Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1980, Blaðsíða 53

Ægir - 01.11.1980, Blaðsíða 53
íbúðir eru einangraðar með glerull og klæddar með plasthúðuðum plötum. Snyrtiklefar, svo og þil að vélarreisn, eru óeinangraðir. Vinnuþilfar, fiskilest: Framan við skutrennu er vökvaknúin fiskilúga, sem veitir aðgang að fiskmóttöku aftarlega á neðra þilfari. í efri brún skutrennu er vökvaknúin skut- rennuloka, sem er felld lóðrétt niður. Fiskmóttaka er búin áluppstillingu og á framhlið hennar eru þrjú op, sem lokað er með álborðum. Framan við fiskmóttöku er renna og yfir henni aðgerðarborð og safnrör fyrir slóg, sem leitt er út- byrðis. Framan við aðgerðaraðstöðu er þvottaker og færiband sem flytur síðan fiskinn í lest um op á afturþili lestar. Fyrir karfa er sérstakt færiband, sem flytur frá móttöku. í skipinu eru lifrar- bræðslutæki. Vinnuþilfar er einangrað og klætt. Á vinnuþil- fari, s.b.— og b.b.—megin, er áluppstilling fyrir geymslu á fiski og er loft vinnuþilfars beggja megin búið kælileiðslum. Fiskilest er einangruð með polyurethan og klædd með 50 mm viðarklæðningu og krossviði að hluta. Uppstilling er úr áli og í lofti eru kælileiðsl- ur. Á lestinni er ein lúga sem nær að mestu yfir •engd hennar. í lest eru færibönd til að flytja fisk. Vindubúnaður: Togvinda skipsins er rafdrifin frá Holmes Lek- tron og er fremst á togþilfari, aftan við yfirbygg- ingu. Vindan er búin tveimur togtromlum, sem taka um 1200 faðma af 3 !4” vír, tveimur hjálpar- tromlum, önnur tvískipt fyrir grandara og hin fyrir hífingu á vörpu, og tveimur tvöföldum koppum á endum. Vindan er knúin af 300 ha, 650 sn/mín, 250 V Laurence Scott jafnstraumsmótor. Til að draga bobbinga fram eru tvær vökva- knúnar vindur (háþrýstikerfi) frá Gearworks af gerðinni Pullmaster H7A með einni tromlu (178mm0x 292mm0x 203mm), togátak á tóma tromlu 3.2 t. Vindurnar eru á efra þilfari, aftan við togvindu. Auk hífingartromlu á togvindu er ein háþrýsti- knúin hifingavinda frá Véltak h/f, búin tromlu og kopp, togátak á tóma tromlu 4 t, sem er staðsett °fan á fremra bipodmastri. Á afturþilfari, s.b— og b.b.—megin við skut- rennu, eru tvær vökvaknúnar hjálparvindur (lág- þrýstikerfi) frá Nor—Marine fyrir pokalosun og útdrátt á vörpu. Hvor vinda er búin fastri tromlu (33Omm0x 45Omm0x 460mm) og kopp, togátak 2 t hvor vinda. Á bátaþilfari aftan við brú er flotvörpuvinda, knúin af tveimur Staffa háþrýstivökvamótorum. Tromlubreidd er 2375 mm og ytra þvermál 1800 mm0. Framarlega á efra þilfari er lágþrýstiknúin akk- erisvinda frá Nor-Marine, búin tveimur útkúplan- legum keðjuskífum og tveimur koppum. Skipið er búið tveimur rafdrifnum kapalvindum fyrir netsjártæki, önnur á toggálgapalli og hin á bátaþilfari aftan við brú. Rafeindatæki, tæki í brú o.fl.: Ratsjár: Tvær Decca RM 426, 48 sml. Seguláttaviti: Þakáttaviti frá H.S.T.M.I. Co Ltd. Gyroáttaviti: Sperry MK 30 með stefnuskrifara (course recorder). Sjálfstýring: Sperry. Vegmælir: Jungner Sal—Log. Loran: Furuno LT 1, A/C loran. Loran: Tveir Epsco sjálfvirkir loran C móttak- arar, annar af gerð C—Nav XL og hinn af gerð C—Navz, ásamt skrifara af gerð C—Plot 2. Dýptarmælir: Kelvin Hughes Kingfisher II fiski- leitarsamstæða, með MS 44 skrifara, BL 1 botnstækkun og MK 6 fisksjá. Dýptarmælir: Marconi Fishgraph II. Asdik: Simrad Sonar SL. Netsjá: Kelvin Hughes kapalmælir með MS 44 skrifara. Talstöð: Redifon GR 497, double side band. Örbylgjustöðvar: Tvær Sailor RT 144 B. Sjóhitamælir: Dytek. Auk áðurnefndra fjarskiptatækja eru fullkomin loftskeytatæki frá Redifon í skipinu. Af öðrum tækjabúnaði má nefna Redifon kallkerfi. Átaks- mælar eru fyrir togvíra frá Humber St. Andrews. Af öryggis- og björgunarbúnaði má nefna: Einn sex manna slöngubát með utanborðsvél, fjóra 12 manna RFD gúmmíbjörgunarbáta, tvær Marconi neyðartalstöðvar og tvö reykköfunartæki. ÆGIR — 613
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.