Ægir

Årgang

Ægir - 01.08.1980, Side 10

Ægir - 01.08.1980, Side 10
Helgi Laxdal, Tæknideild Fiskifélaga fslands: World Fishing 80 sótt heim Dagana 2.-8. júní s.l. hélt breska tímaritið World Fishing samnefnda alþjóðlega fiskveiðisýningu í Bella Center í Kaupmannahöfn. World Fishing hefur að undanförnu staðið fyrir slíkum alþjóðlegum fiskveiðisýningum á þriggja ára fresti, síðasta sýning var haldin í Kanada, nánar tiltekið Hali- fax í Nova Scotia, í byrjun september árið 1977. World Fishing er, eins og aðrar sýningar, mið- stöð þeirra manna sem eru tengdir á einn eða annan hátt þeirri atvinnugrein eða greinum, sem við- komandi sýning fjallar um. í þessu tilfelli er um miðstöð þess fólks að ræða sem tengt er sjávarútvegi í öllum hans myndum, veiðum, vinnslu, markaðsöflun o.s.frv. Hingað koma aðilar, sem framleiða vélar og tæki til nota í þessum atvinnugreinum frá nánast öll- um heimshornum með sinar vörur, og skiptast á skoðunum við starfsbræður sina vítt og breitt um heiminn. Þannig má líta á sýningar almennt sem miðstöð skoðanaskipta og upplýsingamiðlunar, hverja á sínu sviði, og fyrir þá sem eru að velta fyrir sér kaupum á þeim búnaði sem til sýnis er hlýtur að vera í því mikið hagræði að eiga aðgang að hlið- stæðum búnaði frá mörgum framleiðendum á sama stað til verð- og gæðasamanburðar. Ýmsir aðrir aðilar standa fyrir sýningum á sama sviði og allir kannast trúlega við Nor-Fishing, sem haldin er af Noregs Varemesse annað hvort ár og verður næst haldin í ágúst nú í haust í Þrándheimi. Kenneth C. Lucas, sem er einn af aðstoðarfram- kvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna, setti World Fishing 1980. I setningarræðu sinni fjallaði hann um aðstoð við þróunarlöndin á sviði fiskveiða og benti á nauðsyn þess, að á þessu sviði yrði mótuð heildarstefna með heimsmynd í huga. Meðan á sýn- ingunni stóð var haldin ráðstefna undir kjörorðmu „Framtíðarmöguleikar fiskveiða í heiminum • Ræðumenn ráðstefnunnar voru m.a. LauritsTm"11' æs frá dönsku úthafsveiðisamtökunum, Julio Luna frá Samameríska þróunarbankanum og Dr. Á- Labon frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna (FAO). Jafnframt talaði Finn Gundelach framkvæmdastjóri Efnahagsbandalags Evrópu um landbúnað og fiskveiðar. Á sýningunni voru 289 sýnendur frá 23 löndun1 og sýndu í 228 básum, og skiptast þannig, duí sýningarefni: Sýnendur Fatnaður ....................... 2 Fiskirækt ...................... 4 Fiskvinnsla ................... 45 Hjálparvélar, skrúfubúnaður 35 Netagerðavélar ................. 4 Rafeindatæki, fiskileitartæki 6 Ráðgjafarfyrirtæki............. II Siglinga- og staðsetningartæki I9 Skipasmíðastöðvar ............. 15 Skipsbúnaður .................. II Sölu-og kynningarsamtök I7 Umbúðir og markaðsöflun 20 Útgáfuaðilar ................... 9 Veiðarfæri..................... 47 Þilfarsbúnaður ................ 38 öryggisbúnaður ................. 6 Danir voru með flesta bása, eða 76, en n®* þeim komu Englendingar með 26 bása og þeir þrl í röðinni voru Norðmenn sem sýndu í 18 bas , fslendingar voru þeir sjöundu í röðinni og sýu 10 básum. -f, Samkvæmt sýningarskrá sýndu tíu íslensk ú' ^ tæki framleiðslu sína á þessari sýningu. Hér L 418 — ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.