Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1980, Blaðsíða 19

Ægir - 01.08.1980, Blaðsíða 19
Björn Dagbjartsson: Fiskmjölsiðnaður Perú ei*n í rústum Á árunum milli 1960 og 1970 var Perú ein m£sta fiskveiðiþjóð heims og ríkisfyrirtækið ’>Pescaperu“ allsráðandi á fiskmjölsmörkuðum eimsins. Árið 1960 veiddu þeir um 3 milljónir t°nna en 12-13 milljónir 1969-1970 og úr því engust yfir 2 milljónir tonna af mjöli. Á næstu arum hraðminnkaði aflinn og voru orsakirnar raktar til ofveiði og breyttra hafstrauma. Sérstakt j^mtúrufyrirbæri, jólastraumurinn „E1 Nino“ ger- reytti lífsskilyrðum ansjósunnar, lítið fannst af '^kinum og fiskifræðingar hvöttu eindregið til að j111 yrði farið varlega. Árið 1973 var fiskmjölsfram- e‘ðsla Perúmanna ekki nema rúm 400 þús. tonn jl a 1 / 5 af því sem mest var. Þrátt fyrir aðvaranir lskifraeðinga og ráðleggingar um áframhaldandi r’ðunarráðstafanir, leyfðu stjórnvöld aftur meiri ^e'ði á árunum 1974 og 1975 og heimiluðu um milljðnir tonna ársveiðikvóta sem ekki tókst P° að ná. En þá virtist hafa verið búið að höggva SV° stðrt skarð í hinn unga uppvaxandi stofn að V!*ðin hrapaði niður á næstu árum. Nú er svo komið a fiskifræðingar telja að ansjósustofninn sé varla nema 1-1.5 milljónir tonna en hann var á „gull- a ð^rárunum" um eða yfir 20 milljónir tonna. Þrátt ytir það að fiskifræðingar telji þennan stofn æPlega meiri en til að sjá fyrir viðkomunni er enn leyft að veiða meira en Vi milljón tonna. Fiskimiðin við Perú eru geysiauðug og floti Pescaperu hefur að hluta til sótt í aðra stofna. Þannig eru veidd árlega um 600 þús. tonn af makríl og 700 þús. tonn af sardínum. Sardínurnar eru þó í vaxandi mæli notaðar til manneldis og viss samkeppni er komin upp milli ríkisfyrirtækisins Pescaperu annars vegar og niðursuðuverksmiðja og frystihúsa í einkaeign hinsvegar, um aflann. Fyrir árið 1980 verður leyfð veiði á samtals 1.5 milljónum tonna af bræðslufiski og öðru eins af fiski til manneldis. Það liggur í augum uppi að Pescaperu er í geysi- legum kröggum. Aðeins 10 af 37 verksmiðjum þeirra hafa verið hreyfðar á þessu ári. Sumar hinna hafa verið leigðar til niðursuðuverksmiðja, aðrar standa og ryðga. í ráði er að fækka nóta- skipum fyrirtækisins úr 500 í 200 en það hefur að sjálfsögðu mætt mikilli mótstöðu fiskimanna. Bæði telja þeir að meira sé af fiski en af er látið og óttast líka að fyrirtækið fari með þessu algerlega á hausinn. Einnig hefur ríkisstjórnin á prjónunum að auka hlutafé fyrirtækisins allverulega. Einnig er rætt um að Pescaperu sameinist Pepesca, sem er niðursuðu- og fiskverkunarfyrirtæki i eigu rikisins. Stjórn Pescaperu hefur orðið að segja af sér m.a. vegna þess að fyrirtækið seldi allt sitt lýsi til útlanda á sl. ári, en svo vantaði lýsi til innan- landsneyslu og smjörlíkisframleiðslu. Ekki er reiknað með að nýja stjórnin kunni nokkur töfra- ráð til að bjarga fyrirtækinu og víst er um það að Perú er ekki lengur „fiskmjölsstórveldi." (Heimildir: Fiskets Gang, Fishing News og Eurofish report). hs^skip á höfninni ifiskibœnum v ° 1 Perú. Ansjósuveiðar Perúmanna '°nn þegar mest var■ 12-13 milljónir lg7^a 0 art’ en fóru hraðminnkandi eftir tonna^ ^ 'nnan v'^ ^talfa milljón ÆGIR — 427
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.