Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1980, Blaðsíða 19

Ægir - 01.11.1980, Blaðsíða 19
er mjög mismunandi: þorskurinn er ránfiskur, sem lifir einkum á öðrum sunddýrum, þ.e. loðnu, þorski °g kolmunna. Minnsti þorskurinn étur þó aðallega ijósátu. Karfi étur aftur á móti nánast eingöngu sviflæg krabbadýr, svo sem ljósátu og krabbaflær. Hinir ræningjarnir þrír, steinbítur, ýsa og skráp- fiúra, éta síðan einkum og sér í lagi ýmis botndýr. Steinbítur étur þó í talsverðum mæli botndýr, sem ýsa og skrápflúra éta ekki að neinu marki, þ.e. stórkrabba, samlokur og kuðunga. Svo virðist sem samkeppni um fæðu gæti einkum átt sér stað hjá ýsu og skrápflúru, þar sem þessir fiskar éta báðir slöngustjörnur og burstaorma í allmiklu magni. Sé litið á mynd 7 með þau áhrif í huga, sem bráð- 'n verður fyrir af völdum ræningjanna, þ.e. með til- liti til afráns, kemur í ljós, að ýmis botndýr (slöngu- stjörnur, burstaormar, ígulker) verða líklega fyrir talsverðum áhrifum í þessu tilliti (sbr. fjölda og hreidd þeirra örva, sem beinast að hverri bráð). Enn- frernur má ætla að hin sviflæga ljósáta verði fyrir verulegum áhrifum af völdum afráns. Á hinn bóg- inn verður ekki séð, að rækja verði fyrir umtals- verðum áhrifum í þessu tilliti. horskstofninn hefur m.a. þá sérstöðu að vera einn stærsti fiskstofn við ísland. Þessi staðreynd ieiðir óhjákvæmilega til þess, að helsta bráð þorsks- ins, þ.e. loðna, þorskur og kolmunni, hlýtur að verða fyrir umtalsverðum áhrifum af völdum afráns borskstofnsins. Ótvíræð sérstaða þorsksins ræðst ennfremur af því, að „sjálfráns“ (þorskur étur Þorsk) varð aðeins vart hjá honum af þeim fimm fisktegundum, sem hér eru til umræðu. Með fæðutengslum þorsksins við aðrar fisk- tegundir og sjálfan sig er komið að málefni, sem er ekki aðeins athyglisvert í vistfræðilegu tilliti, heldur einnig mikilvægt í efnahagslegu samhengi. Margvís- iegar spurningar vakna í þessu sambandi, t.a.m. hversu mikið þorskstofninn éti af loðnu á einu ári eða hversu mikið af sínum eigin afkvæmum. Þessum spurningum verður ekki svarað hér, enda var það aldrei tilgangur þessarar greinar. Öllu heldur má væntanlega líta á greinarkorn þetta sem framlag í þann upplýsingasjóð, sem um síðir mun gera kleift að svara þessum og viðlíka spurningum. English summary On the food of five demersal fish species in Ice- landic waters. Ólafur K. Pálsson. Marine Research Institute Reykjavík. Results are presented on the food and feeding of the following fish species in Icelandic waters (number of stomachs analysed in brackets): Cod (1211), redfish (251), haddock (507), catfish (440) and long rough dab (417). The material was sampled in March and November-December 1979, on the continental shelf north and east of Iceland (shaded area in fig. 1). Cod are nectonic predators preying mainly upon capelin, blue whiting, cod and other fish species (fig. 2). Small cod (below 20 cm), however, prey mainly upon euphausiids and other planktonic ani- mals. Cannibalism was found in large cod only. Redfish (fig. 3) prey almost exclusively upon planktonic animals (euphausiids, copepods), and catfish (fig. 5) mostly eat benthic prey (echinoderms, brachyuras, gastropods, bivalves). Haddock (fig. 4) and long rough dab (fig. 6) also prey heavily upon benthic animals. It seems that interspecies compe- tition for food is most pronounced between these two species as ophiuroids and polychaetes are rele- vant prey for both predators. General trophic eco- logical features are summarized in fig. 7. ÆGIR — 579
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.