Ægir - 01.11.1979, Qupperneq 13
f’arna er um að ræða þröngan markað í litlu landi
á greiðan aðgang til innkaupa frá Þýskalandi,
rakklandi og Hollandi. Fiskneyslan er nokkuð
J^'kil, um 18 kg. á mann og fullnægir eigin fiskifloti
elmingnum af þörfmni fyrir bolfisk, hitt er innflutt
°§ annað eins er innflutt af skelfiski. Viðskipti
°^kar við Belga eru ekki mikil, en þau hafa farið
VaXandi síðustu árin. Helstu vöruflokkarnir eru
'okkir til verksmiðjuframleiðslu, grálúða og síld.
'ns og áður er sagt er verð blokkanna frekar lágt
Vegna samkeppninnar, en á öðrum tegundum er
^erð þar okkur hagstætt.
Sem fiskútflutningsþjóð er okkur brýn nauðsyn á
fylgjast vel með breytingum á mörkuðum, hvort
ejdur er í Evrópu eða annars staðar, með þvi einu
móti getum við vitað hvaða markaðir eru okkur
hagstæðastir, ekki fyrir lítið magn sem afgreiða þarf
með stuttum fyrirvara og selja má takmarkaðan
tíma á uppsprengdu verði, heldur verðum við að
geta metið hvar er hagstæðast heildarverð fyrir
mikið magn til langs tíma. Til skamms tíma hefur
verðlag á frystum fiski í Bretlandi og víðar í Evrópu
ekki verið okkur jafnhagstætt og til dæmis í Banda-
ríkjunum. Þarna hefur orðið breyting á, ekki hvað
síst vegna veikleika bandaríska dollarans saman-
borið við evrópska gjaldmiðla, en einnig hefur þessi
breyting orðið vegna minnkandi framboðs og
hækkandi fiskverðs í flestum Evrópulöndum á þeim
fisktegundum sem eru helstu útflutningsvörur
okkar og á það helst við um breska markaðinn. Með
hækkuðu verði og meiri og bættri þekkingu á fryst-
um fiski hafa gæðakröfur kaupendanna aukist og
kröfur um bætta pökkun og meira og betur unna
vöru orðið algengari. Fyrr á árum, er úthafstogarar
flestra Evrópuþjóða lönduðu miklu magni af
margra daga gömlum ísfiski, þurftum við ekki að
óttast samanburð á ferskleika okkar framleiðslu við
þessa vöru. Með tilkomu frystitogaranna og verk-
smiðjuskipa og þekkingu á framleiðslu þeirra hafa
kröfur kaupendanna um fiskferskleika ráðið æ
meiru um verðið. Samanburðurinn við okkarfram-
leiðslu er hvað ferskleika hráefnis snertir ekki eins
hagstæður okkur nú eins og áður var. Þetta er atriði
sem þarf rækilegrar athugunar við, ef við eigum ekki
að verða eftirbátar annarra í vöruvöndun, í stað
þess að vera í fararbroddi eins og áður var. Fiskur
frystur um borð í veiðiskipi er alltaf fyrsta flokks
hvað ferskleika snertir og við verðum að keppa við
slíkan ferskleika í framleiðslu frystihúsanna okkar.
Ef við fylgjum ekki ströngustu kröfum í vöruvönd-
un getum við ekki vænst þess að ná hæsta verði, en
hingað til höfum við gert okkur það að reglu að
krefjast þess af viðskiptavinum okkar.
Hvað snertir markaðshorfur fyrir frystar sjávar-
afurðir - en frá sjónarmiði markaðs fyrir þær eru
aðstæður í þessari grein einkum miðaðar við - er
ekki annað sjáanlegt en útlitið sé okkur hagstætt,
verði rétt á spilunum haldið af okkar hálfu, hvað
snertir verndun og fullnýtingu fiskstofnanna, vönd-
un framleiðslunnar og vakandi athygli beitt til að
nýta þá markaði sem gefa okkur hagstæðast sölu-
verð.
ÆGIR — 641