Ægir - 01.11.1979, Side 64
Afmæliskveðja:
Kristján
Þórsteinsson
sjötugur
Kristján Þórsteinsson, starfsmaður hjá Fiskifé-
lagi íslands varð sjötugur 15. júnís.l. Hannerfædd-
ur á Þingeyri. Foreldrar hans voru Þórsteinn Jóns-
son bræðslumaður og kona hans Valborg Sigríður
Óladóttir. Hann gerðist sjómaður á unga aldri og
var meðal annars á strandferðaskipinu Sterling
1922. Hann gerðist og verkamaður og síðar starfs-
maður hjá Landssíma íslands, en réðist til Fiski-
félags íslands sem húsvörður og umsjónarmaður
1945 og hefir starfað þar síðan. Kristján er bind-
indismaður og hefir starfað mikið í Góðtemplara-
reglunni og var hann meðal stofnenda stúkunnar
Berglind nr. 172 á Hellissandi og einnig meðal stofn-
enda Bindindisfélags ökumanna í Reykjavík. Hann
tók þátt í stofnun kirkjukórs Neskirkju í Reykjavík
1941 og var í fyrstu stjórn kórsins.
Þá hefir Kristján tekið nokkurn þátt í skemmt-
analífi og m.a. verið dans- og skemmtanastjóri á
nokkrum skemmtistöðum í Reykjavík. Kristján er
góður lesari og hefir flutt í útvarp nokkur erindi,
frumsamin og fyrir ýmsa höfunda.
Nú þegar Kristján lætur af störfum fyrir aldurs-
sakir vill Ægir flytja honum og hans fólki árnaðar-
óskir og þakkir, en hann starfaði m.a. fyrir blaðið.
Minningarorð:
Ingibjartur
Jónsson,
skipstjóri
Ingibjartur Jónsson var fæddur 26. júní 1892 að
Reykjarfirði í Arnarfirði. Foreldrar hans voru Jón
Jónsson Reykfjörð, skipa- og bryggjusmiður a
Bíldudal og síðar í Reykjavík og kona hans Markús-
ína Þorvaldsdóttir. Ingibjartur lést 4. febrúar 1979.
Ingibjartur gerðist snemma sjómaður og árið
1909 varð hann háseti á skútum frá Bíldudal og var
á þeim á sumrum til ársins 1915. Á vetrum vann
hann að skipasmíði með föður sínum. Árið 1916
gerðist hann háseti á Gullfossi. Hann lauk far_
mannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykjavík
árið 1920. Hann var síðan ýmist stýrimaður eða
skipstjóri frá 1920 - 1940. Meðal annars skipstjóri
á Skaftfellingi við flutninga við suðurströnd lands-
ins.
Árið 1940 gerðist Ingibjarturbókari hjá Hafsteini
Bergþórssyni útgerðarmanni og var hjá honum til
ársins 1948 er hann fluttist með Hafsteini til Bæjar-
útgerðar Reykjavíkur og var þar til ársins 1962.
1962 hóf hann starf hjá Fiskifélagi íslands og vann
þar í átta ár. Ingibjartur var ágætur starfsmaður,
stundvís, samvizkusamur og greinargóður. Hann
var vinsæll og vel látinn af öllum samstarfsmönnum
sínum.
Ingibjartur kvæntist 13. marz 1926 Hrefnu Krist-
jánsdóttur frá Neðra Vaðli á Barðaströnd. Hún lést
1944.
jKj Sjómælingar
W) íslands
Tilkynningar tii sjófarenda
19. Lög um landhelgi, efnahagslögsögu og land-
grunn fslands tóku gildi þ. 1. júní, 1979.
20. S-ströndin. Vestmannaeyjar. Leiðrétting í *J0'
kort.
Rauðbláa (magenta) hringinn og PA við stað
63°24,4’n 20° 16,8’v skal fjarlægja úr sjókortum-
Sjókort: Nr. 321.
21. Tímabundnar (T)- og bráðabirgðatilkynningar
(P) í gildi 1. júlí 1979.
Nr. 7/18 (P). 1977: Faxaflói. Reykjavík.
Engey. Radarsvarviti
(Racon).
692 — ÆGIR