Ægir

Volume

Ægir - 01.11.1979, Page 58

Ægir - 01.11.1979, Page 58
ÁTÆKJAMARKAÐNUM Atlas Fischfínder 791 DS Þýzka fyrirtækið Krupp Atlas-Elektronik í Bremen hefur um árabil framleitt dýptarmæla með sam- byggðum skrifara og fisksjá (myndskjá), sem hafa samnefnið Atlas Fischfinder 700. Helztu gerðir 700-línunnar eru 720, 740, 780 og nú á allra síðustu árum gerð sem nefnist 790 DS. Nú er nýkomin á markaðinn ný lína, sem nefnist Atlas Fischfinder 701 ogerumþrjármegingerðirað ræða, þ.e. 721, 781, og 791 DS. Hérverðureinkum fjallað um stærstu og fullkomnustu gerðina, 791 DS, en mælar af þeirri gerð eru komnir í þrjá skuttogara hérlendis, þ.e. í Guðbjörgu ÍS-46, fyrir rúmu ári síðan, og nú á þessu ári í Þorlák ÁR-5 og Elínu Þor- bjarnardóttur ÍS-700. Fyrirrennari þessa mælis er 790 DS og fyrsti mælirinn af þeirri gerð hérlendis var settur í skuttogarann Engey RE-1 árið 1977 ogá s.l. ári var settur mælir af sömu gerð í rannsóknar- skipið Hafþór RE-40. Mynd 1: Sendigeisli óháður veltingi skips 686 — ÆGIR Atlas Fischfinder 791 DS (og einnig 790 DS) hefur mun meiri sendiorku og langdrægi en fyrn gerðir frá Atlas og er búin nýrri gerð botnspegils og tölvueiningu (Digital Stabilization Electronics Unit) til stjórnunar á sendigeisla. Hin nýja gerð botnspeg- ils, sem er úr PZT/ Keramik, er sett saman úr 51 ele- menti, sem skipt er í sjö hópa. Sérhver hópur ele- menta er tengdur aðskildum sendi- og móttökurás- um, sem stjórnað er af tölvueiningunni. Útkomaner ekki aðeins geisli, sem hefur litlar síðulykkjur (side lobes), heldur og skapast möguleiki að sveigja geisl- ann þverskips án vélrænnar hreyfingar botnspegils- ins og halda stefnu hans stöðugri þótt skipið velti (mynd 1). Einnig er möguleg handvirk stjórnun geisla frá bakborða yfir í stjórnborða, ef leitaðert.d. í köntum. í töflu 1 hér að neðan eru helztu tæknilegar upplýs' ingar um botnspegil, sendiorku, langdrægi o.fl-: Tafla 1: Gerð botnspegils SW 6029 Tíðni 33 KHz Sendiorka 4 KW Geislavídd 6° x 8° eða 6° x4° Handvirkur snúningur ... -í- 15° ... 0° ...+ 15° Stærð sendiflatar 480 x 640 mm Þyngd botnspegils 160 kg Hámarks botndýpi 5000 m Aðgreiningardýpi (stór fiskur) 1000 m Sjálfur mælirinn (mynd 2) er, eins og fyrri gerðir Atlas Fischfinder mæla, sambyggt tæki með skrif- ara og myndskjá; skrifarinn í efri hluta hússins og myndskjárinn í neðri hluta þess. Stjórnhnappa1" eru allir samankomnir hægra megin við skrifara og skjá, en á mælum 700-línunnar eru þeir á neðri hluta hússins, til hliðar og neðan við myndskjáinn. Myndskjár er mun stærri, eða 33 cm (hornalína).1 stað 21 cm (240 cm2) á mælum 700-línunnar. Botnstækkun svo og minniseining fyrir myndskja (stöðug mynd) eru innbyggð í húsið, en í 700-lín' unni eru þessar einingar viðbótarbúnaður. Botn- stækkunin (og “miðsjávarstækkun“) kemur bæði fram á skrifara og myndskjá. Stækkun við botn er möguleg í þremur þrepum, og nær yfir 32 mm af pappírsbreidd, og stækkun miðsjávar einnig í þrem- ur þrepum, og nær yfir 64 mm af pappírsbreidd- Ljóstöluaflestrar eru innbyggðir í mælinn og eru gluggar fyrir dýpissvið, botndýpi, auk glugga fyrir

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.