Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.1980, Blaðsíða 38

Ægir - 01.08.1980, Blaðsíða 38
NÝ FISKISKIP Barði NK-120 30. janúar s.l. kom skuttogarinn Barði NK-120 ífyrsta sinn til heimahafnar sinnar, Neskaupstaðar. Skuttogari þessi, sem áður hér Boulonnais, er keyptur notaður frá Frakklandi, en er byggður í Gdynia í Póllandi árið 1975 hjá skipasmíðastöð- inni Stocznia im. Komuny Paryskiej, svonefnd B-416 gerð. Þess má geta að umrœdd stöð hefur byggt 10 skuttogara fyrir íslendinga, en auk þess hafa áður verið keyptir fjórir skuttogarar til lands- ins notaðir, sem byggðir eru hjá umrceddri stöð. Er þetta því 15. skuttogarinn í eigu landsmanna frá „Stoczina“ í Gdynia. Barði NK er systurskip Birtings NK og Hegraness SK, sem keyptir voru notaðir til landsins árið 1977, og Þorláks ÁR, sem keyptur var á s.l. ári. Allt meginfyrirkomulag er samsvarandi í skipum þess- um, svo og vélabúnaður og aðalvindur, en frávik í hjálparvindu- og rafeindatœkjabúnaði og búnaði vinnuþilfars. Ýmsar breytingar voru gerðar á skip- inu í Englandi áður en það kom til landsins, m.a. á fyrirkomulagi togþilfars, fyrirkomulagi íbúða, fyrirkomulagi og búnaði á vinnuþilfari og í lest, bœtt við tækjum í brú o.fl. Nú í júlí s. I. var settur í skipið búnaður til brennslu á svartolíu. Barði Nk er í eigu Síldarvinnslunnar hf. í Nes- kaupsstað, sem átti áður skuttogara með sama nafni, og varfyrsti tveggja þilfara skuttogarinn með skut- rennu, sem til landsins kom (des. 1970). Gamli Barði var seldur til Frakklands og gekk upp í kaupin á nýja Barða. Síldarvinnslan hf. á fyrir tvo skuttogara, en það eru Bjartur NK-121 og Birtingur NK-119. Skipstjóri á Barða NK er Herbert Benjamínsson og 1. vélstjóri Bjarki Þórlindsson. Framkvœmda- stjóri útgerðar er Jóhann Kr. Sigurðsson. Almenn lýsing: Skipið er tveggja þilfara skuttogari með skut- rennu upp á efra þilfar og er byggt samkvæmt reglum og undir eftirliti Bureau Veritas í flokki I 3/3 E, iji Fishing Vessel Deep Sea, £i MOT. Mesta lengd ......................... 45.57 m Lengd milli lóðlína ................. 39.00 m Breidd .............................. 10.50 m Dýpt að efra þilfari ................. 6.89 m Dýpt að neðra þilfari .............. 4.50 m Eiginþyngd ............................ 625 t Særými (djúprista 4.45 m).............. 913 t Burðargeta (djúprista 4.45 m) ......... 288 t Lestarrými ............................ 356 m3 Brennsluolíugeymar .................... 126 m3 Ferskvatnsgeymar ....................... 25 m3 Sjókjölfestugeymar (skutgeymar) .... 30 m3 Ganghraði............................. 13.5 hn Rúmlestatala .......................... 453 brl. Skipaskrárnúmer ...................... 1548 Undir neðra þilfari er skipinu skipt með fimn1 vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rúm, talið framan frá: Stafnhylki (fyrir sjókjölfestu); hágeyrni fyrir brennsluolíu ásamt keðjukassa og asdikklefa' fiskilest með botngeymum fyrir brennsluolíu; véD' rúm með vélgæzluklefa fremst b.b.-megin og brennsluolíugeymum aftast í siðum; ferskvatns- geyma yfir stefnisröri og skutgeyma aftast fyrir sjo- kjölfestu. Á fremri hluta neðra þilfars er vinnuþilfar og aftur úr því, b.b.-megin við miðlínu, er gangur aftur að fiskmóttöku. Sitt hvoru megin við ganginn er íbúðarými, en aftan við það eru veiðarfærageymsl' ur, s.b.- og b.b.-megin, aftast á neðra þilfari- Fiskmóttaka er aftarlega á neðra þilfari, fyrir miðjd- en þar fyrir aftan er stýrisvélarrúm, undir skut- rennu. Á miðhluta efra þilfars eru þilfarshús í báðum síðum, en enginn hvalbakur er á skipinu. Að frarnan tengjast þilfarshús þili þvert yfir skipið, sem mynda( framhlið yfirbyggingar. Fremst i s.b.- þilfarshus' eru íbúðir ásamt stigagangi upp í brú og niður a neðra þilfar, en þar fyrir aftan salernisklefi, stiga' gangur niður á neðra þilfar, vélarreisn og klefi fyrlt togvindumótor aftast. Þilfarshús b.b.-megin eru 1 tveimur hlutum: í fremri hluta er klefi fyrir fiot' vörpuvindumótor og klefi fyrir CO^-slökkvikerfi’ en í aftari hluta er klefi fyrir hífingavindumóto1’' salernisklefi, stigagangur og aftast klefi fyrir t°g vindumótor. í framhaldi af skutrennu að afial1 kemur vörpurenna sem greinist í tvær bobbinga rennur, sem ná fram að stefni og skera framP1 yfirbyggingar. Yfir frambrún skutrennu er bipoCl mastur, en aftast, sitt hvoru megin við skutrenfiú’ 446 — ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.