Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1980, Blaðsíða 60

Ægir - 01.11.1980, Blaðsíða 60
ÁTÆKJAMARKAÐNUM Simrad SM 600 Sonar Norska fyrirtækið Simrad A/S er að koma með nýtt asdiktæki á markaðinn, sem nefnist SM 600, og var það m.a. kynnt bæði á World-Fishing sýning- unni og Nor-Fishing sýningunni s.l. sumar. í stórum dráttum byggir SM 600 á ST-sonarn- um, og CD-myndtölvunni sem tengist honum, en helzta nýjungin frá fyrri asdiktækjum frá Simrad er fjölgeisla botnspegill og myndskjár sem sýnir í lit. Botnspegillinn sendir út og tekur á móti 17 sjálf- stæðum geislum, sem hver tekur yfir 5°, þannig að ein útsending þekur 85° geira. Mögulegt er að mjókka þennan sendigeira t.d. með færri geislum. Fyrri asdiktæki frá Simrad hafa sent út einn geisla. Sá hluti botnstykkisbúnaðarins, sem nefnist dóm- kerfi, er hliðstætt dómkerfi ST-asdiktækisins, þ.e. botnspegillinn er umluktur gúmmídóm, sem fylltur er af sjó. Sjón- og stjórntækið er búið 14” litaskjá og eru endurvörp frá fiskitorfu, og ýmsar tölulegar upp- lýsingar, sýndar með sex mismunandi litum. Sú mynd og þær tölulegu upplýsingar, sem fram koma á skjánum eru að öðru leyti hliðstæðar og fram koma á CD-myndtölvunni. Á skjánum kem- ur fram lárétt mynd af staðsetningu og stefnu skips, og feril þess síðustu mínúturnar (hægt að velja mismunandi tímalengd) og staðsetning fiski- torfu ásamt stærð, stefnu og hraða hennar. Þétt- leiki torfu er gefinn til kynna með þremur mis- munandi litum, allt eftir styrkleika endurvarpa. Hægt er að velja um afstæða mynd, þ.e. skip kyrrt á skjánum, eða sanna mynd, þ.e. skip hreyfist (norður upp) en endurvarp í kyrrstöðu. Með inn- byggðri minniseiningu er unnt að varðveita upplýs' ingar frá allt að níu endurvörpum (fiskitorfum)- Tölulegar upplýsingar, sem koma fram á skjánum eru dýpiskvarði lengst til vinstri og má þar lesa dýpt fiskitorfu og þéttleika. Lengst til hægri á skjánum koma fram upplýsingar um halla botn- spegils. Sendiorka SM 600 er 4 KW og hann vinnur á tíðninni 34 KHz. Leitarsvið er frá 250-3000 m og langdrægni miðað við meðalfiskitorfu er um 2000 m. Hægt er að halla botnspegli niður í 90°. Ha- marks púlslengd er 110 millisek. Leitarmöguleikar eru handvirk leitun, sjálfvirk leitun í þrepum og sjálfvirk samfelld leitun. SM 600 sónarinn er nauðsynlegt að tengja inn a vegmæli og gyróáttavita. Sem viðbótarbúnað er unnt að fá skrifara með 8” þurrpappír og auka- myndskjá, 14” eða 20”. Þess má geta að unnt er að skipta á ST botnspegli og SM botnspegli. Umboð fyrir Simrad A/S hér á landi hefur Frið- rik A. Jónsson h/f, Reykjavík. Samkvæmt upplýs' ingum umboðsins liggur ekki fyrir hvað tækið kemur til með að kosta. Gert er ráð fyrir að SM 600 komi á markað á miðju næsta ári. Halli spegils---------- Sendigeiri ____________ Dýpt og þéttleiki torfu Fiskitorfa ____________ Stefna og hraði torfu - Bauja------------------ Skipið ---------------- Ferill skipsins________ Fiskitorfur -----------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.