðslu seinni hlutans skilyrði um regluleg skil á gögnum, m.a. varðandi nýtingu, framlegð o.fl.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.