Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.1979, Side 27

Ægir - 01.06.1979, Side 27
* framhaldi af vigtun á framleiðslu má fylgja ramleiðslunni allt til enda, reikna út með tölvunni amleiðsluverðmæti hverrar pakkningar á dag og Pannig halda fullkomlð lagerbókhald yfir afurðir ,rystihússins. ^kráning á bónustíma pr. borð . ^lögulegt er að nota skráningarvél til að skrá 'nn bónustímann og mætti hugsa sér að stúlkurnar notuðu einkennisspjöld sín í þessum tilgangi. , n að skrá tafir yrði valin ákveðin aðgerð á . raningarstöðinni og gæti þá viðkomandi stimplað S‘g 'nn °g út með sínu spjaldi og yrði þá til sér- t0vk færsla um tafir. . tegundaskipti á borði með óbreyttri áhöfn rif * Va^'n ákveðin aðgerð, borðaspjaldi stungið í u skráningarstöðvarinnar og þar með er skráður 1 a lotuskiptunum. Ef áhafnabreyting verður á n þurfa þær, sem halda áfram á borðinu, að StlrnPla sig inn á ný. Bónuskerfí Þær upplýsingar sem talað var um hér að framan v- g,ast síðan bónuskerfi, sem hannað var í sam- u við Samfrost í Vestmannaeyjum og Út- ^raarfélag Akureyringa hf. fyrstra ^önuskerfinu koma ýmsar upplýsingar, í ... ta lagi; °Hum magn i • in ’ lnnvegið magn, nýting, fisktegund, pakkn- afj.arte8Ur|d, staðall. gefinn tími, notaður tími, st’ nýúngarstuðull og útreiknaður bónus. ^ar að auki: Bónusseðlar til starfsfólksins með nauðsynlegum upplýsingum: s.s. framleitt innve tegund. ^illulisti Úeildartölur Kaupaukayfirlit l^eðalbónus s 1 o.n. þar sem allar færslurnar eru skrifaðar út, ásamt villu- og athugasemdkóda. sem sýna heildar gefinn og notaðan tíma, framleitt og innvegið magn, hraða- og nýtingarprósentur ásamt með- al fráviki, fyrir hverja fisk- tegund í hverri deild. 10 daga v/veikindagreiðslna. á |, .^nn^ngreinds er framkvæmd uppsöfnun á Sj^if \Sln8Urn fyrir launabókhald og fara færslur Ennflr^an ^att ^'r ' luunabókhaldið. remur er haldið til haga heildartöluupp- lýsingum, þannig að mögulegt er að fá hvenær sem er heildartöluskýrslur fyrir hvaða tímabil sem er. Hér að framan hefur verið lýst þeim tækja- búnaði og verkefnum, sem IBM á íslandi hefur á boðstólum og sem notað er í frystihúsum hér- lendis í vaxandi mæli. Ummæli notanda Hér á eftir koma ummæli hr. Jóns Ingvarssonar forstjóra ísbjarnarins hf. á reynslu þeirra af þessari nýju tækni. “ísbjörninn hf. tók í notkun IBM skráningar- kerfi (IBM 5230) i janúar s.l., er vinnsla hófst í hinu nýja frystihúsi félagsins í Örfirisey. Annars vegar er tímaskráningarkerfi, sem notað er til að skrá vinnutima starfsfólks, og hinsvegar er vigtarskráningarkerfi, sem notað er við skráningu hráefnis og framleiðslu á mismunandi vinnslu- stigum. í tímaskráningarkerfinu er reiknaður út vinnu- tími starfsfólks þ.e.a.s. dagvinna, eftirvinna og næturvinna, en útreikningurinn tengist síðan sjálf- virkt launaútreikningi. Hefur þetta kerfi stuðlað að betra eftirliti með mætingum starfsfólks, nákvæm- ari útreikningi á vinnutíma auk minni vinnu við launaútreikning. Með vigtarskráningarkerfinu fást m.a. daglega eftirfarandi upplýsingar: 1) Framleiðsla í kílóum, íjöldi pakka og kassa, skilaverð, og umbúðarkostnað pr. pakkn- ingartegund og fisktegund. 2) Hráefnistöflur pr. fisktegund skipt á vinnslu- greinar. 3) Vélanýting, þ.e.a.s. vélanýting á hverri vél pr. fisktegund og heildarnýting á fisktegund. 4) Tenging við bónusútreikning þar sem fást ýmsar lykiltölur. Skráningarvélarnar hafa reynst ágætlega og þola vel rakann í húsinu. Þó þarf að hreinsa þær mán- aðarlega vegna fisktæja sem vilja fara með spjöld- unum í lesraufarnar. Skráningarkerfið virðist bjóða upp á ótal mögu- leika til þess að skrá upplýsingar. Það er aðeins spurning um tíma og fjármagn hvað hægt er að fá út úr kerfinu, en forritunarvinna er bæði dýr og tíma- frek. Eins draga háir tollar úr örri þróun á þessu sviði. Með skráningarkerfum þessum, sem leiða til nýrri og betri upplýsinga, er stigið stórt skref fram á við til bættrar stjórnunar." ÆGIR — 343

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.