Ægir - 01.06.1979, Side 42
ísbjörninn í Örfirisey.
ísbjörninn hf.
Nýtt hraðfrystihús á Norðurgarði í Örfirisey.
ísbjörninn hf. var stofnaður árið 1944. Hóf fé-
lagið þá rekstur hraðfrystihúss á Seltjarnarnesi
ásamt saltfisk- og skreiðaverkun. Þar var síðan
starfrækt hraðfrystihús þar til í lok síðasta árs,
er fyrirtækið flutti starfsemi sína í nýtt hraðfrysti-
hús á Norðurgarði í Örfirisey. Jafnframt rekur
félagið báta- og togaraútgerð auk loðnubræðslu á
Seyðisfirði. Á síðasta ári störfuðu um 300 manns
hjá ísbirninum og nam heildarvelta félagsins á árinu
5,2 milljörðum króna. Stjórnarformaður og for-
stjóri ísbjarnarins hf. er Ingvar Vilhjálmsson, út-
gerðarmaður og meðstjórnendur og framkvæmda-
stjórar eru Jón Ingvarsson og Vilhjálmur Ingvars-
son.
í byrjun þessa áratugar komu fram hjá banda-
rískri þingnefnd hugmyndir að nýjum lögum um
hreinlæti og hollustuhætti í matvælaiðnaði, sem
sýnt var áð gætu haft afleiðingar fyrir íslenzkan
fiskiðnað vegna stóraukinna krafna um endur-
bætur á hraðfrystihúsum hér á landi. Forráða'
menn fsbjarnarins ákváðu þá að hefjast handa 11111
byggingu nýs og fullkomins hraðfrystihúss, er
uppfyllti þær kröfur um aukið hreinlæti, er franj
kynnu að verða settar. í apríl 1972 úthlutað*
hafnarstjórn Reykjavíkur félaginu lóð undir hrað-
frystihús á Norðurgarði í Örfirisey, og voru arki
tektarnir Garðar Halldórsson og Ingimundn'
Sveinsson ráðnir til þess að gera uppdrætti a
húsinu. Áður höfðu þeir Helgi G. Þórðarsoa
vélaverkfræðingur og danska verkfræðafyrirtæK
kið
E. Th. Mathiesen gert frumdrög að vinnslut'
högun. Einnig var leitað til Sigmunds Jóhanns
sonar í Vestmannaeyjum og tæknideildar S.H. unj
hugmyndir. Baldri Sveinssyni, vélaverkfræðingi kla
S.H. var falið að hanna frystivélakerfi fyrir húsi
Jafnframt var samið við Vilhjálm Þorláksson.
byggingaverkfræðing um burðarþolsteikningar og
byggingastjórn. Hönnun vatns-, hita- og
loft'
ræsikerfa var falin Verkfræðistofu Guðmundar og
Kristjáns sf. og hönnun raflagna Rafteikningu s '
Til að annast byggingaframkvæmdir voru eft,r
taldir verktakar ráðnir: Kristinn Sveinsson, byg?
ingameistari, Eiríkur Jónsson, múrarameistar'.
Jónas Valdimarsson, pípulagningameistari
Magnús Lárusson, rafvirkjameistari.
og
358 — ÆGIR