Ægir - 01.11.1979, Page 33
Vera 600 þús. tonn til þess að nýliðun sé í hámarki,
en þá sé hún ríflega meðalnýliðun áranna 1955-
1^75 eða um 230 millj. fiska.
A mynd 2 kom fram, að þessi (dökkleita) nýlið-
Unarforsenda hefur sitt að segja um núverandi
Þorskveiðistefnu. í stuttu máli það, að stofninn
ntuni deyja út á nokkrum áratugum.
Ferlar 2 á mynd 4 sýna á hinn bóginn, hvemig æskileg-
ast virðist að haga sókninni m.v. nýliðunarfor-
Sendu skv, mynd 7. Þá er talið nauðsynlegt aðdraga
enn meir úr sókn en grunnniðurstaða bendir til. Á
Þetta þó einungis við fyrstu árin.
Eins og áður sagði, liggja engin vísindaleg rök
fyrir því að telja seinni nýliðunarforsendurnar lík-
le8ri en þá sem notuð er í grunnforsendum, en hugs-
anlega fylgdi því minni áhætta.
Náttúrlegur dánarstuðull
Náttúrlegir dánarstuðlar hafa mikil áhrif bæði á
stofnstærðarmat og áætlunarreikninga sem þessa,
er hér er greint frá. (Þeir, sem ekki er hugtakið
dánarstuðull” tamt, mega lesa í þess stað ”dánar-
l’lutfall” án verulegrar hættu á misskilningi).
Heilbrigð skynsemi segir, að náttúrlegir dánar-
riuðlar hljóti að vera háðir aldri ftsksins og árferði
°8 þar með breytilegir frá ári til árs. Rannsóknireru
þó ekki nægilegar til þess ákvarða þessa breytileika-
Þ®tti. Einungis eru til meðaltalstölur um þessa
óánarstuðla og teljast þeir vera 0,2 á ári fyrir alla
a*durshópa þorsks frá 3ja ára aldri. Þetta þýðir að um
'8% hvers árgangs deyr náttúrlegum dauðdaga,
Seu fiskveiðar engar.
En það er e.t.v. ekki hin algildi sannleikur um
náttúrlega dánarstuðulinn sem máli skiptir, heldur
a|trif hugsanlegrar skekkju á meginniðurstöðuna. Á
Itinn bóginn er ekki auðvelt að benda á það í hvaða
att skekkjan getur legið, jafnvel þótt einungis sé leitað
aÓ breytingu þessarar forsendu í þá átt að rökstyðja
^eiri sókn en grunnforsenda leiðir til. Hærri nátt-
Urlegur dánarstuðull þeirra aldurshópa, sem eru
^otnnir að fullu inn í veiðina, og lægri hjá þeim, sem
■'tt eru veiddir, ætti þó að öðru óbreyttu að gera
'nikla sókn fýsilega.
Því var gerð tilraun með að telja náttúrlegan
óánarstuðul hrygningarfísks (þ.e. 7 ára og eldri)
Vera 0,25 á ári, en hjá 3ja og 4ra ára 0,10, en dánarstuðli
^ °g 6 ára þorsks var haldið óbreyttum við 0,2 á ári.
Eerlar 3 á mynd 4 sýna endanleg áhrif þessarar
breyttu forsendu á grunnniðurstöðu. Er þá búið að
breyta forsendum um stofnstærð í ársbyrjun 1978,
um meðalfískveiðidánarstuðla 1974-1977 svo og
um meðalnýliðun á þann hátt er samræmist tilgát-
unni um náttúrlegu dánarstuðlana. Enn sem fyrr er
grunnniðurstaðan sýnd til samanburðar. Ekki
verður séð að umræddar breytingar forsendna valdi
neinni umturnun á grunnniðurstöðu um sókn.
4. Mælikvarði á sókn og friðunaraðgerðir
Ein helsta einföldun, sem gerð er í þessum reikn-
ingum, felst í því, hvernig sókn er mæld. Engin ein-
hlít skilgreining eða mælieining er tiltæk á orðinu
sókn. Einkum eru tvær leiðir færar: I fyrsta lagi má
mæla sókn út frá líffræðilegum afleiðingum hennar,
þ.e.a.s. álagi sóknarinnar á fiskstofninn, en það
álag mælist með fiskveiðidánarstuðlum. Skv. þess-
ari aðferð er sókn mæld sem vegið meðaltal af fisk-
veiðidánarstuðlum hinna einstöku árganga. í öðru
lagi má hugsa sér sókn sem heildarmælikvarða á út-
hald á miðunum. Er þá gjarnan miðað við eina
skipa- og veiðarfærategund, oftast (skut)togara
með botnvörpu. Sókn er þá t.d. mæld í togtímum.
Verður þá að umreikna afköst annarra báta og
veiðarfæra yfir í samnefnarann: togara með botn-
vörpu.
Hvorug þessara aðferða við mælingu á sókn er
gallalaus. Með þeirri síðamefndu er örðugt að meta
áhrif breyttrar sóknar á fiskveiðidánarstuðla, m.ö.o.
líffræðilegar afleiðingar sóknarbreytinga. Á hinn
bóginn er sú sóknarmæling áþreifanleg og auðveld-
ara að meta tengsl útgerðarkostnaðar og sóknar-
magns. Fyrri leiðin hefur þann meginkost að vera í
beinum tengslum við framvindu fiskstofnsins. En
örðugra er að heimfæra sóknarbreytingar skv. henni
uppá raunverulegt úthald og kostnað því samfara.
Athuganir hafa sýnt, að báðar sóknarmælingarn-
ar fylgjast að: á milli þeirra eru talin bein hlutfallsleg
tengsl. (Þessi tengsl em þó ekki alltaf fyrir hendi t.d.
ekki hjá torfufiskum eins og síld og loðnu.)
I reiknilíkani mínu er fyrri sóknarmælingin lögð
til grundvallar, en vegna áðurnefndra tengsla ætti að
vera leyfilegt að túlka niðurstöður um hlutfallslega
sóknarbreytingu uppá samsvarandi magnbreytingu
í úthaldi. Á hinn bóginn verður ekkert sagt um,
hvernig slík sóknarbreyting ætti að skiptast á ein-
stakar fiskiskipa- og veiðifærategundir. Þá má held-
ur ekki draga þá ályktun, að flotastærðin, sem nota
þarf til veiðanna, sé í beinu hlutfalli við sóknar-
magnið. Leiði t.d. minni sókn til aukins afla á sókn-
areiningu, þá er ljóst að flotinn má ekki minnka að
sama skapi til þess að unnt sé að draga aflann að
landi. Þessar tvær athugasemdir eiga reyndar einnig
ÆGIR — 661