Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1979, Síða 38

Ægir - 01.11.1979, Síða 38
verður þó fullyrt að allar slíkar keðjuverkanir, sem flestar hljóta að teljast afarósennilegar, séu fullkannaðar. 2. Markaðsmál þorskafurða eru ekki tekin með í reikninginn en gert ráð fyrir að afurðirnar séu ávallt seljanlegar og þá á því meðalverði sem gilti 1977. Rétt er því að benda á, að sóknarsam- dráttur í samræmi við reikniniðurstöðurnar myndi leiða til nokkuð meiri árssveiflna í afla en óbreytt sókn og gæti því gert markaðsmálin örð- ugri. 3. Sóknin í þorskstofninn virðist hafa verið í stór- um dráttum óbreytt frá 1973 eða svo og stofn- stærðin u.þ.b. í jafnvægi miðað við þessa sókn (að því tilskyldu að nýliðun haldist í meðallagi). Sé dregið úr sókn raskast þetta jafnvægi og stofninn vex. Þó myndi stofninn staðnæmast við þá stærð er hann var kominn niður í u.þ.b. 1965. Engu að síður væri æskilegt að vita hvaða áhrif þessi stækkun stofnsins hefði á lífkerfi sjávar, einkum að því er snertir hugsanleg áhrif á aðra nytjafiska, t.d. loðnu. 4. Ekki er fjallað um það í þessum útreikningum, hvemig stjórna mætti þorskveiðunum með hag- kvæma sókn í huga. Heldurekkihverinnbyrðis tilfærsla yrði í útgerð milli landshluta eða milli báta og togara, svo að eitthvað sé nefnt. Fram- kvæmdaörðuleikar á þeirri þorskveiðistefnu, sem hér hefur verið kynnt, eru eflaust verulegir. Þeir eru að nokkru hafðir í huga, þegar rætt er um "félagslegan kostnað” i reiknilíkaninu. Æskilegt væri að gera sér glögga mynd af fram- kvæmdaatriðum. 5. í útreikningunum er einungis íjallað um þorsk- veiðar. Þær verða þó trauðlega slitnar úr sam- hengi við aðrar botnfiskveiðar. Ákjósanlegt væri að gera yfirgripsmeiri útreikninga, sem tækju til þessara veiða í heild. Hér hefur verið bent á nokkur sundurlaus atriði, sem íhuga mætti betur. Skýrslur um íslenskan sjáv- arútveg eru góðar og trúlega betri en annars staðar gerist. En skýrslur eiga ekki aðeins að vera söguleg- ur fróðleikur heldur á að nýta þær við ákvarðana- töku. Það verður þó því aðeins skynsamlega gert, að fróðleikur skýrslnanna sé greiptur saman í heila mynd og á þann hátt að spá megi um afleiðingar á- kvarðana eða stjórnunaraðgerða. Ég tel því að draga ætti allan tiltækan fróðleik saman i ítarlegt heildarlíkan af íslenskum sjávarútvegi, þannig að kanna mætti í einstökum atriðum áhrif stjórnunar- aðgerða eða t.d. íjárfestingaráætlana. Að lokum vil ég geta nokkurra annarra reiknilík- tilrauna varðandi þorskveiðistefnu og gera örstutt- an samanburð á þeim og mínum. 1. í doktorsritgerð Rögnvalds Hannessonar hag- fræðings frá 1974 er m.a. fjallað um útreikn- inga á bestu sókn í þorskstofninn. MeginupP' setning útreikninganna er svipuð og hjá mér, en kostnaðarþættir nokkru fábrotnari. Engat hindranir eru settar á snöggar sóknarbreyting' ar, enda fæst sú niðurstaða að afrakstur veið- anna megi hámarka með því að hafa miklar sveiflur í sókn. Veltir Rögnvaldur reyndar vöngum yfir því, hvort slík sveiflukennd sókn væri framkvæmanleg með því að láta veiðiflo13 flakka landa á milli. Þá eru athuguð áhrif sveiflna á nýliðun, með því að beita reiknilíkaninu til stjómunar veiða í liðinni tíð, þar sem nýliðun er þekkt. Niðurstaða Rögnvaldar varðandi ís- lenska þorskstofninn er sú, að þegar um 1960 hafi sóknin í stofninn verið komin í æskileg1 hámark. 2. í skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins um "Þróun sjávarútvegs”, sem út kom 1975, er getið um ltf" fræðilegar afleiðingar þrenns konar þróunar á sókn: a) svipuð sókn 1975-1979 og hún var 1972-1973, b) 15% sóknaraukning og c) 50% sóknarminnkun strax. Menn voru nokkru svartsýnni á forsendur fyrir stofnstærð þa; Þannig var spáð að þróun a) og b) mynd> leiða til aflahruns 1979. Nú vitum við, að raunin er önnur. Þetta rökstyður einungis það, sem sagt er fyrr í þessari grein, að sérhveipa stefnumörkun þarf að endurskoða jafnt og þéú á grundvelli nýjustu þekkingar. Spurningin er ekki sú, hvort spá 5 ár fram í tímann reynist rétt eða röng, heldur sú, hvort umsögn um það hvað gera skuli í bráð (í þessu tilfelli um sókn á árinu 1975 eða 1976) reynist rétt, þegar horft er til baka. 3. Jón Sigurðsson þjóðhagsstjóri og Sigurður B- Stefánsson hagfræðingur birtu í grein i 2. hefti Fjármálatíðinda 1978 um ”Afrakstur þorskút- vegs á komandi árum”. Eru þar athugaðar nokkrar hugmyndir um sóknarbreytingar árm 1978 og síðar. Grunnforsendur eru allar mjög svipaðar þeim, sem hérhafa verið kynntar, enda flestar hagrænar forsendur mínar frá Þjóðhags- stofnun komnar. Er gengið út frá því, að stefna skuli að 47% sóknarminnkun, sem sé hagkvaeiu- asta sóknin þegar til lengdar lætur. Reiknitil' 666 — ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.