Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1980, Blaðsíða 14

Ægir - 01.08.1980, Blaðsíða 14
unnar til þess að hægt sé að dæla henni og ýra inn í brunahol vélanna. En það sem skiptir sköpum er efnainnihaldið. Segja má að með hækkaðri seigju aukist aukaefni olíunnar, en það er ekki alltaf rétt, nokkuð til í því eins og fram kemur í töflu. WÁRTSILA VASA sýndi nýja dieselvél sem til- heyrir nýrri framleiðslulínu hjá þeim, Vasa 22 HF, en vélar hennar eru sérhannaðar til brennslu á svart- olíu, með lágmarksgæði þau sem koma fram í töflu 1. I kynningu vélanna kemur fram að búið sé að reynslukeyra um nokkurn tíma Vasa 22 HF á svart- olíu og til samanburðar hafi einnig verið keyrt á gasolíu og á niðurstöðum þessarar reynslukeyrslu sé vélin m.a. hönnuð. Tekið er fram að nokkrir hlutir Vasa 22 og Vasa 22 HF séu þeir sömu, eins og vélarblokkin, sveifarásinn og sveifar og höfuð- legur en Vasa 22 kom á markað á árinu 1974. Einnig er tekið fram að allir þeir vélarhlutir, sem séu í beinu sambandi við eldsneytið eða bruna þess séu sérhannaðir. Upp eru talin, strokklok, strokkfóðringar, bullur og eldsneytiskerfi og nokkrum orðum farið um sér- stæða hönnun hvers og eins. Glöggt kemur fram að Vasa 22 HF sé ekki vél, sem breytt er til svart- olíubrennslu, heldur sé um algjörlega nýja hönnun að ræða á nánast öllum hlutum hennar svo og vinnslumáta með tilliti til hagkvæms reksturs á svartolíu. Vélar Vasa 22 HF línunnar verða framleiddar í fimm gerðum: 4R 22 HF, 6R 22 HF, 8R 22 HF, 10V 22 HF og 16V 22 HF, og munu koma á almennan markað á árinu 1981. Fyrsti stafurinn í gerðar- einkenninu segir til um strokkatöluna, R táknar að vélin sé línubyggð, V að hún sé V-byggð. Talan 22 er línueinkenni en HF stendur trúlega fyrir „heavy fuel“. Vélarnar spanna aflsviðið frá 745-3315 hö við snúningshraða frá 900-1000 sn/mín. Ef bornar eru saman Vasa 22 og Vasa 22 HF kemur fram að öll helstu mál eru þau sömu, eini munurinn í fraW' komnum upplýsingum um tæknilegar stærðir er sa, að Vasa 22 HF virðist um 14% aflmeiri á strokk en Vasa 22 við saman snúningshraða. NOHAB DIESEL. Ekki er hægt að víkja ^ Wartsila Vasa án þess að geta um sænska frant' leiðandann Bofors, sem framleiðir Nohab diesel' vélar, en tengsl þessara tveggja framleiðenda eru m.a. þau að Wártsila Vasa er umboðsaðili fyr,r Nohab dieselvélar í Finnlandi og Bofors er uni' boðsaðili fyrir W’ártsila Vasa dieselvélar í Svi' þjóð. Þess vegna fór vel á því að þessir tveir frani' leiðendur hefðu sameiginlegan sýningarbás á Worlá Fishing, en þar sýndi Wartsila Vasa áðurnefnd3 dieselvél Vasa 22 HF, sem var af gerðinni Vasa 8R22 HF og Bofors sýndi Nohab Diesel F 316 seiU er aflmesta dieselvélin í F 30 framleiðslulínunn1 hjá þeim, en vélar hennar komu á markað fyrir un1 það bil 2Vi ári. Vélar F 30 línunnar eru framleiddar í þreI11 megingerðum F 38 V, F 312 V og F 316 V, þar sem F 3 er línueinkenni, næsta tala segir til nn1 strokkatölu og V að vélin sé V-byggð. Vélar þessarar línu spanna aflsviðið frá 1768 ' 4080 hö við snúningshraða frá 720 til 825 sn/m111 miðað við stöðugt álag. í upplýsingariti um þessar vélar kemur fram a . þær séu hannaðar með það fyrir augum að þær getl brennt svartolíu. f töflu 1 kemur fram innan hva a marka eldsneyti véla F 30 og F 20 línanna á a vera. Skýrt er tekið fram að ef vélar F 30 línunnar eigi að brenna svartolíu af framkomnum gae^3 flokki skuli í hverju tilfelli hafa samband við fram leiðandann og fá frá honum nákvæm fyrirmm Tafla 1: Eldsneyti dies- elvéla, tvœr gerðir Gasolía og svartolía á islenskum markaði Kröfur þriggja dieselvélaframleiðenda til eldsneytis eftirtalinna véla sinna. Athuga ber að eftir er að for- Gasolia Svartolia Alpha Diesel T23L-KVO Wartsila Vasa 22HF Nohab Diesel F20-F30 Seigja sRi 100 F° 33 134 hámark 200 1500 1500 sSt50 C° 2,5 21 hámark 30 180 180 Eðlisþyngd kg/dm315 C° 0,83 0,91 hámark 0,92 0,98 0,98 Koksmagn % af þunga 0,1 4,8 hámark 4 12 10 öskumagn % af þunga 0,02 0,02 hámark 0,02 0,05 0,08 Brennisteinn % af þunga 0,2 2 hámark 2 4 3,5 Vanadium ppm 0 61 hámark 50 300 100 Sodium PPm 0 20 hámark 0 50 50 Hitagildi kcal/kg 10200 9870 9600 422 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.