Ægir - 01.11.1979, Qupperneq 27
að fara í saumana á forsendunum hverri fyrir sig,
Sagnrýna þaer og breyta og sjá hvort meginniður-
staðan breytist að marki. Á þennan hátt má að veru-
legu leyti nálgast skekkjumörk niðurstöðunnar.
Hér á eftir verður fyrst gerð nánari grein fyrir
reiknilíkaninu og meginforsendum þess. Því næst er
Qallað um grunnniðurstöðu útreikninganna og hún
^orin saman við núverandi veiðistefnu. Þá verður
Vlkið að veikustu forsendum útreikninganna, þeim
breytt og áhrif þess á niðurstöður athugaðar. Síðan
er íhugað, hver þróunin yrði, ef fylgt væri megin-
n'ðurstöðu þessara reikninga um stefnumörkun
Varðandi sókn. Er þá m.a. tekið tillit til óhjákvæmi-
legra frávika frá þeirra sókn er ráðgerð væri, sömu-
le‘ðis nokkurra sveiflukenndra þátta í ytri skilyrð-
Urn- Að lokum er fjallað um hvaða lærdóma megi
^raga af þessum tilraunum og hvaða atriði virðast
burfa frekari athugunar við. Ennfremureru útreikn-
lngar mínir bornir saman við aðrar hliðstæðar
nlðurstöður.
Gerð reiknilíkansins
Reiknilíkön, eins og það sem hér er skýrt frá, eru
n°tuð til að lýsa þróunarferli. Þau geta verið ein-
vörðungu lýsandi, þ.e.a.s. stærðir og þættir er ráða
framrásinni eru þá fyrirfram gefnir. í lýsandi líkani
af fiskveiðum væru þannig allar sóknarstærðir til-
Steindar frá ári til árs. Reiknilíkanið sýndi síðan af-
!eiðingu slíks sóknarferlis: afla, afkomu, stofnstærð-
ir og fleiri atriði á hverju ári reiknitímabilsins. En
slík líkön má einnig gera þannig úr garði, að þau leiti
sjálf að þeim stjómstærðum (í okkar tilviki sókn o.fl.),
sem skila bestum árangri í einhveijum skilningi.
Nefnist þá reiknilíkanið hámörkunarlíkan. Sú reikni-
tækni, sem beitt er í hámörkunarlíkönum, er tiltölu-
lega ný af nálinni og einungis unnt að beita henni
með hjálp nútíma tölvutækni.
Reiknilíkan það, sem hér verður kynnt, er há-
mörkunarlíkan: því er ætlað að finna það sóknar-
magn í íslenska þorskstofninn á komandi árum, sem
leiðir til hámörkunar á heildarframlagi þorskút-
vegs til þjóðartekna reiknuðu á núvirði, eins og nán-
ar verður skýrt síðar.
Mynd 1 gefur yfirlit yfir helstu þætti útreikning-
anna á hverju ári áætlunartímabilsins. Þannig er
gengið út frá ákveðinni stærð þorskstofnsins í árs-
byijun. Stofnstærðin er tilgreind sem fjöldi fislca í
hverjum aldursflokki. Hluti hvers aldursflokks
verður sjálfdauða og annar hluti er veiddur. Afgang-
urinn gefur stofnsamsetninguna í árslok, sem þá
verður grundvöllur útreikninga á næsta ári. Þó þarf
fyrst að bæta nýliðum við. Ferill þorskungviðs er
flókinn og eru honum ekki gerð skil í þessu líkani.
Nýliðun miðast því við 3ja ára aldur, en þá fer fisk-
anna fyrst að gæta í veiðinni, enda miðast upplýs-
ingar fiskifræðinga um nýliðun við hið sama.
Fiskveiðidánarhlutföllum er lýst með svonefnd-
um fiskveiðidánarstuðlum, en þeir ráðast af tvennu:
HtjncH: yfirUt yfir reiknUikanub
ÆGIR — 655