Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1980, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.1980, Blaðsíða 10
Helgi Laxdal, Tæknideild Fiskifélaga fslands: World Fishing 80 sótt heim Dagana 2.-8. júní s.l. hélt breska tímaritið World Fishing samnefnda alþjóðlega fiskveiðisýningu í Bella Center í Kaupmannahöfn. World Fishing hefur að undanförnu staðið fyrir slíkum alþjóðlegum fiskveiðisýningum á þriggja ára fresti, síðasta sýning var haldin í Kanada, nánar tiltekið Hali- fax í Nova Scotia, í byrjun september árið 1977. World Fishing er, eins og aðrar sýningar, mið- stöð þeirra manna sem eru tengdir á einn eða annan hátt þeirri atvinnugrein eða greinum, sem við- komandi sýning fjallar um. í þessu tilfelli er um miðstöð þess fólks að ræða sem tengt er sjávarútvegi í öllum hans myndum, veiðum, vinnslu, markaðsöflun o.s.frv. Hingað koma aðilar, sem framleiða vélar og tæki til nota í þessum atvinnugreinum frá nánast öll- um heimshornum með sinar vörur, og skiptast á skoðunum við starfsbræður sina vítt og breitt um heiminn. Þannig má líta á sýningar almennt sem miðstöð skoðanaskipta og upplýsingamiðlunar, hverja á sínu sviði, og fyrir þá sem eru að velta fyrir sér kaupum á þeim búnaði sem til sýnis er hlýtur að vera í því mikið hagræði að eiga aðgang að hlið- stæðum búnaði frá mörgum framleiðendum á sama stað til verð- og gæðasamanburðar. Ýmsir aðrir aðilar standa fyrir sýningum á sama sviði og allir kannast trúlega við Nor-Fishing, sem haldin er af Noregs Varemesse annað hvort ár og verður næst haldin í ágúst nú í haust í Þrándheimi. Kenneth C. Lucas, sem er einn af aðstoðarfram- kvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna, setti World Fishing 1980. I setningarræðu sinni fjallaði hann um aðstoð við þróunarlöndin á sviði fiskveiða og benti á nauðsyn þess, að á þessu sviði yrði mótuð heildarstefna með heimsmynd í huga. Meðan á sýn- ingunni stóð var haldin ráðstefna undir kjörorðmu „Framtíðarmöguleikar fiskveiða í heiminum • Ræðumenn ráðstefnunnar voru m.a. LauritsTm"11' æs frá dönsku úthafsveiðisamtökunum, Julio Luna frá Samameríska þróunarbankanum og Dr. Á- Labon frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (FAO). Jafnframt talaði Finn Gundelach framkvæmdastjóri Efnahagsbandalags Evrópu um landbúnað og fiskveiðar. Á sýningunni voru 289 sýnendur frá 23 löndun1 og sýndu í 228 básum, og skiptast þannig, duí sýningarefni: Sýnendur Fatnaður ....................... 2 Fiskirækt ...................... 4 Fiskvinnsla ................... 45 Hjálparvélar, skrúfubúnaður 35 Netagerðavélar ................. 4 Rafeindatæki, fiskileitartæki 6 Ráðgjafarfyrirtæki............. II Siglinga- og staðsetningartæki I9 Skipasmíðastöðvar ............. 15 Skipsbúnaður .................. II Sölu-og kynningarsamtök I7 Umbúðir og markaðsöflun 20 Útgáfuaðilar ................... 9 Veiðarfæri..................... 47 Þilfarsbúnaður ................ 38 öryggisbúnaður ................. 6 Danir voru með flesta bása, eða 76, en n®* þeim komu Englendingar með 26 bása og þeir þrl í röðinni voru Norðmenn sem sýndu í 18 bas , fslendingar voru þeir sjöundu í röðinni og sýu 10 básum. -f, Samkvæmt sýningarskrá sýndu tíu íslensk ú' ^ tæki framleiðslu sína á þessari sýningu. Hér L 418 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.