Ægir - 01.11.1979, Side 14
Svend-Aage Malmberg, haffræðingur:
Astand sjávar og fískstofna
við Island
Greinaflokkur:
III. Ástand sjávar og loðnu
Inngangur
Hér birtist þriðja greinin í þessum flokki og fjallar
hún um ástand sjávar á loðnuslóðum hér við land,
loðnugöngur og loðnuklak.
Hrygningarganga loðnunnar
Sumarslóðir íslensku loðnunnar eru á mótum
köldu og heitu hafstraumanna fyrir Norðurlandi og
Vestfjörðum, og þá kaldsjávarmeginn (3). Síðla
vetrar gengur svo fullorðna loðnan að miklu leyti
með straumamótunum í Austur-íslandsstraumi til
að hrygna í hlýja sjónum fyrir sunnan land (hitastig
u.þ.b. 6°C, selta u.þ.b. eða minni en 35.0%); 1. og2.
mynd). Stundum gengur loðnan vestur með landinu
allt í Faxaflóa, og stundum ekki nema að Alviðru-
hömrum eða skemur (sjá t.d. skýrslur Loðnunefnd-
ar 1977 og 1978 (4,5)). Bæði líffræðilegt ástand
loðnunnar og umhverfisaðstæður eru taldar ráða
hér um. Hrogn loðnunnar klekjast út á botninum og
berast seiðin frá klakstöðvunum með straumi vestur
og norður á uppvaxtarslóðirnar eins og fram kom í
töflu í fyrstu grein (1), en taflan sýndi hlutfallslegan
fjölda loðnuseiða á mismunandi slóðum hér við
land 1970 - 1978. Taflan er birt hér aftur með ítar-
legri upplýsingum (1. tafla).
Uppvaxtarslóðir loðnuseiðanna eru uppsjávar í
sumaryl, bæði á djúpmiðum og inni á íjörðum.
Næstu árin leitar ungloðnan svo æ meira út í kalda
sjóinn þar til kemur að kynþroska og hrygningar-
göngu (3). Loðnan er þannig kaldsjávarfiskur, sem
a.m.k. hér við land leitar í hlýrri sjó til hrygningar,
og til að deyja síðan að mestu leyti. Kaldi sjórinn
norðan úr hafi færir okkur því ekki aðeins búsifjar
eins og hafísinn, heldur einnig nytjar eins og loðn-
una. Ekki er þar með sagt að ísinn og loðnan fari
saman og verður vikið nánar að því hér á eftir.
Main spawning migration of capelin and temperature al 50 1,1
deplli in lcelandic waters in January - March 1977 (4).
Loðnuseiði og ástand sjávar
Athugum nú aftur niðurstöður seiðarannsókna
1970 - 1978 (1. tafla). Fyrstu tvö árin (1970, 197*'
munu rannsóknirnar hafa verið ófullkomna1"-
Miklu má þó muna um villandi niðurstöður
þessi tvö ár verði talin til “góðra“ klakára án þess Þ°
að dómur verði lagður á það hér. Eins og áður hefnr
komið fram (1,2) þá áraði illaað vori í sjónum norö
anlands þessi ár. Á árunum 1972 - 1975 reynd>st
seiðamagnið vera mjög mikið (yfir 70% af heildaf
fjölda loðnuseiða áranna 1970 - 1978) og seið>n
voru einnig útbreidd um öll mið. Þá áraði vel ísj°n
um norðanlands (1972 - 1975 í kalda sjónum °&
642 — ÆGIR