Ægir - 01.06.1979, Síða 54
Ef litið er fyrst aftur til ársins 1976, jókst
heildarafli Bandaríkjanna það ár um 11%, eða í
2,5 milljónir lesta. Var þessu magni haldið á
árinu 1977. Á sama tíma virðist afurðaverð hafa
hækkað nokkuð stöðugt. Jafnframt þessu virðist
svo sem þeir stofnar, er hættast voru komnir
hafi rétt nokkuð úr kútnum. Ýsuafli undan Norð-
austur-Atlantshafsströndinni jókst nokkuð og afli
yellowtale flounder (flatfisktegund) sem hafði farið
snarminnkandi á undanförnum árum hefur og
aukist. Samhliða jókst þorskafli um 27%. Sam-
svarandi árangur var sagður hafa náðst undan
Kyrrahafsströndinni.
Á hinn bóginn minnkaði afli útlendinga á
Bandaríkjamiðum verulega eða í 1,7 milljón lestir,
sem er milljón lestum minna en 1976 og einungis
um helmingur þess hámarks, sem náðist 1974.
Þó að sá tími sem liðinn er sé nokkuð skammur
til að segja ákveðið til um áhrif hinnar nýju
skipunar mála og um uppbyggingu stofnanna,
hefur þróunin verið jákvæð fyrstu tvö árin og
segja verður að aðgerðir hafi borið árangur.
Niðurlag
Hin nýja skipan mála er enn of ung til að hægt
sé að draga fullkomnar ályktanir um framtíðar-
þróun fiskveiða við Norður-Atlantshafið. Hér þarf
að styðjast meira og minna við ágiskanir. Og þó
að allar tölur og upplýsingar um neysluvenjur,
ásamt yfirstandandi skipulagsbreytingum fiskiðn-
aðarins svo sem aukin eftirspurn eftir smærri
skipum með viðeigandi útbúnað og aukin vinnslu-
geta til að sinna breyttum aðstæðum, gefi vissa
ábendingu, eru fleiri atriði sem taka þarf tillit
til, t.d. hversu fljótt - ef þá nokkurn tíma - hægt
er að breyta venjum neytendans í markaðsþjóð-
félaginu, sérstaklega ef leyft er að flytja inn þær
fisktegundir, sem hann sækist eftir. Ennfremur
þarf að taka til greina hversu fljótt hinum endur-
reista fiskiðnaði Bandaríkjanna og Kanada tekst
að nýta markaðsmöguleika þá sem opnast hafa og
einnig hver áhrif „ný“ fiskveiðiríki, sem nú ráða
yfir miklum auðlindum, en hafa lítt beitt sér að fisk-
veiðum hingað til, eins og t.d. Nýja Sjáland og sum
þróunarlandanna, muni hafa á hefðbundna útflutn-
ingsmarkaði annarra þjóða.
Ýmsar raddir hafa verið uppi hjá þeim þjóðum
sem eru að byggja upp fiskiðnað, að ekki megi
fara of geyst í sakirnar. Of hröð uppbygging
fiskiskipaflota og leyfi til handa útlendingum til
að flytja inn tækniþekkingu og fjárfesta í og byggJ3
upp fiskiðnaðinn geta orðið til þess að mark-
miðinu um hagkvæmastan afrakstur fiskstofnanna
verði seint náð, m.a. vegna þess að það getur
tekið stofnana lengri tíma að ná sér. Þá er mögu-
leiki á að ýmsir stofnar nái sér ekki að fullu, þ e-
sumir kunna að verða undir í baráttunni við aðra
sterkari. Þetta á sérstaklega við um þá stofna
sem gengið hefur verið mjög nærri, t.d. síldina í
austanverðu Norður-Atlantshafi.
Svo virðist þó sem neyslu- og innkaupsvenjur
hafi að einhverju leyti aðlagast breyttum aðstæðum
nú þegar, og að menn sækist nú eftir nýjum fisk'
tegundum eða afli þeirra gömlu annars staðar-
Þannig virðist makríll hafa komið að nokkru í stað
síldar í nokkrum Evrópulöndum, og Birds Eye
fyrirtækið í Bretlandi segir að í stað þess að kaupa
um 90% þorskshráefnisins frá Grimsby og Hull hafi
þeir að undanförnu flutt um helming hráefniS"
þarfarinnar inn, annaðhvort nýtt eða fryst og
að
ekki hafi orðið hráefnisskortur svo nokkru nenu-
Það virðist samdóma álit þeirra sem vinna
að
útflutningsmálum fiskiðnaðarins að gjaldeyriS'
markaðirnir, og þá sérstaklega gengi dollarans 1
framtíðinni, muni hafa mikil áhrif á einstaka
þætti fiskiðnaðarins. Þannig hefur gengissig doH*
arans t.d. haft þau áhrif, að innfluttar sjávar-
afurðir verða dýrari á Bandaríkjamarkaði á meðan
verð innlendrar framleiðslu stendur í stað.
Gera má ráð fyrir að minnkandi framboð a
heimsmarkaði, sem kann að vara á meðan stofnaf
eru að reisa sig við, muni leiða til nokkurra verð-
hækkana. Hafa þær raunar þegar orðið nokkran
og leitt víða til nokkuð betri afkomu þrátt fyt'r
aukinn kostnað. Hefur þessi þróun gert ríkiS'
stjórnum kleift að minnka sumsstaðar fjárhagS'
aðstoð við fiskiðnaðinn. Þó ber að hafa í huga 3
ótakmarkaðar verðhækkanir geta ekki orðið, þe
fiskur verði af skornum skammti. Virðist meira a
segja vera töluvert verðviðnám á lúxusafurðunn
og nægir að benda á sölutregðu á rækju 1977 1
því sambandi.
Á árinu 1977 veiddist heldur minna magn íheiifl'
inum en 1976, en þrátt fyrir það jókst framleiðsla
matfisks nokkuð og meira en fólksfjölgun nam-
Þessi samdráttur heildaraflans er staðfesting á þeinj
sveiflum er einkennt hafa síðasta áratug og ma
rekja beint til útkomu hinna stærri veiða,
ansjósuveiða Perúmanna. Þá má sjá nýjan orsaka
vald þessara sveiflna á árinu sem er minnkan
afli stórfiskveiðiþjóða á íjarlægum miðum. Á* 1
370 — ÆGIR