Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.1979, Qupperneq 12

Ægir - 01.06.1979, Qupperneq 12
inga í borðasal séu tiltækar til beinnar tölvu- vinnslu. Hönnun slíks kerfis er nú hafin. Með smávægilegum breytingum má nota sama kerfið til skráninga inn og út af flökunarvélum og reikna nýtni í flökun og fleira. Það kerfi er mun einfaldara og viðaminna en skráningarkerfið í borða- salnum. Áætlað er að slíkt kerfi verði sett upp í haust og verða í því tvær innvigtunarvogir, nokkrar borðavogir, sem vigta flökin frá flökunarvélunum, og safnstöð. Þróun rafeindatækja þeirra sem hér hefur verið rætt um hefur gengið vonum framar en allmargar hindranir hafa verið í veginum. í sambandi við sjálf rafeindatækin er það helst að hér er um að ræða nýja tækni og allflókna og reynsla á þessu sviðið er mjög takmörkuð hérlendis. Efni i tölvurnar kemur nær allt erlendis frá og vegna þeirrar miklu byltingar sem.er að verða í þessari tækni og eftir- spurnar sem af henni leiðir, er oft erfitt að fá efni nægilega fljótt. Þá krefst hönnunin allmikils tækja- búnaðar, en til skamms tíma var fátt til af honum. Má segja að í fyrstu hafi verið unnið að þessu verki með berum höndum en smátt og smátt er aðstaðan að byggjast upp og skána. Það má segja að það sé einkum þrennt sem gert hefur þessa starfsemi mögulega. Á Raunvísinda- stofnun hefur lengi verið unnið að hönnun og smíði rafeindatækja sem mörg hver hafa orðið að starfa við erfiðar aðstæður og má þar til dæmis nefna umferðarteljara og jarðskjálftamæla sem eru not- aðir í óbyggðum. Á stofnuninni er því allmikil reynsla af tækjasmíði og hönnun og frágangi tækja. í öðru lagi má nefna vel menntaða verkfræðinga sem eru vel að sér í þessari nýju tækni, en all- margir slíkir eru nú brautskráðir frá Háskóla íslands á hverju ári. Síðast en ekki síst ber að nefna samstarf við frystihúsin og þá sem þar starfa. Frá upphafi hefur verið mjög náið samstarf Raun- vísindastofnunar annars vegar og Framleiðni sf., Sjávarafurðardeildar SÍS og einstakra frystihúsa hins vegar. Allar hönnunarforsendur hafa verið unnar í samráði við frystihúsin og hefur sú mikla reynsla sem þar er, verið aðalstoð verkefnisins. Má því segja að þótt hér sé farið inn í nýja tækni þá sé í raun byggt á viðamikilli íslenskri sérþekk- ingu. Slíkur grunnur er að sjálfsögðu ómetan- legur þegar reynt er að byggja upp nýjan íslenskan iðnað, eins og hér er stefnt að, og gerir okkur vonandi kleift að keppa við erlenda aðila, sem að öðru leyti hafa oft mun betri aðstöðu en hér er til. Raunvísindastofnun annast hönnun á þessum tækjabúnaði og mun smíða nokkrar forgerðir a hverju tæki og reyna þau í frystihúsum. Stofnuni11 mun hins vegar ekki sjá um framleiðslu og V1 gerðir. Nú er unnið að því að koma á fót fyrir tæki sem geti annast um framleiðslu, sölu og " gerðir á þessum tækjum og er vonast til að pa verði stofnað fyrir haustið. Líklega mun það fyr,r tæki aðeins sjá um framleiðsluna en láta undirver taka um að setja saman rafeinda- og vélbuna Vogarpallarnir hafa hingað til verið smíðaðir Lofthreinsun hf. og þess er vænst að rafem verkstæði Öryrkjabandalags íslands taki fljótleg0 við samsetningu á rafeindabúnaðinum. Þess ber að geta að Raunvísindastofnun he ekki haft neinar fjárveitingar fyrir þessu verke og hefur það verið unnið sem þjónustuverke • í upphafi fékkst til þess nokkur styrkur úr Fra5* kvæmdasjóði, en allan annan kostnað hefur or að fjármagna með sölu tækja. Þetta á bæði við u efnis- og launakostnað, en verkið er að langruu leyti unnið af lausráðnu starfsfólki. Stutt lýsing á örtölvum Hví er verið að reyna að koma rafeindatæki11^ í frystihús? Mikill hvati að því er sá áhugi sem er á að auka nýtingu í húsunum og eru astæ , r hans öllum kunnar. En fleira kemur til. Mjög m! framfarir hafa orðið í rafeindatækni á síðustu al og eru vasatölvur vel þekkt dæmi þar um. Á a síðustu árum hefur orðið enn ein bylting, sem ^ er að byrja að koma fyrir augu almennings. og það svonefnd örtölva (,,microprocessor“). ‘ c ^ tengja tölvur við útreikninga og líklega dettur flestum í hug útreikningar þegar þeir heyra na Það er að vísu rétt að tölvur, og þá líka örtö' geta reiknað séu þær forritaðar á þann veg, en v ■ er alls ekki það sem þeim er tamast. Hvað gera örtölvur? Hér mun reynt að gefa svar við þvi '• orðum. s£lll Örtölvur eru ein eða fleiri rafrásir, þar nokkrir tugir þúsunda af transistorum °8 ^ námum hafa verið búin til á litlum silikon h>lS j sem steyptur er inn í plast. Rásin er töluvert ^ en eldspýtustokkur, en er í raun tölva meðsv'P^ getu og tölvur sem fylltu góða stofu fyrir tiu a ^ Öll verkan tækisins byggist á að fyrirskipanl. * gögn eru táknuð með sérstökum merkjum, SN ^ og í morsi, en það er byggt upp af ,°tö]Vu' merkjum og stuttum eins og kunnugt er. 1 1 ^{. merkjunum er á svipaðan hátt notuð há og 'a- 328 — ÆGIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.